Fréttablaðið - 07.10.2009, Page 20

Fréttablaðið - 07.10.2009, Page 20
MARKAÐURINN 7. OKTÓBER 2009 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T T E K T Fyrir tæpum tuttugu árum var íslensk upplýsingatækni enn í bleiu. Þeir sem vildu skera sig úr burðuðust stolt-ir um með nokkurra kílóa fokdýran farsímahlunk og þeir framsýnustu lumuðu á upphringimótöldum sem gerðu þeim kleift að tengjast háskólanetum á nokkrum mínútum. Þar var þó lítið að gera nema fyrir innvígða. Afþreyingaiðnaðurinn hafði hins vegar tekið tölvutækn- inni opnum örmum. Bestu tæknibrellurnar fengu áhorf- endur til að gapa í forundran, svo sem yfir kvikmyndum á borð við framtíðartryllinum Tortímandanum 2 frá 1991 með Arnold Schwarzenegger í hlutverki vélmennisins T- 800. Slíkar voru nýjungarnar að brellurnar lönduðu Ósk- arsverðlaunum. Þetta gaf þeim sem fylgdu nýjum straum- um byr undir báða vængi. Hugbúnaðarfyrirtækið Oz var eitt þeirra sem hoppaði á vagninn. UNGIR FRUMKVÖÐLAR Oz var formlega stofnað í desember árið 1989 og er stefnt að tuttugu ára afmælisfögnuði í ár. Í fyrstu var unnið við grafíska tölvuvinnslu fyrir auglýsingastofur og ýmis fyr- irtæki. Nóg var að gera og ekkert lát á eftirspurn. Fljót- lega ákváðu stofnendur fyrirtækisins því að taka skrefið lengra, fjárfesta í rándýrum búnaði til að afkastað meiru og geta tekið að sér flóknari verkefni. Kostnaður lá í kring- um þrjátíu milljónum króna, sem þótti mikið. Á móti var tækjabúnaði einn af þeim öflugustu á Norðurlöndunum. Aldur stofnenda Oz vakti mikla athygli. Þeir voru þrír, Guðjón Már sautján ára, Skúli Mogensen, kom að fyrirtæk- inu tveimur árum síðar var fjórum árum eldri. Sá þriðji var Aron Hjartarson, sem var á svipuðu reki. Guðjón segir aldurinn ekki hafa komið að sök. Þvert á móti telur hann – nú tuttugu árum síðar – það hafa verið kost. Sakleysið hafi valdið því að þeir félagarnir köstuðu sér óhræddir í djúpu laugina. „Þegar maður er enn frekar enn ungur og óreyndur þá veit maður síður af öllum ljónunum á vegin- um,“ segir hann. Oz skapaði sér fljótt nafn. Helstu verkefnin voru fyrir auglýsingastofur og vakti tölvuteiknað bréf sem sveif inn um bréfalúgu athygli almennings á strákunum. Fljótlega tók að bera á viðurnefnum. Það nærtækasta var „Galdra- mennina í Oz“. Hróðurinn barst fljótlega út fyrir landsteina og tók Oz að sér verkefni fyrir ýmsa risa, svo sem Microsoft. Í kjöl- farið var fetað inn á nýjar brautir. Brautryðjendurnir ungu ákváðu að leggja útselda vinnu á hilluna og leggja áhersl- una á eigin tækniþróun í þrívíðri myndvinnslu fyrir netið. Netið var var þá að stíga sín fyrstu skref í almennri notk- un. Þeir framsýnustu sáu þar mikla möguleika. Í kjölfarið tók við þrotlaus þróunarvinna. Árangurinn var sýndur á tölvusýningu í Asíu árið 1995 og stóðst vænt- ingar. En fjármagn skorti. „Ég hafði heyrt af því að Jap- anir hugsuðu lengst fram í tímann. Þeir voru einir á þess- um tíma sem fjármögnuðu rannsóknir og þróun á flötum skjáum,“ segir Guðjón. „Með smá hjálp frá Útflutningsráði flaug ég til Tókýó í Japan. Ég var reyndar á þriðja kred- itkortinu mínu þar, átti í erfiðleikum með að fjármagna flugmiðann. Sú ferð heppnaðist mjög vel. Við vorum mjög ungir þegar við náðum þessum samningum, um 22 ára.“ segir hann. ÚTRÁS Þegar áhyggjur af tekjuöflun voru að baki var gefíð í og fljótlega varð Ísland of lítið. Fyrirtækið opnaði fyrstu skrifstofuna í hjarta tæknigeirans í San Francisco í Kali- forníuríki í Bandaríkjunum í jólamánuðinum 1995 og flutti starfsemina út að stórum hluta. Þar var fyrirtækið skrá- sett undir heitinu Oz Interactive. Þeir Skúli og Guðjón fluttu út um svipað leyti en Guðjón komst þar í kynni við ýmist lykilfólk í tækni- og fjármála- geiranum. Þar á meðal myndaðist vinskapur með honum og Andy Grove forstjóra Intel. Saman fóru þeir Guðjón og Grove víða og ræddu við ýmsa málsmetandi menn um framtíðarsýn sína og þróun Netsins, svo sem Bill Gates, Rupert Murdoch og Warren Buffett. Um þetta leyti var stefnt að skráningu Oz á hlutabréfa- markað. Slíkt hafði gefið góða raun hjá öðrum. Netfyrir- tækið Netscape, sem stofnað var árið 1994, var skráð á Nasdaq-markaðinn í ágúst 1995 með afar góðum árangri og gerði flesta þá sem komið höfðu að því að milljarða- mæringum. Eftir talsverðu var því að slægjast. Starfsemi Oz þandist út og fyrr en varði voru starfs- menn orðnir 250 talsins. ÞRÍVÍÐIR HEIMAR Frá 1991 til 1996 hafði netnotkun tekið risastökk. Nets- cape hafði gert almenningi kleift að rápa um netið í aukn- um mæli auk þess sem netverslun var að stíga sín fyrstu skref. Tölvupóstur og spjallrásir á borð við IRC voru ekki aðeins á færi tæknisinnaðasta háskólafólks. En Oz-arar horfðu lengra. Fyrir þeim lá framtíð Netsins í fjölþættum, gagnvirkum og þrívíðum samskiptavettvangi þar sem fólk gæti hist í sýndarveruleika og átt í samskiptum hvert við annað. Svolítið fútúrískt, að mörgum fannst. Teymi var sett á laggirnar innan fyrirtækisins sem átti að gera þetta að veruleika. Vara varð til sem hét OZ Virtual og framtíðarsýn mótaðist um framtíðarverkefnið Cosmos sem gekk út á þrívítt hagkerfi og var það unnið samhliða öðrum þróunarverkefnum, svo sem rauntíma samskipta- hugbúnaði sem nefndist iPulse. Horft var til þess að bún- aðurinn gæti gert netverjum kleift að hafa samband sín á milli með SMS-um í farsíma en með sambærilegum hætti og MSN frá Microsoft. Sviðið var þónokkuð víðtækara, en það átti að auðvelda hópastarf í fjarvinnu. Guðjón telur ekki útilokað að Microsoft hafi þar fengið innblástur við hönnun á fyrstu útgáfu MSN-hugbúnaðarins. Þrívíddarafurðin var kynnt á tæknisýningum í Banda- ríkjunum 1996. Framtíð þrívíða heimsins, eins og hún var í hugum Oz, samanstóð af skemmtistöðum og tónleikum í þrívíðum sýndarveruleika. Sýningar á tækninni vöktu heilmikla athygli. Í kjölfarið landaði Oz risasamningi við sænska farsímarisann Ericson. Samningurinn var til þriggja ára og nam verðmætið einum milljarði króna. UPPHAFIÐ AÐ FALLINU Talsverðar breytingar urðu á rekstri Oz eftir þetta. Allt var sett á fullt þróun samskiptalausnarinnar iPulse. Grafík- OZ VIÐ SNORRABRAUT Ljósleiðari tengdi saman hús höfuðstöðvanna hér á landi. Það þótti framúrstefnulegt og fékk heilmikla umfjöllun í fjölmiðlum. Hvað varð um í Oz? Fyrir um áratug var hugbúnaðarfyrirtækið Oz vonarstjarna íslenskrar upplýsingatækni. Hún hrapaði hratt eftir aldamótin og flutti fyrirtækið með manni og mús til Kanada. Eftir stóðu hundruð Íslendinga með verðlaus hlutabréf í fyrirtækinu. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson rifjaði upp sögu Oz og ræddi við þá Guðjón Má Guðjónson og Skúla Mogensen um fyrirtækið. TÆKNIRISINN Í SEPTEMBER 1996 Þegar best lét voru um 250 manns á launaskrá hjá Oz. Maðurinn lengst til hægri er Eyþór Arnalds, sem hafði gert það gott með hljómsveitinni Todmobile. MARKAÐURINN/GVA galdrakarlana

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.