Fréttablaðið - 07.10.2009, Side 32
MARKAÐURINN 7. OKTÓBER 2009 MIÐVIKUDAGUR10
V I Ð T A L
Þ
að var sérlega óheppilegt þegar
starfsmenn breska fjármálaeft-
irlitsins (FSA) komu inn í bank-
ann og skrifuðu hvaðan þeir voru
með stórum stöfum í innritunar-
bókina. Það spurðist fljótt út að eftirlit-
ið væri að skoða okkur. Auðvitað hringdu
viðvörunarbjöllur,“ segir Ármann Þor-
valdsson, fyrrverandi bankastjóri breska
bankans Kaupthing Singer & Friedlander
(KSF), næststærsta dótturfélags Kaup-
þings banka.
Þetta var föstudaginn 3. október fyrir
ári. Fjórum dögum fyrr hafði Seðlabanki
Íslands tilkynnt um kaup á 75 prósenta hlut
í Glitni í því augnamiði að bjarga honum
fyrir horn frá stórum gjalddaga. Í kjöl-
farið tók við snörp atburðarás sem engan
óraði fyrir.
Síðan þá hefur holskefla bóka um hrun-
ið skollið á þjóðinni. Á morgun kemur út
bókin Ævintýraeyjan – uppgangur og enda-
lok fjármálaveldis en ætla má að það sé
sjöunda bókin sem fjallar um efnið. Ensk
útgáfa bókarinnar, Frozen Assets, kom út
í síðustu viku. Nokkur munur er á bókun-
um; í þeirri ensku eru hlutar sem ekki er
að finna í þeirri íslensku og öfugt.
Ármann var staddur hér á landi til
skamms tíma á laugardag áður en hann
hélt utan á ný. Hann hefur verið búsett-
ur í Lundúnum síðastliðin sex ár. Þangað
fluttist hann ásamt eiginkonu og tveim-
ur börnum árið 2003 eftir að hafa nokkru
fyrr ætlað að segja starfi sínu hjá Kaup-
þingi lausu. Ármann vildi reyna fyrir sér
í Bretlandi, enda hafði bankinn æ fleiri
verkefni þar sem þurfti að sinna. Eftir að
hafa sett upp starfsstöð Kaupþings í Lund-
únum, höguðu örlögin því svo til að hann sá
um kaup á breska bankanum Singer & Fri-
edlander fyrir Kaupþing og settist síðan í
bankastjórastólinn. Þar sat hann allt þar
til starfsmenn breska fjármálaeftirlitsins
réttu honum tilkynningu um greiðslustöðv-
un bankans fyrir ári.
LÆKNANDI SKRIF
Bækur á borð við þá sem Ármann hefur
skrifað eru sjaldséðar enda sjaldgæft að
jafn háttsettir einstaklingar innan fjár-
málageirans setjist niður við skriftir. Ár-
mann segir bókina hafa átt sér langan að-
draganda. Skrifin hófust ekki fyrr en bank-
inn var settur í greiðslustöðvun.
„Ég byrjaði að velta þessu fyrir mér í
kringum 2006. Þá átti þetta að vera æv-
intýraleg saga um það hvernig Íslending-
ar voru nánast orðnir ríkasta þjóð í heimi.
Því kom ég náttúrlega aldrei í verk,“ segir
hann. „Nokkrum dögum eftir hrun, þegar
maður var frekar þunglyndur ákvað ég að
hrista slenið af mér, bretta upp ermar og
skrifa bókina.“
Hann segir bókina hafa byggt sig nán-
ast sjálfa upp. „Hún átti alltaf að byrja
daginn sem ég hóf störf hjá Kaupþingi
og henni átti að ljúka þegar bankinn féll,“
segir hann. Tími Ármanns hjá bankanum
nær frá því hann lagði Lödunni sinni fyrir
framan skrifstofur Kaupþings á fyrsta
starfsdegi sínum um jólin 1994 og þar til
hann missti bankastjórastólinn fyrir réttu
ári. Óaðskiljanlegur hluti sögunnar er upp-
bygging íslenska fjármálageirans og útrás
íslenskra fyrirtækja.
„Ég vildi sýna hvað þetta var langt tíma-
bil – frá 1996 til 2009. Það skiptir máli fyrir
lesendur, jafnt á Íslandi sem erlendis, að
þeir átti sig á því að þetta var ekki fjögurra
ára fjárfestingarfyllerí, sem endaði með
miklum timburmönnum. Á bak við þetta
var fólk sem hafði byggt fyrirtæki sín
úr engu. Svo varð að gera grein fyrir því
að þótt þetta endaði á þennan hátt þá var
margt gott gert. Sérstaklega voru fyrstu
verkefnin mjög góð,“ segir Ármann. Hann
bendir á skráningu stoðtækjafyrirtækisins
Össurar á markað 1999 og fyrstu yfirtöku
þess í Bandaríkjunum ári síðar. Þá falla
kaup Bakkavarar á breska matvælafyr-
irtækinu Katsouris í þennan flokk ásamt
kaupum Baugs á fimmtungshlut í verslana-
samstæðunni Arcadia og kaupum Pharm-
aco á búlgarska lyfjafyrirtækinu Balk-
anpharma. „Þetta voru mjög góð kaup. Á
þeim tíma var maður mjög stoltur yfir því
að hafa tekið þátt í þeim og aðstoðað fyr-
irtækin,“ segir Ármann. Í bókinni er því
lýst á skemmtilegan hátt hvernig starfs-
menn Kaupþings lærðu af þeim reynslu-
meiri, svo sem starfsmönnum Deutsche
Bank. „Við vorum alltaf að læra. Um leið og
einu verkefni var lokið hafði maður safnað
dýrmætri reynslu í sarpinn og aukið fag-
mennskuna. Við þurftum ekki að finna upp
hjólið heldur gerðum eins og hinir.“
BANKARNIR VIÐKVÆMIR
Ármann segir fjármálaheiminn hafa leikið
á reiðiskjálfi eftir fall bandaríska fjárfest-
ingabankans Lehman Brothers um miðjan
september í fyrra. Þótt verulega hafi hrikt
í stoðum fjármálageirans í nokkra mánuði
fram að falli hans hafi steininn tekið úr
þegar bandarísk yfirvöld ákváðu að koma
honum ekki til bjargar.
Í kjölfarið hvarf allt traust á fjármála-
mörkuðum. Áhlaup hófst á banka víða um
heim þegar almenningur gerði allt sem í
hans valdi stóð til að koma sparifé sínu í
skjól.
Ármann segir áhlaupið á íslensku bank-
ana og dótturfélög þeirra erlendis hafa
byrjað eftir þjóðnýtingu Glitnis. „Ég held
að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað
bankar eru í raun viðkvæmar stofnanir.
Þetta byggir á því að fólk biðji ekki um
peningana sína strax. Það er misjafnt eftir
bönkum en oft er það þannig að ef tíu til
tuttugu prósent innlána fara út í einu er
þetta búið. Þetta gerðist í nokkrum bresk-
um bönkum. RBS (innskot: Royal Bank of
Scotland) gat ekki einu sinni afgreitt við-
skiptavini,“ bendir Ármann á. „Við stóðum
mjög vel þangað til Glitnir fór. Þá byrjaði
allt að rúlla út. Það var alveg rétt af eftir-
litinu að hafa áhyggjur. En eftir að neyðar-
lögin voru sett var þetta vonlaus barátta,“
segir hann. „Ég áttaði mig ekki á þessu. Ég
var svo týndur í björgunaraðgerðunum að
ég trúði því ekki að þetta væri að gerast.
Þegar ég lít til baka var þetta búið þegar
neyðarlögin voru sett,“ segir hann.
BRETAR VILDU EKKI HJÁLPA
Í byrjun október fyrir ári var bæði banda-
ríski og breski fjármálageirinn að þrotum
kominn. Bandarísk stjórnvöld voru viðbú-
in áhlaupi almennings á bankakerfið og
því tilbúin með herlög til að koma í veg
fyrir uppþot. Stjórnvöld þar ákváðu því
að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að
forða fjármálaheiminum frá algjöri hruni
með ýmsum aðgerðum. Helsta björgun-
araðgerðin fólst í að ríkið dældi lausafé
inn í bankana sína. Önnur ríki gerðu slíkt
hið sama.
Líkt og fram kemur í Ævintýraeyj-
unni leituðu stjórnendur KSF eftir að-
stoð breskra yfirvalda. „Það var hægt
að bjarga KSF á svipaðan hátt og breska
ríkið bjargað breskum bönkum. Það var
að mörgu leyti auðvelt. Lánabók KSF var
óveðsett, sem var óvenjulegt. Síðustu tólf
til átján mánuðina fyrir hrunið gat enginn
banki fjármagnað sig með skuldabréfaút-
gáfu. Bankarnir bjuggu til lausafé með
því að pakka eignum saman í skuldavafn-
inga og setja inn í seðlabanka eða selja
fjárfestum. Við höfðum ekki gert þetta.
Hefði breska ríkið sett milljarð punda af
lausafé inn í bankann hefði það örugglega
fengið það allt til baka,“ segir Ármann og
leggur ríka áherslu á sterka stöðu bank-
ans. Heimtur í KSF verða líklega mjög
háar, jafnvel á bilinu áttatíu til níutíu pró-
sent. „Í staðinn tapa þeir um hálfum millj-
arði punda,“ bendir Ármann á.
Ekkert varð af björgunaraðgerðum. „Ég
held að Bretarnir hafi ákveðið nokkrum
mánuðum fyrir hrunið að bjarga engu
sem væri íslenskt. Það var í kringum krís-
una um páskana 2008, held ég, en þá fór
Seðlabanki Íslands út að leita stuðnings
frá Norðurlöndunum. Hann fékkst þar en
ekki frá seðlabönkum Evrópu, Bretlands
og Bandaríkjanna. Þar var tekin meðvit-
uð ákvörðun um að skella hurðinni á Ís-
land. Eftir á að hyggja voru það nokkrir
seðlabankastjórar sem ákváðu að þessu
landi yrði ekki bjargað,“ segir Ármann
og bætir við að augljós ástæða hafi verið
fyrir því að skilja íslensku bankana eftir.
„Allt var bókstaflega að hrynja. Banda-
ríkjamenn og Bretar voru dauðhræddir.
Það var alveg á mörkunum að allt færi.
Þetta var á sama tíma og íslensku bank-
arnir féllu.“
HRUNIÐ
Á morgun er ár liðið frá því skilanefnd tók
lyklavöldin í Kaupþingi. Að morgni sama
dags fékk Ármann þær óvæntu fréttir að
bresk stjórnvöld hefðu selt innlán KSF til
hollenska bankans ING. „Þetta var gert
algjörlega án samráðs við okkur. Ég fékk
enga pappíra sem sögðu að breska ríkið
hefði selt innlánin okkar,“ segir Ármann
og bætir við að í hádeginu sama dag hafi
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bret-
lands, tilkynnt á breska þinginu að stjórn-
völd væru tilbúin með björgunarpakka
fyrir fjármálalífið og sparifjáreigendur.
„Eftir á held ég að honum hafi legið svo á
að koma KSF þrot til þess að geta greint
frá því í ræðu sinni hvernig Bretar ætl-
uðu heildstætt að bjarga fjármálakerfinu
sínu. Þeir vildu hreinsa KSF út áður en þeir
tilkynntu um björgunarpakka fyrir hina
bankana. Darling vildi ekki koma aftur
daginn eftir og þurfa að tjá sig sérstak-
lega um okkur!“
GÓÐAR HEIMTUR
KSF er nú þrotabú í gjaldþrotameðferð í
höndum breska endurskoðendafyrirtækis-
ins Ernst & Young. Ármann segir fyrirtæk-
ið sinna málinu í rólegheitum. „Þeir eru
búnir að greiða tuttugu prósent til kröfu-
hafa. Mér var sagt að þeir ætli að greiða
önnur tíu í þessum mánuði. Þeir hafa ekki
selt neinar eignir og innheimta nú lánin
í rólegheitum,” segir Ármann og bend-
ir á að KSF hafi átt sjö hundruð milljón-
ir punda, jafnvirði 150 milljarða króna, í
lausu fé þegar bankinn féll. Stór hluti fjár-
ins hafi verið greiddur út og sé mjög lík-
legt að heimtur verði mjög góðar.
LISTAMANNSFERLINUM LOKIÐ
Ármann hefur varið síðustu tólf mánuðum
í bókaskrifin. Ekki liggur fyrir hvað tekur
við. „Ég var að setja upp bindi í fyrsta sinn
í vikunni í eitt ár. Ætli þessum listamanns-
ferli sé ekki lokið í bili. Ég er að fara að
vinna í verkefnum úti, í ráðgjafarverkefn-
um tengdum fjármálum,“ segir Ármann
Þorvaldsson. Hann segir of snemmt að fara
nánar út í þá sálma.
„Bretar ætluðu aldrei að
Snekkjulánin traust
Þegar lánabók Kaupþings lak á netið var
eftir því tekið að bankinn hafði lánað
ýmsum einstaklingum fé til snekkju-
kaupa.
Ármann segir Singer & Friedlander
hafa stundað þess háttar viðskipti í mörg
ár áður en Kaupþing keypti bankann.
„Þetta var traustur bisness. Yfirleitt var
verið að lána mjög traustum einstakling-
um – ríkustu mönnum heims. Trygging-
ar á bak við lánin voru mjög góðar,“ segir
hann og bendir á að heimtur af snekkju-
lánum séu hátt í hundrað prósent í þrota-
búi KSF.
AUÐMANNASNEKKJA Nokkur af bestu lánum
Kaupþings Singer & Friedlander voru til kaupa á
glæsilegum skonnortum. MARKAÐURINN/NORDICPHOTOS
ÁRMANN OG KAUPÞING Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri KSF, hefur varið síðasta árinu í skriftir.
Hann segir listamannsferlinum lokið í bili. MARKAÐURINN/SAMSETT MYND
bjarga Íslendingunum“
Stjórnendur Kaupthing Singer & Friedlander bundu vonir við að bresk stjórnvöld myndu bjarga
bankanum frá þroti fyrir ári. Yfirvöld ákváðu hins vegar að bjarga ekki Íslendingum. Þetta segir
Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri KSF, í viðtali við Jón Aðalstein Bergsveinsson.