Fréttablaðið - 07.10.2009, Síða 21

Fréttablaðið - 07.10.2009, Síða 21
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Ég hef mjög gaman af veiðum, en kemst þó ekki í hálfkvisti við þessa léttbiluðu veiðimenn. Ég myndi segja að ég væri öllu frem- ur venjulegur áhugamaður,“ segir Benedikt Einarsson lögfræðingur. Í haust fór hann á hreindýraveið- ar og skaut kú á Austurlandi. Benedikt hefur farið á rjúpna- og gæsaveiðar í gegnum tíðina og skýtur rjúpu í jólamatinn hvert ár en hann er alinn upp í stangveiði. Hann prófaði hins vegar að veiða hreindýr í fyrsta skipti í sumar og segir að hann hafi lengi langað til að prófa. „Mér fannst ég verða að prófa þetta en það má segja að þetta snúist allt um spennuna rétt áður en maður tekur í gikk- inn. Þær sekúndur eru mikið kikk og ég sé ekki eftir að hafa reynt þetta. Hins vegar verður að segj- ast að hreindýraveiðar komast ekki í hálfkvisti við rjúpna- eða gæsaveiði.“ Á hreindýraveiðum er mikið keyrt, alveg þangað til veiði- menn þefa uppi dýrin og Benedikt segir að það hafi ekki tekið lang- an tíma í haust en hann og æsku- félagi hans og veiðifélagi, Hilm- ar Geirsson, fengu kúna á fyrsta degi veiðanna. „Ég fékk lánaðan riffil, þeir eru svo rosalega dýrir. Við erum vön að hafa hreindýrakjöt í mat- inn annan í jólum og svo rjúpu á aðfangadag. Það fullnægir ákveðnu frummannseðli að koma heim með dýrið og snæða bráð- ina. Virðing fyrir bráðinni víkur hins vegar aldrei úr huganum og er algjört lykil atriði. Ég skýt til að borða og það er mikilvægt að haga veiðum þannig að dýrið þjáist sem minnst. Eins og mér finnst gaman að skjóta, hef ég ekkert sérstaklega gaman af því að aflífa særða rjúpu eða gæs,“ segir Benedikt og segir að hafður verði sami siður í ár og síðustu ár – að hafa rjúpu á borðum. Annað séu helgispjöll. juliam@frettabladid.is Virðing fyrir bráðinni er veiðimanni efst í huga Benedikt Einarsson lögfræðingur er alinn upp í stangveiði og fer reglulega á rjúpna- og gæsaveiðar. Hann prófaði að veiða hreindýr í fyrsta skipti í haust en hann hitti kúna fyrir á fyrsta degi ferðalagsins. Benedikt Einarsson lögfræðingur ásamt æskufélaga sínum, Hilmari Geirssyni, á „svæði sjö“ í haust með kú sem hann felldi. MYND/ÚR EINKASAFNI LANDMANNALAUGAR eru vinsælar meðal baðglaðra ferðamanna. Þess ber þó að geta að nokkuð hefur borið á sundmannakláða meðal baðgesta seinni hluta sumars og í haust. Það eru kláðabólur sem sundlirfur sníkjudýra í fuglum valda eftir að hafa smogið gegnum húð manna. smur- bón og dekkjaþjónusta sætúni 4 • sími 562 6066 BREMSUVIÐGERÐIR BREMSUKLOSSAR SPINDILKÚLUR ALLAR PERUR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RAFGEYMAÞJÓNUSTA OLÍS SMURSTÖÐ BÓN OG ÞVOTTUR Opið: má-fö. 12-18, Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.