Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 13

Fálkinn - 04.10.1965, Blaðsíða 13
Bráðsnjöll glæpasaga eftir MALVA PARK daga, kannski vikur eða í versta falli mánuði. 1 rauninni var þetta það bezta, sem hann gat gert fyrir hana. Alfreð þreif því til koddans, og þrýsti honum á andlit gömlu konunnar. Þetta tók ekki langan tíma. Hann huggaði sig líka við það að hún hafði verið sama sem dáin nokkrum mínútum áður. í þetta skipti athugaði hann að ganga vel frá henni, hann sannfærði sjálfan sig um að púlsinn slægi ekki, að hjartað væri stanzað. Hann notaði speglaaðferð sem hann hafði einu sinni lært. Það var ekki um það að villast: Hún var dáin. Alfreð lét morgunverðinn vera, en gekk að skrif- borðinu. Hann þurrkaði fingraförin af öllu sem hann hafði snert á, ef svo skyldi fara, að eitthvað þætti grunsamlegt. Svo setti hann erfðaskrána aftur í umslagið og lokaði því svo. Hann brosti með sjálfum sér þegar hann hugsaði um það, að jafnvel samvizkulausasti lögfræðingur gæti ekki fundið neitt athugavert við þetta mál. Þjónustustúlkurnar myndu auðvitað kjafta því út um allt að þær væru vottar að hinztu ósk gömlu konunnar. Og Alfreð ætlaði að gefa þeim einhverja peninga, þegar þeir yrðu hans. Síðan þreifaði hann í síðasta skipti á púls hennar. Það var ekki um það að villast, hún var dáin. Þá tók hann upp símann og hringdi í skiptiborðið. — Þetta er Alfreð, í herbergi 321, sagði hann. — Frú Galbraith er annað hvort fárveik eða dáin. Það verður að sækja lækni strax. Þegar Hoffmann læknir kom inn í herbergið stóð Alfreð við rúmið eins og hann ætlaði að verja líkið hvers kyns óþægindum. — Aumingja gamla konan, sagði hann við lækn- inn. — Ég kom með morgunverðinn til hennar eins og ég er vanur, en hún vaknaði ekki til þess að borða hann. Læknirinn kinkaði kolli og tók að rannsaka líkið. — Jú, hún er dáin, sagði hann eftir nokkra stund og lagði læknisáhöldin aftur í töskuna. — Ég vissi líka að hjartað í henni var orðið anzi veikt. Ég ætla að láta lækninn hennar og lögfræðing vita. Þegar lík frú Galbraith hafði verið flutt burtu, tók Alfreð aftur til við fyrri vinnu sína, og var að þangað til í eftirmiðdagshléinu. Þá hafði hann frí í þrjár klukkustundir. Og þann dag klæddi hann sig í nýjan jakka, nýpressaðar buxur og nýburstaða skó og gekk út í heiminn til þess að.heilsa lífinu. Þegar hann gekk framhjá glugga bílasalans stanz- aði hann til þess að skoða nýjustu og dýrustu bílana. Hann lofaði sjálfum sér því, að það fyrsta, sem hann skyldi kaupa sér yrði fínn bíll. Hann hafði þurft að vera án hans nógu lengi. Alltaf Framh. á bls. 34. L FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.