Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Síða 15

Fálkinn - 25.10.1965, Síða 15
Vindbelgjai'fjall við Mývatn. |(Málverk eftir Jóhannes). — Þú hefur farið margar ferðir í Öskju? — Já, ég man satt að segja ekki hve margar þær eru orðnar, en alltaf langar mig aftur. Einnig langar mig að komast upp á norðurfjöllin aftur, en þar er margt að sjá, ótal kynjamyndir, en venjulega hef ég farið í Öskju sem leiðsögumaður og því bundinn áf þeim sökum. — Þú hefur fengizt mikið við fuglaskoðun, Jóhannes? — Ég byrjaði að merkja fyrir danskan mann, Peter Skovgaard að nafni, sem annaðist dönsku fuglamerkingarnar, en þá var ekki unnið að fugla- merkingum af íslenzkum aðilum. En Skovgaard fékk nokkra íslendinga til að merkja fugla fyrir sig og það var um nokkurra ára skeið að við Ragnar bróðir minn merktum fugla fyrir hann og notuðum að sjálfsögðu dönsk merki. Svo þegar Náttúrugripasafnið tók upp fuglamerkingar breytt- ist þetta og við tókum að merkja með íslenzkum merkjum. Og árið 1949 höfðum við merkt u. þ. b. 20 þúsund fugla frá byrjun. Eins og gefur að skilja veita þessar merkingar ýmsan fróðleik um háttalag og líf fuglanna og við fáum tilkynningar um það, hvar fuglarnir koma fram og ýmislegt um dvöl þeirra á þeim stöðum sem þeir eru skotn- ir eða veiddir. — Hvað hefur að þínum dómi komið fram merkilegast í því sambandi? — Það er ekki gott að segja þó mætti taka til dæmis hve fuglarnir flækjast víða. Þannig hef- ur rauðhöfðaöndin náðst á svæðinu frá Síberíu og vestur til Mexikó. Svo má geta þess hve krían verður gömul en við höfum náð í 23 ára gamla kríu og gætu þær hæglega orðið eldri þó að við vitum það ekki. Svo er athyglisvert hve margar endur halda fast við sömu hreiðrin ár eftir ár. Það kom í Ijós við merkingarnar að hávellunni fækkar hér á landi, og flytur hún sig norðar þegar hlýnar hér. Hávella sem við merktum við hreiður hér, ég man ekki hvaða ár það var, var skotin í grennd við Gothaab í Grænlandi, vorið eftir. Við héldum í fyrstu að fækkunin stafaði af veikindum eða einhverju slíku, en þetta skýrði meðal annars málið og núna hin síðari árin, þegar tíðarfar hefur verið heldur lakara, þá fjölgar hávellunni aftur. Þær halda sig á kaldari slóðum og talsvert er af henni hér við land, allan veturinn, og þá eru þær við sjávarsíðuna umhverfis landið. — En eru ekki fáar andategundir hérlendis allan veturinn? — Fremur fáar jú. Þó eru hér flækingar af ýmsum tegundum allt árið. Við fuglatalningu sem hefur farið fram ár eftir ár — síðasta sunnudag í árinu. — venjulega — vemur í ljós að margar fuglategundir sjást hér á vetri hverjum og tals- vert magn af sumum, þó breytilegt sé frá ári til árs. Við höfum ekki komið því við að telja um- hverfis vatnið, en höfum í þess stað talið á ákveðnu svæði, og alltaf á sama svæðinu, svo það getur haft einhver áhrif. — Þessu fylgja þá miklar skýrslugerðir? — Já, talsvert miklar. — Hvernig handsamið þið fuglana? — Til þess eru ýmsar aðferðir. Margar endur tökum við> á hreiði'unum. í mörgum tilfellum dugar að gera þeim hverft við um leið og þær fljúga hjá, og þá gjarnan með því að reka upp öskur, þá detta þær niður. Nokkuð öruggt ráð er að henda húfunni sinni á eftir þeim, þá verða þær hræddar, fipast flugið, detta niður og liggja grafkyrrar. Einu sinni hafði ég næstum tapað húfunni minni, en ég henti henni framan við önd. Hún lenti með hausinn innan í húfuna og flaug áfram. Sú önd var taugasterk og næstum komin út á vatnið þegar húfan loksins fauk af henni. En aldrei verðum við varir við að endurn- ar afræki hreiðrin, þrátt fyrir þessar aðfarir. Svo mei'kjum við mikið af ungum líka. — Hvernig merkið þið fuglana? — Með hring um fótinn. Þó merkjum við rjúpu- ungana með nælu í vænginn, þeir eru lengi að verða svo stórir að hringurinn tolli um fótinn á i Gæsadalur, í suðv. frá Gæsafjöllum, í norður frá Mývatni. (Málverk eftir Jóhannes). þeim, án þess að hætta sé á að hann meiði þá. Þess vegna er nælan notuð við alla yngri unga. — Hvað segirðu um hettumávinn? — Það er mikið af honum hér. Það var árið 1922 sem fyrsti hettumávurinn verpti við Mývatn, að ég bezt veit. Síðan einn og einn á ári hverju eftir það og þeim fjölgaði jafnt og þétt og nú eru þeir í þúsundatali. — Eru þeir ekki plága? — Nei, öðru nær, við höfum mætur á þeim og endurnár sækjast eftir að verpa í nálægð við þá, þó leiðinlegir séu fyrir afskiptasemi og hávaða. En þeir vei’ja svo vel vai-pið, að ef þeir flytja sig ti\ þá flytja endui-nar sig á eftir þeim. — Mér er sagt að þeir éti andarungana? — Það kemur fyrir að þeir taki unga, vaðfugl- anna, en það er ekki nema einstaka undantekning. Og við höfum séð, að aðrir fuglar þekkja sökudólg- ana úr hópnum og elta þá með óhljóðum og skrækjum, hvar sem þeir sjást og þannig höfum við getað skotið þessa sökudólga og þá er sam- komulagið gott á ný. > FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.