Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1965, Qupperneq 37

Fálkinn - 04.10.1965, Qupperneq 37
FRAMLEIÐANDl: SÓLÓHÚSGÖGN HF HRINGBRAUT 121 SÍMI 21832 .istarði á ljósin handan ílóans cg andvarpaði. ,Si „Mér þykir íailegt í Seaside," sagði hún. Rödd hennar var íjarræn, eins og hún væri að rifja upp iöngu liðna atburði. „Gaman að dansa í „Blái uxinn“ þar. Þér gaman að dansa?“ Chiang hafði aðeins einu sinni dansað á allri ævi sinni, í jóla- samsæti hjá K.F.U.K. í Kinverja- hverfi San Francisco fyrir tveim árum. Dansfélagi hans hafði vein- að upp og sezt eftir fyrsta dans- inn og síðan hafði hann skömm á dansi. „Eg skal fara með þig i „Bláa uxann“, sagði hann djarf- mannlega. „Nei, nei,“ sagði Aika fljót- mælt. „Ég áður gaman að dansa. Núna, ekki lengur.“ Aftur blés golan hinni blönd- uðu lykt af sjávargróðri og ilm- vatni Aiku fyrir vit Chiangs. Honum geðjaðist mjög vel að þessari ilmblöndu. Hjarta hans tók að berjast fáránlega ört og hann hitaði i andlitið. Hann kingdi nokkrum sinnum með erfiðismunum og allt í einu missti hann stjórn á hægri hend- inni. Hún þaut fram og greip klaufalega um hendi Aiku. Aika svaraði þessu biíðuhóti engu; hönd hennar lá máttvana i hendi hans, hlý og mjúk en líflaus. Hann hélt um hana andartak og hjarta hans sló þungt. „Fara heim núna kannski?" sagði Aika og rödd hennar var óbreytt. Chiang jókst skyndilega kjark- úr og hann færði sig nær henni, greip um hina hönd hennar og þrýsti vörunum að kinn hennar. Ilmurinn af hörundi hennar var Svo örvandi, að djöfullinn í hon- um sleit að lokum af sér allar viðjar. Hann vafði hana örmum og leitaði munns hennar með vörunum, en hún vék höfðinu lítið eitt undan. „Ekki hérna,“ sagði hún. „Heima hjá mér kann- ‘ski.“ Chiang var nokkur augnablik að átta sig á þessu; heili hans var sljór af æsingu. Þegar hon- Um varð þýðing orðanna loks •ljós, sleppti hann henni snögg- lega, færði sig undir stýrið og •ræsti bílinn. Hann vissi ekki hvað hann átti að segja. Hann var hræddur við að segja eitt- hvað klaufalegt, sem komið gæti Aiku til að breyta um skoðun. •Þessi uppástunga hafði komið svo óvænt og alls ekki í sam- ræmi við kuldalega framkomu hennar. Hann myndi aldrei skilja konur, hugsaði hann með sér. Hann ók nú hraðar en áður og munaði minnstu að bíllinn ræk- ist á klett i snöggri beygju. Hendur hans voru rakar á stýris- hjólinu og hann var þurr í kverk- unum. Svo stilltur sem hann var dagfarslega og gætinn í akstri varð hann nú agndofa yfir upp- námi sínu og hirðuleysi. Hann hafði aigjörlega misst stjórn á sjálfum sér. Aika bjó í smáhúsi á Nítjándu götu skammt frá sjónum. Hún opnaði útidyrnar hijóðlega og kveikti ljós. Dagstofan var lítil, en snyrtileg og hrein, þar var legubekkur klæddur grænu flosi, kaffiborð, stór gasofn og nokkr- ir stólar. Skrautstafir og jap- anskar vatnslitamyndir prýddu veggina og i horninu við legu- bekkinn var eftirlíking af jap- önskum garði á ferhyrndri plötu. Undir glugganum var lítið jóla- tré með fáeinum bögglum undir. Hún kveikti í snatri á gasofn- inum og slökkti ljósið. „Komdu fram í eldhús," sagði hún. Chi- ang fylgdi henni eftir, framhjá iitlu svefnherbergi og þegar hann hafði þreifað sig fram í eldhúsið, kveikti hún ljósin og dró gluggatjöldin fyrir. „Fáðu sæti,“ sagði hún. „Langar þig drekka te?“ „Já.“ „Japan grænt te," sagði hún og kveikti á eldavélinni. „Lang- ar þig borða pínulítið köku?“ „Nei, þakka þér fyrir." Hann settist við boröið og horíði á hana. Þegar hún hafði sett vatn yfir eldinn, fór hún úr kápunni og tók af sér silkiklútinn og lagði hvorttveggja á stól. Hún var í hvítri peysu og þröngu, rauðu pilsi, sem sýndu greini- lega það sem prýddi hana einna mest; ávölu brjóstin og grannt mittið, sem áður höfðu verið hulin af japanska sloppnum. „Ertu kvæntur?" spurði hún. „Já,“ sagði Chiang, kingdi og barðist við löngunina til að þrífa í hana. „Það er gott," sagði hún. „Hvers vegna er það gott?“ „Svo ég verði ekki ástfangin þér, vegna þess þú hefur konu. Er hún hér?“ „Hún er i Kína.“ „1 Kína? Hvaða Kína?" „Rauða Kína." „Saknarðu hennar?" „Já.“ „Það er gott," sagði hún. „Þu elskar hana svo þú veröur ekki ástfanginn mér.“ Chiang skildi ekki vel hvað húri var að fara. „Þú ert mjög falleg,“ sagði hann og þurrkaði raka lófana á buxnaskálmunum. í fyrsta skipti sneri Aika sér að honum. „Allir segja mér sama,“ sagði hún og brosti. „En þú segja mér öðruvisi." „Að hvaða leyti?“ „Rödd þín öðruvísi," sagði hún Og hló við. „Hún titra pínulítið. Ég heyri.“ Chiang stóð upp og þreif til hennar. „Nei, nei,“ sagði hún Framh. á bls 41. FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.