Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1965, Page 6

Fálkinn - 04.10.1965, Page 6
1 TjfY aJLl átf GAMANSAGA EFTIR INGIBJÖttGC JÓlVSBÓTTUa 3. KAFLI. SKRIFSTOFAN. Áður en ég vissi hvaðan á mig stóð veðrið var ég búin með barnaskólann og alla aðra skóla, orðin fullorðin og farin að vinna fyrir kaupi. Ég fékk vinnu í BB skrif- stofunum. Ég held að fæstir þeirra, sem vinna á skrifstofum geri sér það ljóst, hve undarlegt fólk vinnur á skrifstofum yfirleitt. Ein er sú manneskja á hverri skrifstofu, sem finn- ur þetta betur en allir aðrir, og það er stúlkan, sem vinn- ur á skiptiborðinu. Hún þekkir allar mann- gerðirnar, sem á skrifstof- unum eru. Það er maðurinn, sem fær lánaðan tuttugu og fimm kall fyrir kaffi og gleymir sífellt að borga hann til baka, þangað til hann hefur haft af þér heilt mánaðar- kaup og þú ferð að neita honum um tuttugu og fimm kallinn. Það er maðurinn, sem heimtar að fá að vita, hver vilji tala við hann og er ekki Við, ef það er einhver rukk- ari, víxill á síðasta degi eða fulltrúi borgarfógeta. Þá er símastúlkunni uppá- lagt að spyrja: „Fyrir hvern er það með leyfi?“ Svo leyfir hún rukkaran- um að segja sitt og svarar: „Augnablik, ég skal at- huga hvort hann er við.“ Síðan hringir símastúlkan í manninn, sem er hræddur við rukkara og segir: „Hr. Namm-Namm vill tala við yður.“ Hranaleg rödd svarar: „Segðu honum að ég sé á fundi.“ Símastúlkan skiptir yfir á símaborðinu og segir blíð- lega: 6 FÁLKINN „Því miður. Hann er upp- tekinn á fundi. .. Nei, það er ekki hægt að fá að tala við hann. Því miður, ég get ekkert um það sagt hvenær hann verður við. Því mið- ur... Já reynið þér að hringja dálítið seinna.“ Rukkarinn hann herra Namm-Namm hringir rétt fyrir hádegi. „Nei, því miður hann er nýfarinn í mat.“ Hr. Namm-Namm hringir klukkan hálftvö. „Nei, því miður hann er ekki kominn úr mat... Jú, ég býst við honum á hverri stundu.“ Rukkarinn hringir um þrjúleytið. „Hann skrapp í kaffi.“ Rukkarinn hringir klukk- an fjögur. „Því miður hann er alveg upptekinn sem stendur. Get- ið þér hringt eftir kortér?“ Hr. Namm-Namm hringir eftir kortér. „Hann svarar bara ekki. Hann hlýtur að hafa gengið eitthvað frá. Hr. Namm-Namm bíður i tíu mínútur. Á mínútu fresti fer stúik- an á skiptiborðinu í símann og segir: „Hann er því miður ekki kominn ennþá. Vilduð þér biða áfram?“ „Já,“ svarar Hr. Namm- Namm. „Þakka yður fyrir.“ Eftir tíu mínútur svarar sónninn einn þegar ég á að spyrja hr. Namm Namm hvort hann vilji bíða áfram. En hr. Namm-Namm gefst ekki upp. Hann hringir aftur rétt fyrir klukkan fimm. „Ó, hann var að fara heim, því miður,“ er svarið. Þetta var maðurinn, sem aldrei var við, þegar rukk- arar hringdu. Svo voru það yfirmenn- irnir, sem notuðu kaffistof- una sem skálkaskjól og skruppu þangað smá stund með vinkonum sínum eða fengu sér sopa úr flösku, sem geymd var í hornskápn- um, sem alltaf var læstur. Mennirnir, sem áttu flösk- una í skápnum, voru auð- þekktari en þeir sem áttu vinkonu á kaffistofunni. En báðum var það sam- eiginlegt, hve sjaldan þeir voru við. Það vissi ég sem símastúlka manna bezt. BB skrifstofurnar voru ekkert sérstaklega stórar skrifstofur, og til þess var ætlazt að símastúlkan gerði eitt og annað með símanum. Stundum kom það fyrir, að ég þurfti að spyrja ein- hvers. Ég gekk til herra Bla-Bla og spurði: „Afsakið hr. Bla-Bla, en ég veit ekki hvernig ég á að orða þetta bréf.“ Svo rétti ég fram bréfið. Hr. Bia-Bla setti upp vizkusvip, hljóp í þrjá síma í einu og sagði eitthvað, sem enginn skildi í þá alla þrjá á sama tíma. Svo blaðaði hann í skjöl- unum, sem lágu fyrir framan hann á borðinu, leit á mig með sínum alvizkusvip og sagði: „Augnablik, ég þarf að hugsa um þetta smástund." Ég varð feimin. Hver var ég að halda að ég ætti að geta gert það, sem þessi ljón- gáfaði og eldsnari hugsuður vissi ekki svar við? Þessi maður er sko eitt- hvað annað en það, sem ég hef kynnzt, — hugsaði ég. — Þessi maður hefur greinilega það í höfðinu, sem hann hef- ur ekki í fótunum. — (Ég vil gjarnan taka það fram hér núna, að ég hætti að hugsa svona daginn, sem hr. Bla-Bla elti mig um alia skrifstofuna. Mikið skelfing gat maðurinn verið fljótur að hlaupa. Þar missti KR mikið þegar hann gekk í Val). Jæja, blessaður yfirmaður- inn hann hr. Bla-Bla horfði langa stund hugsandi út í loftið. Hann reis á fætur og gekk um gólf. Ég hugsaði um skiptiborð- ið mitt og vissi að ég varð að fara þangað, en ég varð líka að fá að vita, hvað ég átti að setja í bréfið, sem átti að komast í póst fyrir hádegi. Eftir langa mæðu gekk hr. Bla-Bla til dyranna. Hann leit um öxl í gætt- inni. „Augnablik,“ sagði hugs- uðurinn mikli. „Ég verð að fá mér frískt loft meðan ég er að hugsa um þetta bréf. Þetta er eitthvað svo snúið.“ Og ég stóð eftir og beið. Hvílík ógnaráhrif hlaut auk- ið súrefni ekki að hafa á heilasellustarfsemi þessa mikla manns. Svona var ég hrifin, þang- að til hinar stelpurnar á BB skrifstofunum sögðu mér frá flöskunni, sem geymd var í hornskápnum á kaffistofunni og drukkið úr í laumi hvenær sem tækifæri gafst og alltaf þegar gráu sellurn- ar hans Poirots langaði í súr- efni. Hr. Bla-Bla var einn af þeim, sem syngja eftir dauð- ann: „Beinin mín í brennivín bráðlega langar núna.“ Já, svo eru það kvínsömu mennirnir á skrifstofunum. Þeir eru mjög margir og all- ar gerðir. Sumir þjást af óframfærni og kvensemi og þeirra lang- anir koma aðallega fram í því að teygja sig yfir mann og reyna að umvefja mann í hvert skipti, sem þá vant- ar eitthvað, sem stendur á borðinu fyrir framan ungu dömuna. Svo eru það mennirnir, sem halda að þeir séu gjöf guðs til allra ungra kvenna. Mér hefur alltaf þótt þeir fyrrnefndu sínu skárri. Af seinni manngerðinni man ég sérstaklega eftir manninum með freknurnar. Hann var svo freknóttur að hann hefði ekki þurft tvær eða þrjár í viðbót til að verða sólbrenndur. Ég verð að játa það að hann var mjög einkennileg- ur, maðurinn sá, enda komst ég að því seinna að hann var Víkingur, og þá hætti ég að furða mig á framkomu hans. Ég var í kaffi, þegar ég hitti hann fyrst. Ég sat þarna við borð með miðaldra konu og gömlum manni og drakk kaffið mitt án þess að segja bofs. Ég var nýbyrjuð að vinna, hafði aldrei fengið útborgað og átti ekki fyrir vínar- brauði eins og hitt fólkið. Skyndilega bættist einn maður í hópinn. Þetta var ungur maður með uppbrett

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.