Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Síða 25

Fálkinn - 25.10.1965, Síða 25
t'Öl^ÖNA Vmm'fvC K'Ölt$ÖNA kö1f4öna| ÍKÖléÖNAl I mÚ-fiy-C 1 1 ■ j ¥ Aitna Framh. af bls. 13. mínum og stundum svaraði hann alls ekki. Þegar boðin komu varð mér ónotalegt innanbrjósts. Mér fannst eins og nú væri um líf eða dauða að tefla, og ég hélt af stað eins fljótt og mér var unnt. Hann var ekki á járnbraut- arstöðinni, eins og ég hafði þó búizt við, og það olli mér enn | meiri kvíða. ; Heimili hahs var ekki langt undan, svo að ég ákvað að' gánga heim til hans. Hann kom á móti mér niður götuna frá húsinu. Þegar hann kom auga á mig, tók hann á rás og virtist reikull í spori. Þegar hann kom nær, tók ég eftir því að ljós fötin hans voru blettótt og úr lagi gengin eins og honum stæði á sama hvernig hann liti út. Hörund hans var gult, og augun, sem lágu djúpt, voru eins og í dauðveikum manni. Ég rétti honum höndina, en um leið og hann ætlaði að grípa hana, fór höndin upp að auganu með þessari hreyfingu, sem var mér svo minnisstæð. Hann sagði mér strax ástæð- una fyrir því að hann hefði skrifað mér. Verkurinn í aug- anu var orðinn óbærilegur, og hann sagðist ekki eiga annars , úrkosta en biðja mig að fjar- , lægja augað. Ég varð hálf lamaður af til- hugsuninni einni. Það gat verið . glæpsamlegt að fjarlægja auga, sem ég vissi að var heilt, en • þann sótti fast á mig allt kvöld- ið þar til hann fékk mig á , sitt band. Að lokum trúði ég { því, að .hann gæti náð sér aftur, • . ef ég tæki augað; ég hafði gert slíkt áður þótt það kunni . að virðast óttalegt. Næsta morgun fylgdi ég honum til litla spítalans hans og tók úr honum annað fallega, brúna augað, sem ég hafði svo oft dáðst að. Nokkrum dögum eftir aðgerð- ina, tók ég eftir breytingunni. Höfuð hans var .enn reifað, en undir umbúðunum sást, að húðin hafði misst gula litinn. Hann borðaði vel, fitnaði, og gleðilegast af öllu var, að hend- ur hans fálmuðu ekki lengur. Þegar hann kom heim frá spítalanum settist hann í hvílu- stól í garðinum með hendur í skauti Að lokum hvíidust þessar hendur. — John, þú hefur læknað mig, sagði hann. — Ég get sof- ið, ég borða, ég lifi á ný. Ég get aldrei fuil þakkað þér. En ég óskaði ekki annars en að fá að sjá hendut hans liggja rólegar á teppinu, serit huldi hnén, eða sjá þær taka pípuna gaetilega, eða sjá þær fumlausar flytja taflmennina á skákborðinu á kvöldin. Kvöldið áðut en ép ætlað að halda heiiriieíðis héldum við smá veizlu. Borðstofan var skreytt. Ráðskonan hafði tínt nokkur blóm úti í garðinum og sett þau í skál á miðju borði milli tveggja silfurstjaka. Ljós- Framh. á bls. 34. 25 FALK.I NN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.