Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1965, Side 26

Fálkinn - 25.10.1965, Side 26
SIGURÐUR A, MAGNÚSSON SKRIFAR UM lllALfll OG AFTIRHALÐ Orðin „íhald" og ,,afturhald“ eru mikið notuð í stjórnmáladeilum á fslandi og hafa bæði neikvæða merkingu. Að jafnaði er gerður næsta lítill grein- armunur á þeim, þannig að þau eru notuð til skiptis um sömu fyrirbæri; þó mun „afturhald" þykja ívið neikvæðara en ,,íhald“ Ruglingur þessara hugtaka i íslenzku stjórnmála- þrasi er með mörgu öðru til marks um hve allar línur i íslenzkri pólitík eru óhreinar, hve ósýnt mönnum er um að gera sér grein fyrir grundvallar- hugtökum og stefnumiðum. íslenzk stjórnmál eru nokkurskonar Austfjarðaþoka þar sem enginn hlut- ur er skýrt afmarkaður eða auðsær; útlínurnar renna saman og týnast en þjóðin er áttavillt einsog maður í þoku sem leitar uppmeð fallvatni til að komast niðrað ósnum. í rauninni eru hugtökin ,,íhald“ og ,afturhald“ gagnólík, einsog orðin bera með sér þegar þau eru krufin til mergjar, hvort heldur er á íslenzku eða öðrum tungum. Annað felur í sér varðvcizlu ákveðinna verðmæta, trúnað við tilteknar hefðir og hugsjónir, hemil á nýjungagirni og óforsjálni þeirra sem öllu vilja bylta án tillits til afleiðing- anna. Kannski mætti líkja íhaldsmanninum við guðinn Janus, sem er búinn tveimur andlitum og horfir í senn til tveggja átta, til fortíðar og fram- tíðar, og lætur viðhorf sín og athafnir í nútíðinni mótast af því sem hann sér að baki og framundan. Hitt hugtakið, afturhald, felur i sér flótta frá veru- leik og vandamálum samtímans, ótta við allt sem horfir til umbóta eða aukins frelsis, andóf gegn allri framþróun, löngun til að hverfa aftur til frumskógarins þar sem hnefarétturinn réð úrslit- um í samskiptum manna. Afturhald er með öðrum orðum ævinlega nei- kvætt félagslegt fyrirbrigði, þar sem afturámóti íhald getur verið jákvætt og nauðsynlegt pólitískt afl. ekki sízt á umbrotatímum einsog þeim sem við lifum þegar allar hefðir og gamalreynd verðmæti eru á hverfanda hveli Eitt ískyggilegasta tímanna tákn i íslenzkum stjórnmálum samtímans er tilfinnanleg vöntun á sönnu íhaldi, sem láti að sér kveða í þjóðlífinu. Við eigum að vísu talsvert stóran hóp íhaldsmanna, en þeir eru dreifðir og sundraðir af annarlegum öflum og hafa hverfandi lítil pólitísk áhrif. Aftur- haldsmenn vaða hinsvegar uppi í öllum flokkum og móta mjög alla stjórnmálaþróun í landinu. Raunverulegt íhald einkennist af skýrt mótuð- um meginmarkmiðum og stefnufestu. íhaldsmað- urinn vill varðveita frelsi einstaklingsins, en jafn- framt leggja honum ríkt á minni þá miklu ábyrgð sem frelsinu er samfara: Hvorki ríki né opinberar stofnanir geta létt þeirri ábyrgð af neinum manni — nema minnka hann um leið og slæva manndóm hans. íhaldsmaðurinn vill vernda og verja það sem sérkennilegast er og markverðast í siðum og menningararfi þjóðarinnar, berjast gegn hverskonar afslætti og undan- látssemi, andæfa billegum tíðaranda og tízkutildri, leita þess sem dýrast er og end- ingarbezt, bæði í menningu og mannlifi. Hann vill í fáum orðum sagt varðveita heilbrigðar hefðir í hugsun og lífsháttum og meta allar nýjungar með hliðsjón af því sem er þrautreynt og haldgott. íhaldsmenn af þessari gerð (sem er sú eina rétta) eru vitaskuld til innan allra flokka. þó í misjafnlega ríkum mæli sé. Sennilega eru þeir fjölmennastir í röð- um sjálfstæðismanna og sósíalista, þó sú samstilling kunni að þykja einkenni- leg. 26 FALKINNI

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.