Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.03.1999, Page 12

Stúdentablaðið - 01.03.1999, Page 12
12 Stlideiilialllagitf Forstjórar að námi loknu eftir Heten Mariu Ólafsdóttur Síðan 1994 hefur Háskóli íslands boðið upp á nám í sjávarútvegsfræði. Námið er þverfaglegt og læra nemendur flest það sem kennt er í HÍ um sjávarútveg s.s. rekst- ur sjávarútvegsfyrirtækja, fiskveiðistjóm- un, útflutning, markaðssetningu og vinnslu sjávarafurða, gæðasljórnun, fisk- eldi, fiskistofna, lögsögumörk á hafi, al- þjóðasamninga og margt fleira. Stúdenta- blaðinu lék forvitni á að vita meira um námið og tók því Dagmar Sigurðardóttur tali en hún er lögfræð- ingur að mennt og stundar nám í HÍ í sjávarútvegsfræðum. Nemendur úr öll- um nttum „Uppbygging þessa náms er í raun eins- dæmi í Háskólanum en næsta vetur heíst meistaranám í uin- hverfisf'ræðum sem verður byggt upp á svipaðan hátt. Sjávanítvegsstofnun háskól- ans sem Guðrún Pétursdóttur veitir forstöðu heldur utan um nám okkar. Við einskorðimt okkur ekki við eina deild, heldur sækjum kjarnafög í inismunandi deildir Háskólans. Sem dæmi má nefna að við tökum fiskihag- l'ræði, útflutning og markaðssetningu sjáv- arafurða og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja í viðskipta- og hagfræðideild, fiskifræði í líf- fræðideild, gæðastjómun og fiskiðiiaðar- tækni í verkfræðideild, félagsfræð- i sjávarútvegs í félagsvísindadeild og hafrétt í lagadeild. Gert. er ráð lyrir að námið taki tvö skólaár og það telst alls vcra 60 eining- ar. Einn vetur fer í tímasókn í mismunaiidi deildum háskólans, 20 einingar í kjarna og 10 einingar í vali, annar vetur fer í að skrifa meistararitgerð upp á 30 einingar. Hver og einn nemandi velur sér ritgerðarefni og vallög í samræmi við sitt áhugasvið eða bak- grunn úr fyrra námi. Pað tvennt þarf alls ekki að fara saman. Þegar við útskrifumst, höfum við öll lært helstu imdirstöðuatriði varðandi sjávarútveg en höfum auk þess sér- hæft okkur hvert á sínu sviöi.“ „Okkur þætti ekki verra ef fleiri bættust í hópinn. í nemendahópnum er ég eina konan, það er því augljóslega pláss fyrir fleiri konur. Sjávarútvegur þarf alls ekki að vera karlafag." 220 kr. bakkinn 1 i i 1 ■tX lÍAl 1 LiHi LmJ Ein kona - sjö karlinenn „Við eruni orðin átta en okkur þætti ekki verra ef fleiri bættust í hópinn. I nemenda- hópnum er ég eina konan, það er því aug- ljóslega |)láss fyrir Heiri konur. Sjávarútveg- ur þarf alls ekki að vera karlafag. Við höfum t.d. mjög færar konur sem reka útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki. Eg held að nemendur hafi almennt ekki kynnt sér nægilega vel þennan möguleika lil framhaldsnáms. Sarn- nemendur mínir eru stundum spurðir hvort ekki sé langt að fara til Akureyrar í skólann en þar er boðið upp á grunnnám á háskóla- stigi í sjávarútvegs- fræðum. Við berum mikla virðingu fyrir því sem verið er að gera á Akureyri en bendum á að hér er ekki um sama hlutinn að ræða. Þeir nemendur sem nú erti við nám koma úr ýms- um áttum. Við ltöfutn á að skipa rekstrar- fræðingi, rekstrarhagfræðingi, viðskipta- fræðingi, stjórnmálafræðingi, sagnfræðingi, kennara, tveimur líffræðingum og ég er eini lögfræðingurinn.“ Af hverju sjávarútvegsfræði? „Ég er lögfræðingur að mennt og var stað- ráðin í að ttíla ntér framhaldsmenntunar. Mér hentaði ekki að fara í framhaldsnám til útlanda og Itói því að lesa kennsluskrá I l.í. Mér lcist strax vel á þennan kost enda er sjávarútvegurinn undirstaða alls hér á landi. Eg hef auk þess mikinn álmga á alþjóðarétti og gct í meistaranámimi sérhæft mig á sviði hafréltar sem er ein grein alþjóöaréttar. Is- lcndingar hala staðið sig vel á þessu sviði, við útfærslu fiskveiðilögsögunnar og í samn- ingum við aðrar þjóðir um fiskveiðar. Við cr- uin í raun og veru frumkvöðlar og eigum að halda því áfrain. Það verður aðeins gert ineð því að halda áfram að mennta fólk á sviði hafréttar. Að mörgu er að hyggja í framtíð- inni, t.d. að draga úr inengun hafsins og of- veiði ineð þátttöku í alþjóðasamstarfi og standa vörð um rétt okkar gagnvarl öðrum þjóðum. “ Kennarar þekktir um allan heini „Þar sem námið er þverfaglegt þurfum við að setja okkúr inn í ólíkan liugsunarhátt í mismunandi deildum. Það getur verið spennandi og skemmtilegt að nálgast við- fangsefnið frá hreytilegu sjónarhorni en líka mjög erfitt stundum. Námið uppfyllir mínar væntingar að flestu leyti. Kennararnir eru almennt mjög góðir, í sumum tilfellum þekktir um allan heim vegna fræðistarfa simta. Svo stendur Guðrún Pétursdóttir for- stöðumaður sjávarútvegsstofnunar vel við bakið á okkur.“ Beinf í forstjóra- stól „Þeir nemendur sem hafa útskrifast fengu umsvifalaust starf og einn hélt til framhalds- náms í Frakklandi. Svo fékk einn starf sem for- stjóri MARNORÐ, dótt- urfyrirtækis SIF í Nor- egi, áður en hann lauk námi. Eg held að við eigum eftir að fá nóg að gera enda augljós breyting frá því sem áður var í fyrirtækjarekstii. Nú leggja stjórnendur fyrirtækja mjög mikið upp úr menntun og sérþekkingu. Það er forsenda framfara og nauðsynlegt á tímum alþjóða- væðingar og mikillar samkeppni.“ Hafsjór af upplýsingum „Þetta er afskaplega skemmtilegur og sam- heldinn hópur. Við hjálpumst að eins og lia;gt er og andinn er góður. Við höfum stofnað félag sem heitir Njörður eins og sjávarguðinn í ásatrúnni. Við höldum fundi í Sjávarútvegsstofnun í hádeginu á hverjum fimmtudegi og erum um þessar mttndir að kanna mögulcika á hlaðaútgáfu fyrir sjávar- útvegssýninguna næsta sumar. Hugmyndin er að fá fræðimenn til að skrifa greinar í blaðið um nýjimgar á sviði sjávarútvegs og ef allt gengur að óskum mun blaðið heita „Sjávarsýn”. „Svo fékk einn starf sem forstjóri MARNORD, dótt- urfyrirtækis SÍF í Noregi, áður en hann lauk námi. Ég held að við eigum eftir að fá nóg að gera enda augljós breyting frá því sem áður var í fyrirtækja- rekstri."

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.