Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1965, Blaðsíða 29

Fálkinn - 06.09.1965, Blaðsíða 29
að bera að vindlinum sem hann var kominn með í munninn, og hann varð að kveikja á annarri. „Ennfremur," hélt Lyman áfram, „var vinna við þessa stöð hafin fyrir mörgum mánuð- um — en ég hafði ekki hug- mynd um að hún væri til fyrr en á mánudagskvöldið." Forsetinn skýrði nú frá mál- inu í heild í stórum dráttum. Þegar hann lauk máli sinu, sat Rutkowski umluktur reykjar- mekki en sagði ekkert. „Ef ég fæ lausnarbeiðni frá Hardesty hershöfðingja í kvöld, og skipa þig til að taka við for- mennsku í herforingjaráði flug- hersins, hvað getur þú þá gert til að stöðva þetta?" spurði Lyman. „Ja, eitt get ég gert þegar í staðj herra forseti, séð um að ílugvélarnar leggi ekki af stað frá Pope.“ „Viltu taka við starfinu?" spurði Lyman. Rutkowski brosti. „Ég tek við hverjum þeim fyrirskipunum sem æðsti yfirboðari hersins gef- ur mér. Ef þú þarft að reka Scott og Hardesty og skipar mig yfirmann herforingjaráðs- ins, skal ég vera búinn að loka öllum dyrum eftir hálftíma." „En eina samband Stöðvar Y við umheiminn virðist vera ein simalína sem liggur um eitt- hvert leynilegt skiptiborð í Penta- gon.“ Láttu mig sjá um ailt slíkt,“ sagði Rutkowski. „Fáðu mér bara til umráða nokkra röska stráka til að hafa I sendiferð- um um miðnættið." Clark horfði spyrjandi á hers- höfðingjann. „Það er ekki að sjá að þig furði neitt á þessu,“ sagði hann. Kemur þetta þér ekkert á óvart?“ „Ég glöggvaði mig á ýmsum hlutum i huganum á leiðinni hingað, öldungadeildarmaður. Ég er einn af þeim sem alltaf hafa sagt að þetta gæti aldrei gerzt hér, en allt í einu varð mér ljóst að mér hafði skjátlazt. Séu að- stæðurnar fyrir hendi getur þetta gerzt hvar sem er. Hafðu það ekki eftir mér í öldunga- deildinni, en þá þrjá áratugi sem liðnir eru siðan heimsstyrjöld- inni síðari lauk hefur herinn getað farið sínu fram hérlendis." Hann brosti breitt. „Látu mig vita það, ég hef ekki verið barn- anna beztur." Lyman varð hugsi, en sagði svo: „Ég hef aldrei litið á þetta frá þeirri hlið, en þú hefur á réttu að standá. Aldrei fyrr í sögu okkar hefur herinn verið éins öflugur.“ Lymán bað Clark að bíða og fylgdi Rutkowski til gestaher- bergjanna á þriðju hæð. Hann símaði í eldhúsið og bað um kvöldmat handa hershöfðingjan- um, sagði honum svo að hvíla sig fram til klukkan hálfátta. Þegar hann kom aftur inn i skrifstofuna, sagði forsetinn: „Heyrðu Ray, ég vil að þú sért í næsta herbergi meðan ég tala við Scott Ég get þurft á aðstoð að halda." „Jordie," sagði Clark, „þú veizt að ég er alltaf í næsta herbergi." Föstudagur kl. 8 e. h. Forsetinn leit enn einu sinni yfir fyrirkomulagsatriðin. Á sófa- borðinu, í skjóli við vindlakass- skrefum frá glugganum, tók bók af borðinu og kom sér fyrir í hægindastóli. Hann vildi að minnsta kosti virðast rólegur þegar gesturinn kæmi. Eftir kvöldmat höfðu banda- menn Lymans dreifzt. Rutkowski og Casey fóru í talstöðvarbíl sem Hvíta húsinu tilheyrði. Þeir áttu að bíða á bilastæði Pentagon, Avallt fyrirliggjandi í-ií < ■ %. HÉp Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 17 Framnesvegi 2 ann svo ekki sæist úr stólnum þar sem Scott átti að sitja, lá miði með tuttugu tölusettum póstum, skráðum með skýrri hönd Chris Todds. 1 jakkavasa Lymans var silfursígarettuveski Pauls Girards. í skúffu í skrif- borðinu lá skattframtal ungfrú Segnier. Todd heimtaði að fá að koma framtalinu þar fyrir, þótt forsetinn tæki ekki í mál að beita því. Lymah stóð við gluggann og beið. Kvöldið var kyrrt, gos- brunnurinn niðaði á suðurflöt- inni, göturnar auðar þessa rökk- urstund á mótum dags og næt- ur. En vöðvarnir í hálsi og herð- um Lymans voru stríðir og hann hafði kökk fyrir brjósti. Nú sá hann svartan bíl nema staðar við suðvesturhliðið, bíða meðan vörðurinn sveiflaði grind- inni frá og halda áfram eftir akbráutinni. Hann gekk hröðum þangað til Esther léti þá vita að Scott hershöfðingi væri kominn í forsetabústaðinn. Þá ætluðu þeir að halda beint til stríðsherbergis Yfirherráðsins. Todd fjármála- ráðherra var í fundarsal ríkis- stjórnarinnar í Hvita húsinu. 1 biðsal ráðuneytis hans handan við götuna biðu þrjátíu skatta- lögreglumenn, sem Todd hafði látið kalla á vettvang án vitund- ar forsetans, spiluðu á spil, drukku kaffi og reyndu að geta sér til hvað á seyði væri. Ray Clark sat í Monroe-herberginu með fæturna upp á sófa. 1 fyrsta skipti síðan hann tók lögfræði- próf las hann vandlega eintak af stjórnarskrá Bandaríkjanna með skýringum. Art Corwin hafði komið tutt- ugu og fjórum mönnum úr líf- verðinum fyrir hér og þar í Hvíta húsinu og í garðinum. Hann sagði þeim einungis að verið gæti að forsetinn legði af stað síðla kvölds til Blue Lake eða Camp David, og hann vildi vera við öllu búinn. Sjálfur stóð Corwin í forsalnum á annarri hæð við dyr sporöskjulöguðu skrifstofunnar. Hinum megin við dyrnar sat hinn sínálægi undir- foringi með þunnu skjalamöpþ- una milli hnjánna. Vestan megin í forsalnum sátu tveir af reynd- ustu undirmönnum Corwins. James Mattoon Scott hershöfð- ingi kom út um lyftudyrnc.r þegar klukkuna vantaði eina mínútu í átta. Ljós einkennis- búningurinn með fjórum silfur- stjörnum á hvorri öxl lagðist að stórvöxnum búknum án þess nokkurs staðar örlaði á fellingu. Sex heiðursmerkjaraðir þöktu bringu hans. Alúðlegt bros mýkti hörkulegan hökusvipinn þegar hann kinkaði kolli til Corwins, sem opnaði skrifstofudyrnar. Scott skálmaði þóttalega inn í herbergið. Sjálfstraust skein út úr brosi hans, meðan hann horfði á Lyman leggja frá sér bókina rísa á fætur og ganga á móti sér. Hann ætlar að hafa undirtökin frá upphafi, hugsaði Lyman. Nú verður þú að vanda þig, Jordie. Nú er að duga eða drepast. Hann vísaði gestinum til sætis á sófa og settist sjálí- ur aftur í hægindastólinn. Nú voru þeir einir. Inn um opinn glugga barst öðru hvoru hávaði írá fjarlægri umferð. Scott hafði kortamöppu með- ferðis. Hann lagði hana á sófa- borðið og tók að leysa snúruna sem hélt saman spjöldunum, en á þau var stimplað HERNAÐAR- LEYNDARMÁL. „Verið ekki að hafa fyrir þessu, hershöfðingi," sagði Ly- man. „Við þurfum ekki á því að halda í kvöld. Það verð- ur engin viðbúnaðaræfing á morgun." Scott rétti úr sér í sætinu og hvessti augun á Lyman. And- litið var sviplaust, Lyman varð þar hvorki var uridrunar, reiði né svo mikið sem forvitni, en Scott horfðist í augu við hann, og forsetinn gerði sér samstund- is ljóst að þetta yrði, langt, erfitt kvöld. „Skil ég yður rétt, herra for- seti?" sagði Scott. „Ætlið þér að aflýsa æfingunni?" „Já, ég ætla að aflýsa henni." „Má ég spyrja hver ástæðan er?“ „Ég hef veitt athygli ákveðn- um staðreyndum," sagði Lyman. Hann neyddi sjálfan sig til að horfast í augu við Scott. „Ég ætla ekki að eyða tímanum í að rekja þœr allar núna. Ég læt mér nægja að skýra frá að ég vil fá lausnarbeiðni yðar í kvöld og sömuleiðis hershöfðingjanna Hardesty, Riley og Deffen- bachs." Scott einblíndi á forsetann, þangað til þögnin í herberginu var orðin þrúgandi. „Annað hvort eruð þér að gera ► FÁLKINN ttí

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.