Fréttablaðið - 08.10.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Gunnleifur
til FH
Gunnleifur
Gunnleifsson
samdi við
Íslands-
meistara FH til
þriggja ára.
ÍÞRÓTTIR 56
Skór
FYLGIRIT UM DÖMUSKÓ • 8. OKTÓBER 2009
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
FYRIRSÆTAN JOURDAN DUNN tók þátt í tískusýningu Jeans Pauls
Gaultier í París nýlega. Þetta þætti ekki tiltökumál ef ekki væri fyrir þá staðreynd
að Jourdan á að eiga barn í desember og er því komin sjö mánuði á leið.
„Þessa kápu keypti ég nú bara á útsölu í Debenhams fyrir um ári,“ segir Anna Gulla Rúnarsdóttirkápuna s
starfaði við fatahönnun í mörg árallt fram til ársi e d
Velur frekar vönduð föt
Anna Gulla Rúnarsdóttir hefur klassískan stíl og segir það margborga sig að kaupa föt úr vönduðu efni
og með góðu handbragði. Slík föt dugi lengi og megi nota nánast að eilífu.
Anna Gulla Rúnarsdóttir í kápu sem hún keypti sér á útsölu. Hún heillaðist af mynstrinu enda segist hún hrifin af svörtu og hvítu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
FIMMTUDAGUR
8. október 2009 — 238. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
ANNA GULLA RÚNARSDÓTTIR
Velur vandaðan fatnað
sem endist lengi
• tíska • heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS verndar viðkvæma húð
Leynist
þvottavél frá
í þínum
pakka?
Gæði á góðu verði!
Tilboðsdagar í
TENGI
Baldursnesi 6
Akureyri
Sími 414 1050
Smiðjuvegi 76
Kópavogi
Sími 414 1000
Heiðarskóli tíu ára
Heiðarskóli í Reykjanesbæ hélt
upp á afmæli sitt með pompi og
prakt.
TÍMAMÓT 34
DÖMUSKÓR
Fjölbreytt úrval
í skótísku vetrarins
Sérblað um dömuskó
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
FÓLK Valgeir Guðjónsson og
Ásta Kristrún Ragnarsdóttir
brydduðu í sumar upp á þeirri
nýjung í ferðaþjónustu að bjóða
ferðamönnum heim til sín og
ætla að halda uppteknum hætti í
vetur. Valgeir segir í samtali við
Fréttablaðið að þau hafi kynnst
þjónustu af þessu tagi erlendis
en uppgötvað að ekkert slíkt
væri fyrir hendi hér heima. Þau
ákváðu því að slá til og hafa tekið
á móti þó nokkrum hópum sem
hafa fræðst um Ísland, þjóðina
og menningu hennar á heimili
þeirra í Vesturbænum.
- fgg / sjá síðu 62
Valgeir Guðjónsson:
Býður útlend-
ingum heim
HVESSIR Í dag verða suðaustan
10-18 m/s sunnan og vestan til
en hægari fram eftir degi annars
staðar. Lengst af þurrt norðan og
austan til, annars slydda og síðar
rigning þegar líður á daginn.
VEÐUR 4
5
3
-1
-2
2
Sigur í
Cannes
Sigvaldi J. Kárason
og Formula Fun
slógu í gegn í
Frakklandi.
FÓLK 62
FÉLAGSMÁL Útgjöld sveitarfélaganna
vegna félagslegrar þjónustu hafa
hækkað um sextíu til sjötíu prósent
að jafnaði eftir hrun. Dæmi eru um
að útgjöld hafi tvöfaldast hjá ein-
stökum sveitarfélögum.
Þetta sýnir könnun sem Sam-
band íslenskra sveitarfélaga hefur
nýverið gert. Hún tók til tveggja
þátta félagsþjónustunnar; fjárhags-
aðstoðar og húsaleigubóta. Bornir
voru saman fyrstu átta mánuðir
áranna 2008 og 2009 hjá stærstu
sveitarfélögunum með um áttatíu
prósent íbúanna.
Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri
hag- og upplýsingasviðs, segir að
niðurstaða könnunarinnar hafi ekki
komið sér á óvart.
„Hvað varðar húsaleigubætur hafa
tekjur margra lækkað mikið og fleiri
falla því undir reglur um bæturnar.
Fólk er líka komið út á leigumarkað-
inn vegna missis á eigin húsnæði.“
Gunnlaugur segir að reglur vegna
fjárhagsaðstoðar séu mjög strangar
og tölfræðin beri með sér alvarleg
tíðindi í því ljósi. „Fólk leitar ekki
eftir þessari aðstoð nema þegar í
nauðirnar rekur. Þetta er fólk sem á
fá eða engin önnur úrræði.“
Hjá Reykjavíkurborg fengu 1.371
fjárhagsaðstoð vegna framfærslu
fyrstu átta mánuði ársins 2008 en
þeir voru 2.081 í ár. Fjölgun á milli
ára var 52 prósent. 462 milljón-
ir voru greiddar árið 2008 en 843
milljónir í ár, sem er aukning um
82 prósent. Húsaleigubætur fengu
5.292 á sama tímabili árið 2008 en
voru 6.842 í ár. Útgjöld borgarinnar
vegna húsaleigubóta hækkuðu um
44 prósent, úr 650 milljónum í 935
milljónir.
Guðrún Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Fjölskyldudeildar
Akureyrarbæjar, segir að málin
sem deildin fái til úrvinnslu hafi
breyst. „Hefðbundnir viðskipta-
vinir félagsþjónustunnar eru fólk
sem hefur misst tekjur af einhverj-
um ástæðum; vegna veikinda eða
atvinnumissis,“ segir Guðrún. „Nú
koma fleiri sem eru í alvarlegum
vanda þótt þeir hafi tekjur og kemur
þar til skuldavandi heimilanna eftir
hrunið.“ - shá
Rúmlega 700 fleiri
fá hjálp frá borginni
Útgjöld sveitarfélaga vegna félagslegrar þjónustu hafa aukist mikið eftir hrun.
Um 52 prósentum fleiri en í fyrra hafa fengið fjárhagsaðstoð hjá borginni í ár.
Bak við tölurnar er djúpstæður vandi einstaklinga, segir sérfræðingur.
DÓMSMÁL Fyrsta ákæran fyrir
mansal og vændisstarfsemi sem
gefin hefur verið út á Íslandi verð-
ur þingfest í Héraðsdómi Reykja-
ness í dag. Catalina Mikue Ncogo,
íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-
Gíneu, er grunuð um athæfið.
Catalina er meðal annars
ákærð fyrir að hafa blekkt konu
til Íslands undir því yfirskini að
hér biði hennar notalegt frí, en
síðan hneppt hana í kynlífsánauð
og neytt hana til að stunda vændi.
Rúmlega fertugur maður,
Finnur Bergmannsson, er ákærð-
ur fyrir að aðstoða Catalinu við
starfsemina. - sh / sjá síðu 6
Tímamótamál á Íslandi:
Mansal í fyrsta
skipti fyrir dóm
VALGEIR GUÐJÓNSSON Bauð útlend-
ingum heim til sín í sumar og ætlar að
halda því áfram í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FLOKKSBRÆÐUR FAÐMAST Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson féllust í faðma áður en þingflokksfundur Vinstri
grænna hófst um níuleytið í gærkvöldi. Jón Bjarnason fylgdist með sposkur á svip. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STJÓRNMÁL „Við erum öll vinir og
félagar og viljum vera það áfram,“
sagði Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri grænna, á leið
inn á fund með þingflokki sínum
um klukkan níu í gærkvöldi. Hann
hafði verið spurður hvort væring-
arnar innan flokksins upp á síð-
kastið kynnu að skilja eftir sig sár.
Hann faðmaði Ögmund Jónasson í
lyftunni á leið á fundinn.
Þingflokkurinn fundaði í gær-
kvöldi á óhefðbundnum tíma
og fór meðal annars yfir Tyrk-
landsför Steingríms J. og þann
mikla ágreining sem verið hefur
í flokknum vegna Icesave-máls-
ins og brotthvarfs Ögmundar
Jónassonar úr ríkisstjórn. Á fund-
inum átti meðal annars að reyna að
sætta ólík sjónarmið í flokknum og
koma í veg fyrir að ríkis stjórnin
liðaðist í sundur.
Fyrir fram var búist við löngum
fundi og þegar Fréttablaðið fór í
prentun hafði ekkert gerst þar sem
tíðindum sætti. - sh
Þingflokkur Vinstri grænna reyndi að sætta ólík sjónarmið á kvöldfundi:
Viljum öll vera vinir áfram