Fálkinn - 25.10.1965, Page 39
SENN ER KOMINN TÍMI TIL AÐ HUGSA FYRIR
JÓLUNUM, OG HÉR ER MYNSTUR AÐ JÓLADIÍK:
☆ JÓLAREFILL
Saumið í fallega rautt javaefni hin
gamalkunnu tákn jólanna — jólatrén
með tendruðum ljósum og stjörnum i
toppinum, sveitakirkju, bjöllum og
fjöldanum öllum af jólasveinum. Refill-
inn getur verið stuttur eða langur, fer
það eftir geðþótta hvers og eins, kirkj-
urnar eru hafðar fyrir endunum og jóla-
sveinarnir meðfram hliðunum, jólatréð
er haft fyrir miðju langhliðanna og snúa
allir jólasveinarnir sér í áttina að þvi.
Fallegast er að sauma í efni með
þráðaþéttleikanum loxlo þráðum á
hvern cm. Saumaður er krosssaumur
með hvítu, gulu, grænu og bláu áróra-
garni. Fallegra er að hafa 2 litbrigði af
grænu og bláu og hafa stóru trén t. d.
heldur dekkri en þau sem jólasveinarn-
ir halda á.
Kögrið að lokum refilinn á öllum
hliðum.
VIABER - VINBER - VINBER
Varla er hægt að bera fjölskyldunni betri eftirrétt en fallega klasa
af svalandi, safaþrungnum vínberjum, en vínberin bragðast vel á margan
hátt. Hér koma nokkrar tillög-
ur um notkun þeirra.
Leggið litla klasa af vel-
skoluðum vínberjum kringum
sunnudagssteikina. Það gleður
augað — og smakkast vel,
eða kljúfið vínberin langs-
um, takið kjarnana úr, setjið
þau svo út í steikarsósuna,
eða veltið þeim upp úr eggja-
hvítu, dýfið þeim ofan í sáldr-
aðan flórsykur og notið þau
siðan sem skraut á kökur og
ábætisrétti,
eða kljúfið og takið kjarnana
úr vínberjunum og blandið
þeim í hvaða hráa grænmetis-
salat, sem fram er borið,
eða berið þau fram með osti,
eða kljúfið stór vínber og
klemmið þau svo aftur saman
utan um kúlur úr t. d. gráð-
ostkremi,
eða kljúfið og útsteinið ber-
in og blandið þeim í epli- eða
perur í í sykurlegi,
eða leggið hálf, steinalaus
vínber í löginn ásamt vanillu-
bráð og smjörsteiktri brauð-
mylsnu í skál og skreytið með
þeyttum rjóma. — Þetta verður
heimsins bezta triflé,
eða blandið vínberjunum í
rjómaröndina, rétt áður en hún
er fullhlaupin,
eða kljúfið og takið steinana
úr vínberjunum, blandið þeim
i majonnes og setjið þetta svo
i skinkukramarhús,
eða blandið þeim ásamt an-
anasbitum og söxuðum hnetu-
kjörnum í þeyttan rjóma og
berið þetta svo fram á möndlu-
botni.
FALKINN
39