Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1965, Blaðsíða 5

Fálkinn - 06.09.1965, Blaðsíða 5
„EG ER BUINN AÐ AFKASTA JAFN MIKLU OG HVER ANNAR SNILLINGUR ÚTI í HEIMI" Listmálarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval situr yfir kaffi- bolla að Hótel Borg og það er morgunn. Kjarval er kumpán- legur við þjónana og þjónarnir eru kumpánlegir við Kjarval. Kjarval býður upp á kaffi, sem og er þegið. — Jæja, Kjarval, hver er frægasti málari íslendinga í dag? — Er það ekki Svavar Guðnason, segir meistarinn og bros- ir. — Ja, ef til vill er ég frægur, það veit ég ekkert um, skipti mér helzt ekkert af því. Vissulega hef ég alltaf gaman að því að sjá myndir eftir mig hangandi uppi á vegg, að ég nú ekki tali um, ef það kemur á óvænt. En ég hef ekki hug- mynd um hvað ég hef málað mikið. — Og þú selur alltaf vel, ekki satt? — Jú, ég get selt þegar ég vil. Ég veit ekkert um listasmekk þjóðarinnar, en hann hefur reynst mér vel, og mér ber því að vera þakkíátur. — En hvað um gagnrýnendur, hafa þeir mikil áhrif? — Ég hef alltaf haft álit á gagnrýni, jafnvel þótt hún sé ranglát. Annars er ég hættur að lesa blöð, — fyrir löngu. Ef menn eru ranglátir, þá er það óviljandi, þeir hafa ekki haft tíma til þess að fylgjast með og hugsa. — Hver er skoðun þín á eftirprentunum málverka? — Ég hafði einu sinni álit á þeim, en er alveg búinn að gleyma því nú. — Ragnar í Smára? — Nú á hann engan sinn líka. — Er aðstaða málara góð á íslandi í dag? — Hún var einu sinni góð, ég nenni ekki að hugsa um það lengur. Sjáðu, vinur minn, ég er búinn að pródúsera jafnmikið og hver annar snillingur úti í heimi, og þá má mað- ur fara að passa sig á því að þetta verði ekki eintóm forretn- ing. En maður hefur alltaf þörf fyrir gagnrýni. Þegar ég vinn er ég vanur að hafa mann við hliðina á mér sem ætíð er reiðubúinn til þess að gagnrýna. — Hvað er álit þitt á öðrum málurum íslenzkum? — Nú, er ekki allt í lagi með þá? En ég þarf líka að gæta mín svo mikið sjálfur að ég má ekki vera að því að hugsa um aðra. T. d. fer ég ekki á sýningu nema til þess eins að fá gott álit á henni. Stundum er sýningum líka lokið þegar ég ætla að sjá þær, og þá verð ég eyðilagður maður yfir að hafa misst af þeim. — Alfreð Flóki? — Strákurinn er séní. Hann færði mér bókina sína, en ég held að ég hafa ekkert gefið honum í staðinn. — En hefur það mikið auglýsingagildi fyrir málara að spila sig svolítið einkennilegan? — Já, það er einhver nauðsyn. Það, að spila sig fígúru er trygging fyrir því, sem verið er að gera. — Ferró? — Ég hef álit á honum og vil ekki tapa því. — Apstrakt málaralist? — Það er auðvitað sérstök grein út af fyrir sig. — Hvað um Þorvald Skúlason? — Ja, hann er einn af þessum viðurkenndustu. Hann gaf mér einu sinni mynd eftir sig, sem mér leizt vel á. Ég tök myndina aldrei, ég veit ekki meir um það. — En hvað um Sverri Haraldsson? — Einar Jónsson hafði áreiðanlega séð eitthvað í honum, ég læt þetta afskiptalaust. — Fer listaáhugi dvínandi í okkar Mammonsþjóðfclagi? — Já, það gerist eitthvað, ég veit ekki hvað. — Hvað vilt þú segja um listaverkaverzlanir í bænum? — Þær eru svo sem eðlilegar, annars verzla ég ekkert við þær. — Þú selur málverk þín gegnum Sigurð Benediktsson. Er hann heppilegur til slíkra hluta? — Já, er það ekki? Hann vill þetta og það er fyrir mestu. Svo er hann heppilegur vegna sinnar miklu þekkingar á listum. ► VIÐTÖL OG MYNDIR: VILMUNDUR GYLFASON OG SIGURJÓN JÓHANNSSON Jóhanncs Sveinsson Kjarval og Jónas Jónsson frá Hriflu takast í hendur. Myndin er tekin fyr- ir nokkrum áruin við opnun sýningar á verkum Kjarvals.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.