Fréttablaðið - 07.10.2009, Side 8

Fréttablaðið - 07.10.2009, Side 8
8 7. október 2009 MIÐVIKUDAGUR Tebollur með rúsínum og með súkkulaðibitum Íslenskur gæðabakstur ný tt * M .v . 1 5 0 þ ú su n d k r. in n le n d a ve rs lu n á m án u ð i, þ .a . 1 /3 h já s am st ar fs að ilu m . / S já n án ar á w w w .a u ka kr on u r.i s. 66 rósir á ári fyrir Aukakrónur Þú getur keypt ilmandi rauða rós á sex daga fresti hjá Blómaverkstæði Binna, Blómalist eða Sjafnarblómum Selfossi fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. * AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000 Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -2 0 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 3 9 3 16 10% afsláttur www.apotekarinn.is Daníel Ásgeirsson sérfræðingur í lyfl ækningum og nýrnasjúkdómum opnar hinn 26. október n.k. stofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 6, 109 Reykjavík. Tímapantanir í síma 535 7700. FJÖLMIÐLAR Óskar Magnússon, útgáfustjóri Morgunblaðsins, skoðaði tölvupóst blaðamanns sem hætti á blaðinu undir lok septemb- er. Blaðamannafélag Íslands hefur verið upplýst um málið. Það verður kært til Persónuverndar. Málið virðist eiga upphaf að rekja til þess að Ragnhildur Sverr- isdóttir, umsjónarmaður sunnu- dagsútgáfu Morgunblaðsins, hætti í liðinni viku og sendi þá samstarfs- mönnum kveðju í fjöldapósti. Sama dag birtist kveðjubréf Ragnhildar á dv.is. Blaðamaðurinn sem um ræðir hefur ekki stigið fram undir nafni. Samkvæmt heimildum hafði Óskar Magnússon samband við blaða- manninn daginn eftir að Ragnhild- ur sendi bréf sitt. Mun blaðamann- inum segjast svo frá að Óskar hafi sagst hafa lesið tölvupóst hans í því skyni að komast að því hver hefði sent kveðjubréf Ragnhildar úr húsi. Hafi þá Óskar jafnframt sagst hafa lesið fyrri bréf blaðamannsins og uppgötvað að hann hafi boðið DV afrit af könnun um lestur á ein- staka hlutum Morgunblaðsins. Mun blaðamað- urinn hafa játað að hafa sent DV slíkt boð enda þótt hann hafi aldrei sent könn- unina. Frásögn Ósk- ars af atburða- rásinni er önnur. Ekki náðist tal af honum í gær en í samtali við mbl.is kveðst Óskar ekki hafa ætlað að afhjúpa hver hefði áframsent kveðjubréf Ragn- hildar. Tilgangurinn með skoðun á tölvupóstinum hafi verið að athuga trúnaðarbrot starfsmannsins sem hafi boðið DV áðurnefnda könn- un til birtingar. Póstur annarra starfsmanna væri ekki til skoðun- ar. Hann fagnaði því að Persónu- vernd tæki málið til skoðunar. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, bendir á að sam- kvæmt reglum Persónuverndar sé óheimilt að skoða einkatölvu- póst nema brýna nauðsyn beri til svo sem vegna tölvuveiru eða sam- bærilegs tæknilegs atviks. „Þegar tölvupósts- eða netnotkun er skoðuð skal þess gætt að gera starfsmanni eða nemanda fyrst grein fyrir því og veita honum færi á að vera við- staddur slíka skoðun,“ segir í regl- unum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, for- maður Blaðamannafélags Íslands, segir stjórn félagsins ekki hafa rætt tölvupóstsmálið formlega. „En því er ekki að neita að ef fulltrúar eigenda lesa tölvupóst starfsmanna þá hlýtur það að setja samband heimildarmanna og blaðamanna í mikið uppnám,“ segir Þóra Krist- ín og bætir við að heimildarmenn verði að geta treyst því að trúnað- ur ríki milli þeirra og blaðamanna. „Það verður því að kryfja þetta mál til mergjar og ég fagna því að við- komandi blaðamaður ætli að kvarta til Persónuverndar og fá skorið úr um réttarstöðu sína.“ Blaðamenn Morgunblaðsins munu nú bíða átekta eftir frekari skýringum yfirmanna sinna. gar@frettabladid.is Útgáfustjóri las yfir póst blaðamanns Útgáfustjóri Morgunblaðsins segist hafa skoðað tölvupóst blaðamanns til að kanna hvort hann hafi lekið trúnaðarmálum. Formaður Blaðamannafélagsins segir samband við heimildarmenn í uppnámi. Kryfja þurfi málið til mergjar. ÓSKAR MAGNÚSSON Heimilt er að skoða upplýsingar um netvafur, tengingar og gagnamagn starfsmanns eða nemanda liggi fyrir rökstuddur grunur um að hann hafi brotið gegn gildandi lögum og reglum eða fyrirmælum vinnuveitanda eða skólayfirvalda. Sé tilefni skoðunar grunur um refsiverðan verknað skal óska atbeina lögreglu. Þegar tölvupósts- eða netnotkun er skoðuð skal þess gætt að gera starfsmanni eða nemanda fyrst grein fyrir því og veita honum færi á að vera viðstaddur slíka skoð- un. Þetta á þó ekki við sé þess enginn kostur s.s. vegna alvarlegra veikinda starfsmanns. Geti starfsmaður ekki verið viðstaddur skoðunina sjálfur skal veita honum færi á að tilnefna annan mann í sinn stað. Við starfslok skal starfsmanni gefinn kostur á að eyða eða taka afrit af þeim tölvupósti sem ekki tengist starf- semi vinnuveitandans. Tölvupósti nemenda skal eytt við námslok en áður skal veita hæfilegan frest til töku afrita. Óheimilt er að skoða upplýsingar um netnotkun starfs- manns eða nemanda eftir starfs- eða námslok, nema að uppfylltum sömu skilyrðum og greinir í 1.-3. mgr. eða annað leiði af lögum. HEIMILD: PERSÓNUVERND. REGLUR UM RAFRÆNA VÖKTUN LÖGREGLUMÁL Lögregla fer með eft- irlit með útlendingum hér á landi og tekur í tilviki EES-borgara ákvörð- un um frávísun þeirra, ef tilefni til afskipta rís innan sjö sólarhringa frá komu til landsins. Þetta segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, spurð hvort tilefni sé til að rýmka heimildir Útlendingastofnunar til brottvís- unar erlendra brotamanna geri lög- regla formlegar, rökstuddar tillög- ur um tiltekna einstaklinga. „Verði tilefni til afskipta síðar er það Útlendingastofnun sem getur frávísað eða brottvísað viðkom- andi,“ segir dómsmálaráðherra. „En það er alltaf lögreglan sem rannsakar mál og sendir rann- sóknarniðurstöður sínar og gögn til Útlendingastofnunar þegar mál er nægjanlega upplýst til að ákvörðun megi undirbúa eða taka.“ Ragna segir Útlendingastofnun og lögreglu hafa almennt samráð um meðferð mála eftir því sem rann- sókn og málsmeðferð í refsivörslu- kerfinu vindi fram. „Þegar um EES-borgara er að ræða eru gerðar ríkar kröfur til þess að fullvíst sé að af viðkom- andi einstaklingi stafi ógn, sem að minnsta kosti yrði þá jafnan til þess að ástæða væri til að gefa út ákæru en eðli brots skiptir einnig máli við ákvörðun um brottvísun.“ - jss RAGNA ÁRNADÓTTIR Útlendingastofnun og lögregla hafa almennt samráð um meðferð brottvísunarmála. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um brottvísanir erlendra brotamanna: Rannsóknir á hendi lögreglu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.