Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 17

Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 17
Tunglskin á Mývatni. Bláfjall til vinstri Sellanda- fjall t. h. Dyngjufjöll sjást í fjarska. (Málverk eftir Jóhannes.) um bil ómögulegt að sjá þær. Eggin ungast mis- jafnlega út og þar af leiðandi komast fáir ungar á legg. Þeir eldri stækka fljótt og troða hina undir. — Hvað eiga þær annars mörg egg? — Það þori ég ekki að fullyrða um, en það er mjög breytilegt. — En hvaða fuglstegund hér við vatnið á flest egg? — Ætli það sé ekki húsöndin, eða toppöndin. Annars er ekki gott að fullyrða hvort sama öndin á öll eggin í hreiðrinu. — En hvað hefur þú séð flest egg í einu hreiðri? — Ég hef séð 47 egg flest í hreiðri, en þau egg áttu fjórar andartegundir, fjórar óskyldar tegundir. — Er þá eitthvað um það, að endur verpi í annarra hreiður? — Já, það er talsvert um það, sérstaklega í vot- viðra tíð. Einu sinni fundum við þrjú stór hreiður með stuttu millibili. Þau mynduðu þríhyrning og voru um það bil tveir metrar milli hreiðranna. í einu voru 47 egg, 40 í öðru og 36 egg voru í því þriðja. En það hafði verið slæmt samkomulag í þessu búi, sum eggin höfðu endurnar brotið og velt öðrum úr hreiðrinu. — Er algengt að sjá endur með unga af óskyldri tegund? — Það er nú fremur fágætt, þó er til að tvær ungategundir séu með einni og sömu öndinni. Og stundum stela þær ungunum hver frá annarri, a. m. k. sumar tegundir. Ef hætta er á ferðum, t. d. ránfuglar, skeður það oft að endurnar slá saman og halda ungunum í einum hnapp og sveima í kringum hann. Svo þegar hættan er liðin hjá, kem- ur það gjarnan fyrir, að önnur öndin tekur alla ungana en rekur hina öndina burtu, þá er félags- skapurinn sem sagt búinn. — Og verja þær ungana? — Já mikil ósköp, og þó svartbakurinn komi, hika þær ekki við að ráðast á móti honum. — Ræðst hann þá ekki á öndina? _ ( — Ekki hef ég orðið sjónarvottur að því. Svart- bakurinn liopar og sérstaklega ef endurnar eru fleiri. Eitt sumar hélt andahópur til á vík einni, sem heitir Stóravík. Ungarnir voru eitthvað á annað hundrað en endurnar ellefu eða tólf, margar tegundir í einni breiðu. Þarna var bezta samkomu- lag, þær önnuðust allan hópinn í sameiningu og seinast sá ég hópinn þegar ungarnir voru að verða fleygir. — Ég sá álftir í hrönnum hérna vesturfrá? — Já, það eru geldfuglar. Þeir halda sig þarna vegna þess hve ætið er mikið á botninum, það er gróður á botninum, en þær leggjast ekki á gras- lendið. — Hvar verpa álftirnar helzt? — Mest við tjarnir fram til heiða, til dæmis verpa þær mikið við Sandvatn sem er hér vestur á heiðinni og einnig nokkuð við tjarnir í skóginum, en þó er lítið um það. Á heiðinni sem er milli Bárðardals og Mývatns er mér óhætt að segja að séu álftir við hverja tjörn, en sjaldan nema ein hjón við hverja. Álftirnar eru grimmar og eilíft stríð á milli þeirra. — Svo við vikjum aftur að Slútnesi, það er í eigu ykkar hér á Grímsstöðum? — Jú, Grímsstaðir eiga það. Það er friðlýst varpland og þess vegna viljum við ekki að farið sé í það nema héðan. Þeir sem fara í það annars staðar frá, gera það yfirleitt í leyfisleysi. Margir útlendingar sem hér eru á ferðinni, þykjast jafnvel vera fuglafræðingar eða eitthvað slíkt, spyrja aldrei um leyfi þegar þeir fara hér um. Þetta er allt friðlýst varpland hér norðvestan við vatnið, svo og allir hólmarnir í vatninu. Þessir útlendingar tjalda hvar sem þeim sýnist og maður veit ekkert hvað þeir gera af sér og flestir eru þeir mállausir, eða svo gott sem. — Og hvenær er Slútnes fegurst? — Slútnes er fegurst á þremur árstíðum. Á vorin um mánaðarmótin maí—júní, þegar bakk- arnir eru gulir af hófsóleyjum, sem umlykja eyj- una eins og gyllt belti. Svo þegar aðrar jurtir eru í blóma, fyrstu vikurnar í júlí, en þá myndar blómastóðið samfelldar breiður og stundum er reyniviðurinn í blóma líka, en venjulega er hann aðeins seinni til og þá er blómastóðið að sjá héðan að heiman, eins og ull sé breidd yfir runn- ana, alveg hvít. Og þriðji tíminn er á haustin, þegar haustlitirnir koma í skóginn, og máske er það allra glæsilegast. Brandugla, (uppstoppuð), fannst í grennd við Grímsstaði. FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.