Fréttablaðið - 07.10.2009, Page 46
26 7. október 2009 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT
2. ungur fugl, 6. í röð, 8. mjög, 9.
loga, 11. 999, 12. verslað, 14. digur-
mæli, 16. líka, 17. hyggja, 18. við, 20.
forfaðir, 21. blaðra.
LÓÐRÉTT
1. afl, 3. átt, 4. planta, 5. angan, 7.
verkfæri, 10. inngangur, 13. ot, 15.
uppurið, 16. mælieining, 19. spil.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. ungi, 6. rs, 8. all, 9. eld,
11. im, 12. keypt, 14. grobb, 16. og,
17. trú, 18. hjá, 20. ái, 21. masa.
LÓÐRÉTT: 1. þrek, 3. na, 4. glitbrá,
5. ilm, 7. sleggja, 10. dyr, 13. pot, 15.
búið, 16. ohm, 19. ás.
„Ég borða yfirleitt Cheerios með
léttmjólk á morgnana. Um helg-
ar borða ég brauð með sultu ef
ég er heima, en ef ég er á ferð
og flugi borða ég pylsu, eða
samloku með rækjusalati.
Björgvin Sigvaldason, hljóðmaður Ingós
og veðurguðanna.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 10
1 Sarah.
2 Atli Guðnason FH og
Katrín Jónsdóttir Val.
3 Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir.
„Þetta er Hraunslingó, sem sagt
lúxusrassgat,“ segir Ragnar Braga-
son, leikstjóri Fangavaktarinnar.
Lúxusrassgat er nýyrði sem kom
fram í Fangavaktinni á sunnudag.
Samfangi Georgs og Daníels nefndi
við þann síðarnefnda að mamma
hans væri með lúxusrassgat, en þau
rúma meira magn af fíkniefnum en
hefðbundin rassgöt. Nýyrðið heyrðu
Ragnar og félagar á Litla-Hrauni.
„Þegar við vorum að byrja á
handriti síðasta haust fórum við í
nokkrar heimsóknir upp á Hraun
og hittum menn og áttum spjall,
bæði við fanga og fangaverði,“ segir
Ragnar. „Við fengum ráð um hvern-
ig hlutirnir færu fram og hvaða
tungumál væri notað. Við reynd-
um að hafa þetta eins trúverðugt
og hægt var. Við erum ekki að búa
til ímyndað Litla-Hraun. Við erum
að reyna að nýta okkur sögur sem
við höfum heyrt, þó að allt sé stíl-
fært.“
Inntur eftir nánari útskýringu á
lúxusrassgötum hefur Ragnar svör
á reiðum höndum. „Venjulegt rass-
gat tekur svona 80 til 100 grömm,
en lúxusrassgat getur tekið allt að
tvöfalt meira en það,“ segir hann.
„Þetta er bara beint upp úr samtöl-
um við menn. Menn hafa í gegnum
tíðina fundið sér ýmsar smyglleiðir
með eiturlyf og annan varning inn á
Hraunið. Þetta er ein af þeim.“ - afb
Lærðu lingóið á Hrauninu
ALGJÖR LÚXUS Innvortis geymslurými fólks er misjafnt, eins og fram kom í Fanga-
vaktinni. Ragnar Bragason leikstjóri segir lúxusrassgöt taka allt að 200 grömm.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Viðtal við listamanninn og ljós-
myndarann Rebekku Guðleifs-
dóttur þekur sex síður í 125 ára
afmælisútgáfu tímaritsins Amateur
Photographer, sem kom út í vik-
unni. Allar myndirnar sem fylgja við-
talinu eru eftir Rebekku, en hún er
annar Íslendingurinn sem er tekinn
fyrir í tímaritinu. Sá fyrsti var enginn
annar en Moggahetjan
RAX. Rebekka komst
í fréttirnar á dögun-
um fyrir allt annað,
en ríkur Ameríkani
keypti af henni
sérhannaða
lopapeysu
á 120.000
krónur.
Það er
heldur betur havaríið í kringum
Baltasar Kormák. Ekki einasta hefur
verið tilkynnt að hann leikstýri Mark
Wahlberg í endurgerð á Reykjavík-
Rotterdam. Sama dag kom í ljós
að uppsetningu hans á Gerplu í
Þjóðleikhúsinu hefur
verið frestað. Gerpla
átti að vera jólasýning
Þjóðleikhússins en
hefur verið færð fram
í febrúar. Jóla-
sýningin verður
Óliver í leik-
stjórn Selmu
Björnsdóttur.
Villi Naglbítur
kláraði samn-
ing sinn um sunnudagsþætti á Rás
2 um síðustu helgi. Þættirnir hafa
notið talsverðra vinsælda og segir
sagan að Villa bjóðist áframhaldandi
starf í Efstaleiti. Hins vegar mun vera
frágengið að Guðni Már Henn-
ingsson taki hans vakt á
sunnudögum og hætti
þar með í Popplandi.
Heiða Ólafsdóttir
sem verið hefur í
afleysingum kemur þá
fastráðin inn í Popp-
landið.
-afb, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
Stefán Karl Guðjónsson, „Stebbi
í Fræbbblunum“, hefur sagt skil-
ið við bandið. Hann og Valgarður
Guðjónsson, „Valli í Fræbbblun-
um“, voru einu upprunalegu með-
limirnir bandsins. „Það er vita-
skuld mikill missir í Stebba, enda
er hann frábær tónlistarmaður,“
segir Valli. „Það var bara algjör-
lega útilokað að halda áfram sam-
starfinu. Það var búið að vera
langvarandi ósætti um það hvern-
ig ætti að æfa og hvernig ætti að
standa að tónleikum og hvaða
atriði skiptu máli hjá hljómsveit-
inni. Hann var einn á öðru máli en
hinir í hljómsveitinni. Við vorum
búnir að reyna allt til að halda
þessu áfram með honum, en þetta
er niðurstaðan, því miður.“
Stebbi trommaði á frægum
Fræbbbla-tónleikum í Kópavogs-
bíói 1978 þegar pönkið kom til
Íslands og sérstakur trommu-
leikur hans og tilburðir við settið
hafa verið stór hluti af aðdráttar-
afli Fræbbblanna. Bandið heldur
áfram án Stefáns. „Ég vildi skipta
alveg um nafn en allir aðrir vildu
halda því. Niðurstaðan var að
gera smá breytingu, hljómsveitar-
nafnið verður skrifað með tveim-
ur béum hér eftir, ekki þremur,
Fræbblarnir,“ segir Valli. Sá sem
kemur í stað Stebba er Guðmund-
ur Þ. Gunnarsson, sem spilaði með
Tappa tíkarrass og Das Kapítal.
„Við ætlum að vinna nýtt efni og
stefnum á nýja plötu,“ segir Valli.
- drg
Stebbi trommari hættur í Fræbbblunum
STEBBI Á GÓÐU KVÖLDI Á GRAND ROKKI Hættur í Fræbbblunum eftir 31 árs feril
(með hléum). FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Það er skrítið að vinna með svona
karakter. Í byrjun pældum við
mikið í hvernig það væri og ég var
hálfhræddur við að hitta hann, en
hann var rosa næs,“ segir hönn-
uðurinn Hjalti Karlsson um Al
Gore.
Hjalti og félagar hans á hönnun-
arstofunni KarlssonWilker í New
York luku nýlega við að hanna bók-
ina Our Choice: How We Can Solve
the Climate Crisis eftir umhverf-
issinnann Al Gore, fyrrverandi
varaforseta Bandaríkjanna. Tvær
útgáfur af bókinni koma út í byrj-
un nóvember, en sú sem Hjalti og
félagar hönnuðu er ætluð lesend-
um í aldurshópnum 10 til 14 ára.
„Okkur fannst þetta mjög kúl.
Við höfum aldrei unnið verkefni
sem er spes fyrir yngri hóp,“ segir
Hjalti. „Al Gore tók mjög virkan
þátt í verkefninu. Hann kíkti á síð-
urnar sem við vorum að hanna og
við sátum fundi með honum. Hann
var voða næs. Ótrúlega rólegur
gæi.“
Hjalti segir að það hafi verið
mjög þægilegt að vinna með Al og
að hann væri laus við hroka þótt
hann væri fyrrverandi varaforseti
Bandaríkjanna og hafi hlotið Nób-
elsverðlaun. „Hann er rosalega
kurteis og kunni að meta allt sem
við gerðum. Það var mjög þægilegt
að vinna með honum. Hann setti
lítið út á verkin okkar.“
Markmið bókarinnar er að hún
verði hálfgerð umhverfisvernd-
unarbiblía fyrir bandarísk börn.
„Þeir binda miklar vonir við að
kennarar, skólar og bókasöfn taki
vel í bókina,“ segir Hjalti og bætir
við að það hafi ekki verið auðvelt
verkefni að hanna fyrir börn, en
hann er engu að síður mjög sáttur
við útkomuna.
Hönnunarstofan KarlssonWil-
ker er í helmingseigu Hjalta sem
hefur búið í New York síðustu ár.
Hann hefur getið sér gott orð fyrir
vinnu sína og meðal annars hann-
að umslög fyrir Rolling Stones,
David Byrne og Aerosmith, gert
tónlistarmyndband fyrir Lou Reed
og unnið fyrir risa á borð við MTV
og Puma. atlifannar@frettabladid.is
HJALTI KARLSSON: „ÉG VAR HÁLFHRÆDDUR VIÐ AÐ HITTA HANN“
Hannaði bók fyrir Al Gore
HANNAÐI FYRIR GORE
Hjalti Karlsson segir Gore afar þægilegan mann. Al
Gore leitaði til Hjalta og félaga fyrir nýjustu bók sína.
Auglýsingasími
– Mest lesið