Fréttablaðið - 07.10.2009, Page 29
H A U S
MARKAÐURINN 7MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2009
Ú T T E K T
deildin sem unnið hafði að þrívíðri mynd-
vinnslu var skilin frá öðrum rekstri, skrif-
stofan flutt frá San Francisco til Boston og
önnur opnuð í Svíþjóð. Engu var til spar-
að enda skrifstofan á besta stað í miðborg
Stokkhólms.
Þessu tengdu keyptu Svíarnir nítján pró-
senta hlut í Oz. Þetta var stærsta fjárfest-
ing erlendra aðila í íslensku hugbúnaðar-
fyrirtæki.
Þótt hugmyndir Oz hafi að mörgu leyti
verið byltingakenndar spilaði uppgangur í
tækni- og símageira um heim allan í kring-
um aldamótin ekki síðri rullu í velgengn-
inni. Miklar væntingar voru til fyrirtæk-
isins. Margir sáu gull og græna skóga og
vildu hoppa á lestina, þar á meðal íslensku
bankarnir. Þetta skilaði sér fljótt í mikilli
hækkun á gengi hlutabréfa Oz. Svíarnir
höfðu keypt þau á genginu 1,3 dalir á hlut.
Það var komið í 3,5 dali á hlut um miðj-
an febrúar.
Um svipað leyti ákvað stjórn Oz að bæta
við hluthafahópinn. Hluthafar höfðu fram
til þess verið fáir frá upphafi. Þeir Skúli
áttu saman um helming hlutafjár, Ericson
nítján, starfsmenn tíu, japanski fjárfesting-
arbankinn tæp fjögur og aðrir rest.
„Okkur fannst gott fyrir félagið að fá inn-
lendan fagfjárfesti inn í lokaðan hluthafa-
hóp hjá OZ,“ segir Guðjón.
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA)
og Landsbréf (verðbréfasjóður Landsbank-
ans) áttu hæsta boð og keyptu hvor um sig
hálfa milljón nýrra hluta fyrir 273 milljón-
ir á genginu 3,8 dalir á hlut.
Morgunblaðið hafði eftir Skúla í kjölfar-
ið að þetta væri síðasta útboðið fyrir mögu-
lega skráningu Oz á markað. Guðjón segir
þá Oz-ara hafa verið ánægða með að fá inn-
lenda fagaðila inn í hluthafahópinn.
Eftirleikur bankanna kom þeim hins
vegar á óvart. Bankarnir bútuðu hlutafjár-
eignina niður og seldu í einingum á gráum
hlutabréfamarkaði. Hluthöfunum fjölgaði
stórkostlega í kjölfarið; fóru úr tæpum tíu
í fimm hundruð. Við það féll Oz sjálfkrafa
undir reglur bandaríska fjármálaeftirlits-
ins (SEC) um hlutafélög. Yfirbyggingin
stækkaði talsvert og mjög hægði á starf-
seminni. Guðjón segir að bandarískur lög-
fræðingur félagsins hafi ekki áttað sig á
þessum göllum íslenska fjármálakerfisins
þegar samningar voru gerðir.
Þeir Guðjón og Skúli reyndu að mótmæla
sölu hlutabréfanna sem mest þeir máttu en
höfðu ekki erindi sem erfiði. Guðjón segir
marga hafa talið frumkvöðlana hagnast
mjög á sölu hlutabréfa sinna í fyrirtækinu.
Það sé hins vegar rangt. „Bankarnir seldu
almenningi bréfin í Oz til fjölda íslendinga
á meðan sumir héldu að frumkvöðlarnir
væru að selja. Á sama tíma var lítið sem við
gátum gert. Þetta var lærdómsríkt tímabil
fyrir okkur og alls ekki það sem við vild-
um. Við töldum að bankarnir ætluðu að vera
með okkur í slagnum alla leið. En þeir los-
uðu um sinn hlut á um sex mánuðum. Það
var ekki endilega besta þróunin fyrir fyr-
irtækið,“ segir hann og bætir við að margir
hafi tekið lán til hlutabréfakaupanna, sumir
skuldsett sig upp í topp.
Guðjón segist ekki hafa hagnast á hluta-
fjáreign sinni í Oz. Þvert á móti hafi hann
haldið í hana. „Ég hafði engan ávinning af
því enda leit ég aldrei á hlutabréfin mín sem
eitthvað til að leika sér með,“ segir hann.
SPILABORGIN HRYNUR
Nær ekkert fyrirtæki í upplýsingatækni
komst hjá því að finna fyrir hruni tækni-
geirans þegar netbólan sprakk á vordög-
um 2001. Ericson lenti í alvarlegum krögg-
um og varð að draga seglin hratt saman.
Rúmum helmingi starfsmanna, sextíu þús-
und manns, var sagt upp og flestum sam-
starfssamningum sagt upp. Þar á meðal
við Oz.
Við þær aðstæður skekktust stoðir Oz
verulega. Þegar best lét höfðu 250 manns
á launaskrá fyrirtækisins og höfðu tekjur
numið hátt í einum milljarði króna. Nær
allar tekjur fyrirtækisins, um níutíu pró-
sent, komu hins vegar frá Svíunum. Þegar
enginn var samningurinn var ljóst hvert
stefndi. Erfitt var að fjármagna rekstur-
inn eftir þetta og gekk hratt á þá fjármuni
sem til voru.
Í mars 2002 var greint frá því að höfuð-
stöðvar Oz yrðu fluttar til Kanada og fólki
sagt upp. Þá hafði starfsfólki fækkað tals-
vert; hundrað störfuðu hjá Oz í upphafi árs
2002. Þremur mánuðum síðar voru sextíu
hættir. Fjárhagurinn batnaði ekkert og
rambaði fyrirtækið á barmi gjaldþrots.
Landsbankinn, stærsti kröfuhafi Oz,
missti þolinmæðina síðar þetta sama ár
og tók fyrirtækið yfir. Eignarhlutur fjölda
hluthafa varð að engu. Sama máli gegndi
um Guðjón. „Maður hafði vissulega tekið
lán og veðsett bréfin sín til að byggja upp
önnur félög,“ bendir hann á. Þeir sem rætt
var við í tengslum við umfjöllunina sögðu
Guðjón hafa átt lítið þegar upp var staðið.
Skúli Mogensen tekur undir með Guð-
jóni: „Auðvitað var ég gramur,“ segir hann
og bætir við að mistök hafi verið að engar
kvaðir voru í samningnum sem komu í
veg fyrir framsal bankanna á hlutabréf-
unum. „Ég hefði átt að vita betur. Það eru
okkar mistök. Því miður – og þetta er eitt
af því leiðinlegra sem stendur eftir í æv-
intýrinu okkar.“ Skúli bendir á að helstu
mistökin hafi ekki síst falist í því að Eric-
son hafi verið í tveimur hlutverkum, sem
stærsti viðskiptavinur og hluthafi. Það hafi
komið fram þegar samstarfinu var slitið. Þá
drógust tekjur Oz saman um 95 prósent auk
þess að ekkert varð úr dreifingu Ericson á
vörum Oz á heimsvísu líkt og til stóð.
NÝTT OZ RÍS ÚR RÚSTUNUM
Landsbankinn reyndi sitt til að halda rekstr-
inum gangandi. Það gekk illa. Oz var nú
eins langt frá því að vonarstjarna og hugs-
ast gat. Engin starfsemi var hér á landi.
Tuttugu manns störfuðu hjá fyrirtæk-
inu í Kanada, þar af nokkrir Íslendingar.
Skúli var enn framkvæmdastjóri en Guð-
jón hafði hætt öllum afskiptum af því. Tekj-
urnar voru í samræmi við breyttar aðstæð-
ur, hálf milljón dala, um 45 milljónir króna
á þáverandi gengi, í lok árs 2002 samanbor-
ið við tæpan milljarð króna árið á undan.
Landsbankinn og stjórnendur, þar á meðal
Skúli, reyndu linnulítið að fá nýja hluthafa
að samningaborðinu. En fjármálageirinn
horfði ekki lengur til net- og upplýsinga-
fyrirtækja. Það reyndist árangurslaust. Úr
varð að Skúli og tíu aðrir lykilstjórnend-
ur Oz sömdu við Landsbankann um kaup
á fyrirtækinu. „Allir sögðu okkur að fara
nú að hætta þessari vitleysu,“ segir Skúli.
„Við ákváðum hins vegar við að skipta um
gír og halda áfram,“ segir Skúli.
Í kjölfarið var ákveðið að breyta um
stefnu. Oz kastaði allri þróunarvinnu fyrir
róða og ákvað þess í stað að farsímavæða
samskiptatækni annarra fyrirtækja. „Eftir
að við misstum Ericson og lentum í þessum
kröggum, þá höfðum við hvorki bolmagn né
getu til að búa til okkar eigin kerfi. Þess í
stað höfðum við samband við þá sem áttu
öflug kerfi á Netinu, svo sem MSN, Yahoo
og fleiri sambærileg, og hjálpuðum þeim að
móbílesera þau,“ segir Skúli. Þetta hafði já-
kvæð áhrif á reksturinn. Á sama tíma lög-
uðust aðstæður á fjármálamörkuðum. Fjár-
festar jöfnuðu sig eftir að netbólan sprakk,
vextir lækkuðu á heimsvísu og aðgengi að
lánsfé batnaði. Þá færðist líf í farsímageir-
ann. Viðskiptavinum Oz fjölgaði hratt og
þegar hillti undir lok árs 2008 hafði fyr-
irtækið unnið með nánast öllum farsíma-
framleiðendum Bandaríkjanna.
NOKIA KAUPIR OZ
Finnski farsímarisinn Nokia keypti rekst-
ur Oz með manni og mús í október í fyrra.
Reksturinn hafði þá tekið stórstígum fram-
förum – var reyndar orðinn betri en þegar
best lét á gullaldarárum Oz hér á landi.
Starfsmenn voru nú orðnir 270 – fleiri en
þegar best lét á gullaldarárunum hér. Fjár-
hagurinn var sömuleiðis traustari enda
hafði fyrirtækið fjármagnað sig í tvígang
um samtals sextíu milljónir dala frá því
ný stefna var tekin upp og þar til það var
selt. Tekjurnar voru sömuleiðis betri, um 35
milljónir dala, jafnvirði um þriggja millj-
arða króna, árið 2008. Oz var komið með
skrifstofur víða: höfuðstöðvar í Kanada en
tvær skrifstofur í Bandaríkjunum auk ann-
arra í Bretlandi og Indlandi.
Ekki hefur verið gefið upp hvað Nokia
greiddi fyrir Oz. Af því fara hins vegar
nokkrar sögur. „Ég tjái mig ekki um verð-
ið, við sömdum um það,“ segir Skúli sem
stóð upp úr sæti framkvæmdastjóra í kjöl-
farið eftir stanslausa vinnu í um tuttugu
ár hjá Oz.
UPPGJÖRIÐ
Bæði Skúli og Guðjón eru sannfærðir um
að Oz hafi verið á undan sinni samtíð. „.Það
er fyrst núna, tíu árum síðar, sem okkar sýn
er að verða að veruleika með iPhone-símun-
um. Við vorum langt á undan. Því miður vill
það oft vera þannig með frumkvöðla,“ segir
Skúli. „Allt tekur lengri tíma en maður á
von á, hvort heldur er viðgerð á húsi eða
hugbúnaðargerð. Í okkar tilfelli, eftir á að
hyggja, vorum við bara alltof snemma á
ferðinni.“
MARKAÐURINN/HILMAR
SPÁÐ Í FRAMTÍÐINA Hér má sjá þá Aron Hjartarson og Guðjón Má, tvo af stofnendum Oz, vinna á eina af
ofurtölvum fyrirtækisins í byrjun árs 1993. MARKAÐURINN/GVA
Guðjón Már hefur komið við sögu tveggja fyrir-
tækja eftir að hann hætti
störfum hjá Oz. Ári eftir
yfirtöku Landsbankans á
fyrirtækinu stofnaði hann
ráðgjafar- og hugbúnað-
arfyrirtækið Industria, sem
unnið hefur að innleiðingu
og uppsetningu á háhraða-
neti í nokkrum löndum.
Hugbúnaðarhlutinn hefur
nú verið skilinn frá fyrir-
tækinu og starfar í dag
sem Medizza.
Hélt áfram
Skúli Mogensen hefur verið búsettur í Kanada frá því fyrirtækið flutti þangað árið 2002. Samhliða störfum sínum hjá Oz hefur
hann unnið náið með forsvarsmönnum sprotafyrirtækja bæði
hér og erlendis um árabil. Þá þekkir Skúli vel umhverfi sprota-
fyrirtækja í Silicon Valley í Bandaríkjunum, hjarta nýsköpunar í
tæknigeiranum.
Hann segir umhverfið vestanhafs mun þroskaðra en hér. Í raun
einstakt. Þar fari saman skilningur háskólasamfélagsins, fjárfesta,
hins opinbera og almennings á því að á bilinu 70 til 80 prósent
þeirra fyrirtækja sem sett séu á laggirnar verði að engu. „Það er
þessi skilningur sem veldur því að menn eru ekki hræddir við
að fara af stað. Fjárfestar gera sér fyllilega grein fyrir því að þetta
verður rússíbani, fjölmiðlar líka. Ekki síst er þeim sem hefur mis-
tekist áfram tekið opnum örmum. Oft þykir það kostur að hafa
farið í gegnum svona eldskírn. Það er gríðarlega þroskandi og
lærdómsríkt í alla staði. Frumkvöðlar geta þá líka fundið þörfina
hjá sér til að gera betur næst. Auðvitað brenna sumir sig. Okkar
tilfelli – sem var afskrifað sem algjört klúður – var klassískt dæmi
um að annaðhvort voru menn of snemma á ferðinni eða tækni-
breyting veldur því að hlutirnir ganga ekki upp. Svo getur líka
verið að dæmið hafi verið misreiknað frá upphafi. Í huga fjárfesta
er það hluti af leiknum. Mér finnst skipta höfuðmáli að sú hugsun
skjóti rótum á Íslandi að sprotafyrirtæki eru áhættusöm fjárfest-
ing. Þau tekur langan tíma að vaxa.
Við verðum að vera þolinmóðari og skilningsríkari. Ég hef alltaf
verið á þeirri skoðun að nýsköpun sé í eðli sínu mjög áhættusam-
ur rekstur. Þar geta verið stórir sigrar en líka mikil vonbrigði,“segir
Skúli Mogensen.
Lærdómsríkt að brenna sig
SKÚLI MOGENSEN
GUÐJÓN MÁR
GUÐJÓNSSON
Afkomendur Oz
Fjöldi fyrirtækja varð til í kringum Oz. Bæði utan um verkefni sem öðluðust sjálfstætt líf
eða þau voru stofnuð við jaðar þess. Þekktustu
afleggjararnir eru án nokkurs vafa tölvuleikja-
fyrirtækið CCP og þrívíddarhönnunarfyrirtækið
Caoz. Fyrirtækin spruttu bæði upp úr deild Oz
sem vann að þrívíðri myndvinnslu.
Vart þarf að nefna að CCP þróaði fjölspilun-
arleikinn EVE Online upp úr grunni sem unnið
var með hjá Oz. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um
250 manns, bæði hér, í Bandaríkjunum, Kína
og víðar.
Svipaða sögu er að segja af Caoz, sem unnið
hefur þrívíðar tölvuteiknimyndir. Fyrirtækið
hefur töfrað fram myndir á borð við Litlu lirfuna
ljótu, Önnu og skapsveiflurnar og vinnur nú að
teiknimynd um þrumuguðinn Þór.
Ætla má að samanlagður fjöldi starfsmanna
hjá fyrirtækjunum sem sprottið hafa út úr Oz
með einum eða öðrum hætti sé vel á fimmta
hundrað.
Sé Oz talið með, eins og fyrirtækið leit út um
það leyti sem Nokia keypti það, og þau fyrirtæki
sem Guðjón hefur stofnað, þá telja afleggjararn-
ir í kringum tíu fyrirtæki sem þekkt eru með 700
starfsmenn hið minnsta.