Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 22

Fálkinn - 25.10.1965, Qupperneq 22
Þýzkur byggingaverkfræðingur, Dieter Schmid að nafni, varð fyrstur Þjóðverja til að byggja sér hús, sem er nálega allt úr gerviefnum. Hann býr sjálfur í húsinu ásamt eiginkonu og börnum. Þetta nýja byggingarefni leiddi hann út í að skapa ný form, sem féllu yfirvöldum ekki meir en svo í geð, og hann fékk ekki leyfi til að reisa húsið nema á afviknum stað. , Hann reisti húsið á stálrörum og bílskúrinn, sem er undir húsinu, er ekki staðsettur þarna í því augnamiði að bera húsið uppi. Schmid vann að þessu verkefni árum saman, og flutti mótin á staðinn og bjó húshlutana til úr polyleit gler- trefjum og steinull. Eftir 18 mánuði gat hann flutt inn. Út- gjöldin námu um 60 þús. mörkum (600 þús. ísl kr.). Stofan er á suðurhlið. Að innan er 1002 deilt niður með skáp veggjum og plötum í fjögur herbergi, 2 baðherbergi, eldhús og geymslu. Rafmagnshitun í gólfi eyðir litlum straum og gerviefnin einangra hitann vel. Á norðurhlið er eldhúsið. Útveggi þarf ekki að mála eða múrhúða. Innveggir „svitna“ ekki og eru lyktarlausir. Ef þessi hús væru verksmiðjuframleidd yrði hægt að ganga frá öllum hlutum f verksmiðjunni og flytja þá síðan á lóðina. 22 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.