Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Síða 10

Fálkinn - 25.10.1965, Síða 10
ER það tilfellið að við íslendingar umgöngumst hluti með meiri böð- ulshætti en títt er um aðrar þjóðir? Eða kemur ódámseðlið bara betur fram í fámenninu? Raunar virðist á leiðinni mikil breyt- ing í þessu efni, og er það vel, og þó höfum við enn ekki tamið okkur þá hætti í umgengni við hluti sem einir sæma menningarþjóð, en það viljum við víst vera. Fyrir nokkru blasti það við fólki sem leið átti um strætisvagnatorgið við Kalkofnsveg að þurrkaðir höfðu verið út tveir stafir af áletrun framan á rusla- fötu. Þar átti að standa: „Hrein torg, fögur borg“, en þar stóð nú: „Hrein org, fögur org“, sérstök tegund af smá- borgaralegri fyndni. Eitt sinn sást tíðum í strætisvögn- um að búið var að afbaka ritaðar til- kynningar til farþega, og virtist þar koma fram svipað sálarástand og lýsir sér í þeim sið sem ekki er aldauða á íslandi enn að skrifa skammaryrði og klám á kamra og aðra svipaða staði. Stundum var ritlistin ekki látin nægja, heldur var sóðaskapurinn ristur á vegg- ina. Önnur tómstundaiðja af svipuðum toga spunnin var það forðum að mölva niður götuljós og kúlur á símastaurum með grjótkasti. Eitthvað af þessu eru hrekkir og prakkaraskapur, hálfpartinn ósjálfráð- ar tiltektir unglinga sem ekki vita hvar þeir eiga að hafa hendurnar. Slíkt held- ur áfram að koma fyrir rétt eins og það mun að líkindum halda áfram að bera við að börn reyni að skjóta hatt- ana af virðulegum borgurum með snjó- kasti í fyrstu snjóum að vetrinum. Eitthvað af þessu er hálfósjálfráð tjáning kynlegra sálarlífseiginda, á borð við að rista nafn sitt í börk á trjám (eða mynd af sundurskotnu hjarta ef menn eru mjög rómantískir) klóra setn- ingar í berg ellegar setja orðsendingu í flösku og fleygja í sjóinn. En hér kemur fleira til: skortur á menningarlegri umgengni við hluti. Hvað er menningarleg umgengni við hluti? Það að hlutur er friðhelgur ef hann hefur hlutverki að gegna og á að fá að vera í friði, — en ef hann er gagns- laus, ljótur eða fyrir einhverju öðru á skilyrðislaust að taka hann snyrti- lega á brott. Skortur á menningarlegri umgengni við hluti er það líka þegar niðurnídd hlið og mölvaðar hliðgrindur sjást við bæi meðfram þjóðvegum, þegar ryðg- aðar og ónýtar landbúnaðarvélar eða kerrur standa á hólum eins og beina- grindur, og þegar gömul bæjarhús eru látin fúna niður við hliðina á hvít- máluðum steinsteypuhúsum tuttugustu aldarinnar. Skortur á menningarlegri umgengni við hluti er það líka þegar stolið er matvælum úr sæluhúsum og skipbrots- mannaskýlum og útbúnaður þeirra er fordjarfaður af mönnum er leið eiga þar um, — því að ég neita algerlega að trúa því að þar séu alltaf á ferðinni þjófar og skemmdarverkamenn sem ættu að vera geymdir bakvið lás og slá eða hafðir til athugunar á geð- veikrahælum. Sæluhúsin og skipbrotsmannaskýlin eru kapítuli út af fyrir sig. Það mundi enginn setja út á það þótt svangur veg- farandi er kemur á eyðistað taki það sem hann þarf af matföngum noti tæki skálans eða hafi á brott með sér teppi ef honum er kalt. Um allt slíkt er hægt að tala við ráðamenn þegar til byggða er komið, og ætti raunar að kallast sæmileg framkoma aðeins að þakka með einhverju móti fyrir greið- ann að ferðalokum. En þegar öllu er umturnað, hlutir skemmdir og þeim stolið fer manni að finnast sem upp sé komið í mannfólkinu eitthvað af þeirri geðvonzku er stundum grípur nautpen- ing — einkum bolakálfa — er þeir ryðja um koll heyjum og öðru því sem er uppistandandi á túnum og engjum. Þjóð sem er hirðusöm um dauða hluti og lætur þá njóta tilhlýðilegrar virðing- ar er hirðusöm um fleira, og sú hirðu- semi kemur alveg eins fram í því að fjarlægja það sem ónýtt er eins og að eira hinu sem er gagnlegt. i stjörnurnar Kæri Astró. Mig langar til að biðja þig að segja mér eitthvað um framtíðina. Ég er fædd kl. 6.15 að morgni í Reykjavík. Fyrir mánuði síðan hætti ég að vera með strák sem ég var búin að vera með í heilt ár. Ég veit að hann er hrifinn af mér enn- þá og vill að okkar samband byrji aftur. En ég veit ekkert hvað ég á að gera, því ég sé hálfvegis eftir öllu saman. Þennan mánuð er ég búin að vera með öðrum strák. Á ég að hætta að vera með honum og taka hinn í sátt aftur? Mig lang- ar til að vita hvort ég giftist seint eða snemma. Hvort ég eignast mörg börn? Hvernig verður hjónabandið? Hvernig verður heilsufarið? Á ég eftir að ferðast eitthvað utanlands? Viltu að lokum segja mér hvaða störf hæfa mér bezt? Með fyrirfram þakklæti. Steinunn J. Svar til Steinunnar: Þig dauðlangar að taka strákinn í sátt aftur, en þér finnst þú þurfa að brjóta nokk- uð mikið odd af oflæti þínu til merkinu og ert mjög sterk í því merki og hefur sjálfsagt til að bera öll helztu einkenni þess merkis. Þú vilt að hann komi og biðji um sátt, því þú vilt helzt aldrei þurfa að biðja þess. Þú ert fædd í Ljóns-aðra. Fyrir stúlku með þína 10 skapgerð er bezt að giftast manni sem vill koma sér áfram í heiminum, hefur góða stöðu og hefur áhuga á að skapa sér, og þá um leið þér, góðan sess í þjóðfélaginu, og þú munt ekki liggja á liði þínu við að styðja hann á allan hátt til þess, en þú munt vilja fá hrós fyrir það sem þú gerir bæði frá honum og öðrum. Pilturinn sem þú hættir við er mjög ólík- ur þér að skapgerð og er það kannski einmitt vegna þess, sem þið sækist hvort eftir öðru. Hann hefur þó sinn metn- að, en er að þínum dómi alltof rólegur, en ég hugsa að hann komist áfram þótt hægt fari. Yfirstandandi ár og þar til í maí 1966 er nokkuð erfitt varð- andi samband þitt við annað fólk og þá sérstaklega hitt kynið og var það eðlileg afleið- ing þessarar afstöðu að upp úr slitnaði milli þín og vinar þíns. Þetta er á margan hátt erfitt tímabil fyrir þig nema hvað atvinnu snertir. Það sem helzt mundi tefja fyrir giftingu hjá þér er það hvað þú átt erfitt með að biðja aðra og að þú hefur nokkra minnimáttar kennd sem þó er ástæðulaus. Það er hið mikla stolt þitt og skap sem getur gert þér erfitt fyrir. Þú ert kannski ekki eins stolt og þú sýnist það er kann- ski bara skelin sem aðrir fá að sjá. Gott tímabil varðandi ástamálin verður á árunum 1967 og ’68. Allt það sem börn- um og ungu fólki viðkemur verður þér ávallt hugfólgið, jafnvel þó þú munir ekki eign- ast mörg börn sjálf. Þú skilur börn mjög vel og veizt hvern- ig á að leiðbeina þeim. Þú ert áreiðanlega listræn í þér og ættir að geta bæði teiknað og leikið og það væri persónulega mikill sigur fyrir þig að kom- ast á leiksvið. Annars er það margt sem þú getur gert, en þú verður kannski aldrei föst í starfi. Þú hefur mikla ábyrð- artilfinningu og ættir að geta orðið mjög vel hæf til að stjórna öðrum og skipuleggja fyrir aðra. Þér munu leiðast hússtörf, svo þú ættir að læra eitthvað, sem þú gætir að ein- hverju leyti unnið við eftir giftingu og eftir að þú hefur alið þín börn upp, því þá vilt þú fá þitt starfssvið. FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.