Fréttablaðið - 07.10.2009, Síða 36
16 7. október 2009 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Badmintonfélag Hafnarfjaðar er fimm-
tíu ára í dag og af því tilefni stendur
stjórn félagsins fyrir sögugöngu. Litið
verður við á stöðum sem tengjast sögu
félagsins en það var stofnað í Alþýðu-
húsinu og fóru æfingar fyrstu árin
meðal annars fram í íþróttasölum St.
Jósefsspítala og Lækjarskóla. Á laug-
ardaginn verður síðan efnt til afmælis-
móts í Íþróttahúsinu að Strandgötu auk
þess sem afmælishóf verður haldið um
kvöldið. Á sunnudag verður svo opinn
kynningardagur þar sem þær greinar
sem eru æfðar undir merkjum félags-
ins verða kynntar.
„Við stofnuðum borðtennisdeild í vor
og býður Badmintonfélag Hafnarfjarð-
ar nú eitt félaga upp á æfingar í öllum
spaðaíþróttunum en þær eru badmin-
ton, tennis, skvass og borðtennis,“ segir
Hörður Þorsteinsson, formaður félags-
ins til átján ára. En það er ekki það eina
markverða sem hefur gerst á afmælisár-
inu. „Í tilefni af afmælinu héldum við Ís-
landsmeistaramót í mars og eigum bæði
Íslandsmeistara í badminton og skvassi
en badmintonkonan Erla Hafsteinsdótt-
ir hampaði fyrsta Íslandsmeistaratitlin-
um okkar í meistaraflokki.“
Félagið er því á góðri siglingu þótt
Hörður segi mikla samkeppni ríkja um
iðkendur. „Það er erfitt að keppa við
boltaíþróttirnar sem er nær eingöngu
fjallað um í fjölmiðlum og því eðlilegt
að börnum og fullorðunum detti ekki í
hug að byrja að æfa. Þetta gerir okkur
sem viljum bjóða upp á fjölbreyttar
íþróttir erfitt fyrir og höfum við þurft
að beita aðferðum eins og að gefa börn-
um í fjórða bekk badmintonspaða til að
koma íþróttinni á framfæri.“
En víkjum aðeins að sögu þessa rót-
gróna félags. Það var sem fyrr segir
stofnað í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði
og mættu 57 áhugasamir badmintonið-
kendur á stofnfundinn. Árni Þorvalds-
son, sem í framhaldinu var kosinn fyrsti
formaður félagsins, sagði við það tæki-
færi: „… að nokkrir félagar hefðu hafið
æfingar í badminton fyrir um það bil
ári og þótt íþróttin svo ánægjuleg að
sjálfsagt hefði þótt að gefa sem flestum
tækifæri til að iðka hana.“ Ekki gekk þó
þrautalaust að halda félaginu gangandi
fyrstu árin. Lítil sem engin aðstaða var
í bænum sem leiddi til þess að félagið lá
í dvala um skeið en með tilkomu Íþrótta-
hússins við Strandgötu gjörbreyttust að-
stæður.
Starf félagsins hefur verið í örum vexti
undanfarin ár og eru félagsmenn nú rúm-
lega 250. Formenn þess hafa einungis
verið sex frá upphafi og hefur Hörður,
sem einnig er framkvæmdastjóri Golf-
sambands Íslands, gegnt starfinu lengst.
Hann hóf sinn badmintonferil árið 1972
og fór fljótlega að þjálfa. Hann færði sig
svo yfir í skvassið en tók við formennsku
félagsins árið 1991 þegar dætur hans
byrjuðu að æfa. „Ég hef setið uppi með
þetta síðan þótt börnin séu löngu hætt,“
segir hann og hlær. „Í dag leggjum við
fyrst og fremst áherslu á barna- og ungl-
ingastarf en erum líka með æfingar fyrir
fullorðna enda bjóðum við upp á íþrótt-
ir sem henta öllum aldurshópum,“ segir
Hörður og hvetur Hafnfirðinga og aðra
áhugasama til að koma og kynna sér
starfsemina á sunnudag.
vera@frettabladid.is
BADMINTONFÉLAG HAFNARFJARÐAR: ER FIMMTÍU ÁRA Í DAG
Á góðri siglingu þótt erfitt sé
að keppa við boltaíþróttirnar
BORÐTENNISDEILD KOMIÐ Á FÓT Fyrr á afmælisárinu var stofnuð borðtennisdeild innan félagsins og er það nú eina íþróttafélagið sem býður
upp á æfingar í öllum spaðaíþróttunum fjórum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
NIELS BOHR FÆDDIST ÞENNAN
DAG ÁRIÐ 1885
„Það er erfitt að spá, sér-
staklega um framtíðina.“
Niels Bohr var danskur eðlis-
fræðingur. Hann var einn af
frumherjum skammtafræð-
innar og varpaði ljósi á bygg-
ingu frumeinda. Hann hlaut
Nóbelsverðlaun árið 1922.
MERKISATBURÐIR
1391 Birgitta Birgisdóttir er
tekin í dýrlingatölu.
1571 Orrustan við Lepanto í
Grikklandi átti sér stað.
1828 Konungur gefur út úr-
skurð um það að kirkju-
dyr skuli opnast út.
1879 Þýskaland gerir hernaðar-
bandalag við Austurrísk-
ungverska keisaradæmið.
1893 Skipstjóra- og stýrimanna-
félagið Aldan er stofnað.
1954 Minjasafn Reykjavíkur er
stofnað. Síðar var því skipt
í Árbæjarsafn og Borgar-
skjalasafn.
1992 Tekin voru í notkun flóð-
ljós á Laugardalsvelli í
Reykjavík.
2001 Bandaríkin hefja árás á
Afganistan.
Söngleikurinn Cats,
eftir tónskáldið Sir
Andrew Lloyd Webb-
er, var frumsýnd-
ur þennan dag árið
1982 á Broadway.
Söngleikurinn hafði
verið frumsýnd-
ur ári áður í West
End í London en Tre-
vor Nunn leikstýrði
báðum verkum og
Gillian Lynne stýrði
danshluta þeirra.
Söngleikurinn gekk
í ein 21 ár í West End en í átján ár á Broadway
sem er met. Leikkonan Marlene Danielle tók þátt
í Broadway-sýningunni öll þau átján ár sem hún
var á fjölunum.
Cats vann til
fjölda verðlauna,
þar á meðal til
Laurence Olivier-
verðlaunanna og
Tony-verðlaunanna
sem besti söng-
leikurinn. Þá hefur
Cats verið settur
ótal sinnum upp í
öðrum löndum og
hefur verið þýdd-
ur á yfir tuttugu
tungumál. Árið
1998 var hann tek-
inn upp og sýndur í sjónvarpi.
Söngleikurinn er byggður á bókinni Old Poss-
um´s Book of Practical Cats eftir T.S. Eliot. Mem-
ories er sennilega frægasta lagið úr söngleiknum.
ÞETTA GERÐIST: 7. OKTÓBER 1982
Kettir frumsýndir á Broadway
Unglingar úr félagsmiðstöðvunum
Buskanum og Þróttheimum í Voga- og
Langholtshverfi standa fyrir minning-
argöngu um Helga Hóseasson í dag.
Safnast verður saman á horni Lang-
holtsvegar og Skeiðavogs klukkan
19.30 og leggur gangan af stað klukk-
an 20.00. Gengið verður að gatnamót-
um Langholtsvegar og Holtavegar og
verður mínútuþögn við hornið þar sem
Helgi stóð löngum og mótmælti. Að því
loknu verður boðið upp á kaffi og kakó
í félagsmiðstöðinni Þróttheimum við
Holtaveg.
Gengið til minningar um Helga
HELGI HÓSEASSON Unglingar í Voga- og
Langholtshverfi standa fyrir minningar-
göngu um Helga í dag.
Menningar- og sögutengd
ganga í boði Grindavíkur-
bæjar og Saltfiskssetursins
verður farin sunnudaginn
11. október og hefst klukk-
an 13.
Gangan hefst við Hraun
austan Þórkötlustaðahverfis
með vígslu á sjöunda sögu-
skiltinu sem sett er upp í
Grindavík. Genginn verð-
ur hringur meðal annars
að fiskgörðum í Slokahrauni, strandstað Cap Fagnets,
Tyrkjadys og hinum forna kirkjustað. Ómar Smári og
Sigrún Franklín sjá um fræðsluna.
Gangan tekur um einn til tvo klukkutíma með fræðslu-
stoppum. Gengið í hrauni og grasi. Gangan er liður í við-
burða- og menningardagskrá Saltfisksetursins og Grinda-
víkurbæjar. Í lok göngu verður heitt á könnunni.
Gengið um
Hraun í Grindavík
GENGIÐ VIÐ GRINDAVÍK
Menningar- og sögutengd ganga
verður farin sunnudaginn 11.
október.
MOSAIK
Elskulegi faðir minn, tengdafaðir og afi,
Hans Arreboe Clausen
Kársnesbraut 33, Kópavogi,
andaðist að morgni hinn 6. október.
Michael Clausen Heiða Sigríður Davíðsdóttir
og afabörn.
Blindrabókasafn Íslands
hefur efnt til samkeppni um
nýtt nafn og lógó fyrir safnið.
Í verðlaun eru 25.000 krónur
fyrir nafn og sama upphæð
fyrir lógó eða kjörorð. Viður-
kenningarskjöl fylgja.
Nýja nafnið og lógóið eiga
að vera í senn grípandi og
kynningarvæn. Önnur skil-
yrði eru ekki sett, en auðvelt
þarf að vera að útfæra merk-
ið í ólíkum litum.
Öllum er heimil þátttaka
og skulu tillögur sendar í
tölvupósti á netfangið lena@
bbi.is eða í lokuðum umslög-
um merktum Blindrabóka-
safni Íslands, Nafnasam-
keppni, Digranesvegi 5, 200
Kópavogi. Skilafrestur er til
hádegis föstudaginn 6. nóv-
ember.
Auk tillögunnar þarf að
koma fram nafn, heimili og
símanúmer höfundarins.
Efnt til nafna-
samkeppni
HLUSTAÐ Blindrabókasafn Íslands
leitar að nýju nafni og lógói.