Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1965, Síða 36

Fálkinn - 04.10.1965, Síða 36
• Soraya Framli. af bls 31. látið henda sig. Þar við bætist svo að hvorki Soraya né Farah mundu fallazt á að eiga mann með annarri. Þegar sjainn var búinn að átta sig á því að hann gat ekki losað sig við Farah, ef hann átti ekki að eiga á hættu að setja af stað uppreisn í landinu, fór hann hvað eftir annað leynilega á fund Sorayu til þess að reyna að finna einhverja lausn á mál- inu, því að sannleikurinn er sá að hann elskar Sorayu alveg eins heitt og hún elskar hann. Ef það væri framkvæman- legt mundi sjainn vera viljug- ur til að skilja við Farah, vísa henni úr íran, halda syni sín- um eftir og ganga að eiga Sorayu aftur, en hann og aðrir telja að slík ráðstöfun jafn- gildi sjálfsmorði. Sjainn varð önugur og upp- stökkur, og aumingja Farah leið alsaklaus hinar verstu sál- arkvalir af því að hún fann að þegar hún lá í faðmi hans var það Soraya sem hann faðm- aði en ekki hún. Hún hefur aldrei tekið sæti Sorayu í hjarta hans. Hún veit það alltof vel að hún er ekki til annars ætluð en að gefa þjóðinni nýjan sja. Annað er hún ekki. Farah varð óglöð og lét á sjá. Hún hirti lítið um útlit sitt og rak sjáinn til að leita ununar annars staðar. Soraya varð einnig að leita einhvers staðar afþreyingar. Hún ferðaðist stöðugt og skemmti sér með ýmsum mönnum en festi hvergi yndi, vonandi sí og æ að eitt- hvað gerðist sem leiddi hana til baka á páfuglshásætið. Vinir hennar hafa meira að segja sagt mér, að hún hafi beðið þess að Farah dæi af barnsförum þegar hún eignaðist síðara barnið, því að hún vissi að ef sjainn yrði laus mundi hann óðara taka hana til sín aftur. En Farah lifir, og þegar hún uppgötvaði að sjainn átti vin- gott við aðra konu fór hún að sinna betur útliti sínu til að vinna ást hans á ný. Sjö löng ár eru liðin, og enn hefur Soraya ekki gefið upp vonina. Vinir hennar segja mér að enn lifi hún í voninni um að einn góðan veðurdag setjist hún á ný á páfuglshásætið. Slíkar vonir hafa oft þeir kon- ungbornir menn sem lifa í út- legð. Kvikmynd hennar „Þrjú and- lit konunnar“ tókst ekki vel og vakti ekki þá athygli sem sumir gerðu sér vonir um. Áhuginn á Sorayu var farinn ■að fölskvast. Fyrir sjö árum fyrir fimmi árum eða jafnvel þrem var hún á hvers manns vörum — kona sem hafði verið fleygt út af heimili sínu af þvi að hún gat ekki eignazt barn. Hún fleygði sér út í hringiðu samkvæmis og næturlífs og yfirborðskenndra skemmtana, en í huga hennar bjó hverja stund hin duldi harmur — þráin eftir manninum sem hún unni. • *- Þrátt fyrir hálfgerð mistök hennar er hún fyrst kom fram á hvíta tjaldinu tekur hún hlut- verk sitt sem leikkona alvar- lega. Hún er í sumar á leik- skóla í París. Kennari hennar er hinn 64 ára gamli René Simon sem á heiðurinn af að hafa mótað flesta hina beztu leikara Frakklands. Soraya fær bæði einkakennslu og tekur þátt í hópnámi. Fyrsta ráðið sem René Simon gaf henni var að taka ofan svörtu gleraugun. Leikkona þarf að láta sjá augu sín, segir hann. Hefur Sorya loksins gefið upp vonina? Flestir vina hennar í París trúa því illa. — Hún missir aldrei vonina, sagði einn vinur hennar. Hún heldur dauðahaldi í vonina úm að komast heim. Hún giftir sig ekki aftur því að þá hefur hún um leið eyðilagt alla möguleika sjálf. Meðan hún er ógift veit hún að ef eitthvað kemur fyrir Farah drottningu eða sjainn gefst færi á að skilja við hana án alvarlegra afleiðinga þá veit hún hvað bíður hennar. Hún lifir og hrærist aðeins fyrir eitt: að síminn hringi og sjainn segi henni að flýta sér sem mest að taka fyrstu flug- ferðina austur til Teheran. Sá dagur kemur kannski aldrei, en Soraya lifir í von- inni. • Aíka Framh. af bls. 35. dofnað. Aika renndi niður bilrúð- unni og dró djúpt að sér raka sjávarloftið. „Ó, ég geðjast vel sjórinn," sagði hún og andvarp- aði. Chiang fann sjávargoiuna leika um andlit sér. Hún bar með sér sterkan þef af þara- gróðri, sem blandaðist ilmvatni Aiku. Það var síður en svo ógeð- fellt; skyndilega varð hann grip- inn sterkri löngun til að stöðva bílinn, en hann bægði henni ákveðinn frá sér og ók áfram. Þokunni virtist vera að létta á flóanum; á ströndinni handan við hana blikuðu þúsundir ljósa. „Sjáðu, hve fallegt," sagði Aika. „Seaside. Þú komið til Seaside?" „Já, mörgum sinnum," sagði Chiang. Eins og af eðlisávísun renndi hann bílnum inn á lítið bílastæði, umkringt klettum, og drap á vélinni. Hann háði von- lausa innri baráttu og útsýnið og hljómlistin í útvarpinu urðu til þess að gera ósigur hans full- kominn. Aika sat i horni sínu. Husqvarna LEfTlR HEIMILISSrUKFIIM STRAUJÁRN GIJIMIMAR ÁSGEIRSSOIM HF. Suðurlandsbrauí 16 — Sítni 35200 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.