Fálkinn - 25.10.1965, Page 32
FÖGUR FYRIRSÆT4
Hún heitir Jean Shrimptonog er fræg
Ijósmyndafyrirsæta. Ljósmyndararnii
greiða henni sem svarar kr. 2.600,00 á
tímann ef hún vill láta svo lítið og sitja
fyrir. Á tveggja ára tímabili komst hún
30 sinnum á forsíður frægustu móðins-
blaða og milljónir kvenna keppast um
að líkjast henni Jean er tággrönn, hand
leggir og fætur eru mjög langir og hreyf
ingar hennar eru í ætt við hreyfinga
tæfunnar! En það er andlitið sem mesta
hrifningu vekur: grábláu augun eru
stór eins og undirskálar, munnurinn
breiður og viðkvæmnislegur, og það
stafar rauðgullnum bjarma af hárinu
þegar sólin skín á það. „Fyrir fjögur
hundruð árum hefði þessi stúlka verið
brennd á báli fyrir fordæðuskap". sagði
einn franskur ljósmyndari, og hann
bætti við hver sá sem horfir í augu
þessarar konu hlýtur að fagna því að
við lifum ekki á miðöldum!“ Og einhvei
sagði: „Hún hefur ,,sexið“ hennar Bai'
dot og sakleysið hennar Audrey Hep
burn.“ Þá kunnum við ekki frekar að
lýsa þessum ágæta kvenmanni.
R AMBLER
Ramblerinn er vinsœll bíll hér á
landi. Nýjasta módelið er Rambler
MARLIN, sem hefur vakið mikla at-
hygli. Við gefum ykkur hér kost á
að skoða bifreiðina í krók og kring
en allar tœknilegar upplýsingar
getið þér fengið hjá Jóni Loftssyni,
sem hefur umboð fyrir þessa bíla.
32
FALKINNI