Fréttablaðið - 08.10.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 08.10.2009, Síða 6
6 8. október 2009 FIMMTUDAGUR Vilt þú að núverandi ríkisstjórn sitji áfram næstu mánuði? Já 46,5% Nei 53,5% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlar þú að sjá heimildar- myndina Guð blessi Ísland? Segðu þína skoðun á visir.is Markmið námskeiðsins er að þjálfa fólk til starfa við bókhaldsstörf. Námið er byggt upp á kennslu í verslunar- reikningi (24 st.), bókhaldi (36 st.) og tölvubókhaldi (48 st.). Allar námsgreinar eru kenndar frá grunni. Nemendur þurfa að vera orðnir 18 ára og hafa grunnþekkingu á tölvum. OFT ER AUGLÝST EFTIR BÓKARA! Upplýsingar og skráning: 544 4500 / www.ntv.is 108 stundir - Verð: 99.000.- Verð fyrir atvinnulausa: 74.250.- Morgunnámskeið byrjar 2. nóvember. Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 2. nóvember. NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Grunnnám í bókhaldi ALÞINGI Nei – jú pólitík var í háveg- um höfð í umræðum um auðlindir, iðnað og stöðugleikasáttmálann á þingi í gær. Kristján Þór Júlíusson Sjálfstæðis- flokki fann ríkisstjórninni flest til foráttu enda stæði hún í veginum fyrir atvinnuuppbyggingu með ýmsum aðgerðum síðustu daga og vikur. Stöðugleikasáttmálinn frá því í júní væri í uppnámi og í algjört óefni stefndi. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra sagði lýsingar Kristjáns Þórs fjarri öllu lagi, þær væru svarta- gallsraus. Unnið væri að fjölda góðra verkefna á sviði atvinnuupp- byggingar á vettvangi stjórnvalda. Gunnar Bragi Sveinsson og Vig- dís Hauksdóttir Framsóknarflokki og Jón Gunnarsson Sjálfstæðis- flokki skömmuðust út í stjórnvöld. Sagði Jón meðal annars að ríkis- stjórnin væri blind á þau tækifæri sem við blöstu og væri beinlínis að vinna skemmdarverk. Vigdís sagði öll mál í uppnámi hjá ríkisstjórn- inni. Björgvin G. Sigurðsson Samfylk- ingunni sagði rammaáætlun um nýtingu orkuauðlinda verða til um áramót og þá skýrðist hvaða virkj- unarmöguleikar væru fyrir hendi. Lilja Rafney Magnúsdóttir VG sagði tíma stóriðjuuppbyggingar liðinn og Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir hennar, sagði að nýta bæri orkuauðlindirnar á forsendum sjálfbærni. - bþs Tekist á um atvinnuuppbyggingaráform ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær: Stjórnin sögð hefta framþróun KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Iðnaðarráðherra segir ýmis áform uppi í atvinnuuppbygg- ingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Samanlagt ráðstöfunar- fé ráðherra lækkar um rúmar sex- tán milljónir milli ára, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í frumvarpi þessa árs nam það 87 milljónum en verður 70,6 milljónir á næsta ári. Mennta- og menningarmálaráð- herra fær mest, 9,6 milljónir, en dóms- og mannréttindaráðherra, heilbrigðisráðherra og iðnaðarráð- herra fá átta milljónir til ráðstöf- unar. Fimm ráðherrar fá fimm milljónir, umhverfisráðherra 4,5 og efnahags- og viðskiptaráðherra fær þrjár milljónir. Í fyrra voru menntamálaráð- herra ætlaðar átján milljónir. - bþs Ráðstöfunarfé ráðherra: Lækkar um 16 milljónir króna Auglýsingasími – Mest lesið VIÐSKIPTI Landsbankinn hefur geng- ið að veðum í eignarhaldsfélaginu Fjölnisvegur 9. Félagið var í eigu Hannesar Smárasonar, fyrrverandi forstjóra FL Group. Í eigu félags- ins eru fasteignir: Fjölnisvegur 11 í Reykjavík og lúxusíbúð við Pont Street í Lundúnum í Bretlandi. Unnur Sigurðardóttir, kona Hann- esar, er skráð fyrir Fjölnisvegi 9. Íbúðin í Lundúnum er í Chelsea, einu dýrasta hverfi Lundúnaborg- ar. Hún er á þremur hæðum, rúmir 260 fermetrar að flatarmáli með þremur svefnherbergjum á efstu hæð. Hvert þeirra er með sérbað- herbergi. Íbúðin hefur verið til sölu síðan í apríl fyrir sjö og hálfa millj- ón punda, jafnvirði um einn og hálf- an milljarð króna. Í fundargerðum skipulagsráðs Reykjavíkurborgar hefur komið fram að Hannes hafði fengið leyfi til að tengja bílageymsluna á Fjölnis vegi 9 við bílageymsluna á Fjölnisvegi 11, með viðbyggingu, tengigangi og svölum. Að auki keypti Hannes tölvubúnað fyrir tæpar sjö milljónir í Fjölnisveg 9 og innbú fyrir fimmtán milljónir í Fjölnisveg 11. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er stefnt að því að selja fasteignirnar við Fjölnis- veginn og í Lundúnum í framtíð- inni. Óvíst er hvað gert verður við tengibyggingar á milli fasteignanna á Fjölnisvegi. Ekki náðist í Hannes þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. - jab Landsbankinn tekur yfir húseignir Hannesar Smárasonar hér og í Bretlandi: Konan skráð fyrir glæsivillu HÚSIN VIÐ FJÖLNISVEG Hér sést Fjölnisvegur 9. Við hlið þess í skugga trjánna sést glitta í Fjölnisveg 11. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR DÓMSMÁL Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs- Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til lands- ins og haldið henni hér í kynlífs- ánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. Ákæran á hendur Catalinu, sem er 31 árs, verður þingfest í Hér- aðsdómi Reykjaness dag. Finnur Bergmannsson, 43 ára, er ákærð- ur fyrir hlutdeild í brotunum. Ákæran á hendur Catalinu er í tveimur liðum. Í þeim fyrri er hún sökuð um mansal, hótan- ir og ólögmæta nauðung. Þar er hún sögð hafa blekkt 26 ára konu frá Miðbaugs-Gíneu til landsins í júní í fyrra undir því yfirskyni að hún kæmi hingað í frí. Hún hafi síðan hýst hana á tveimur stöðum í Hafnar firði þar sem hún neyddi hana til að stunda vændi með því að hóta henni lífláti og líkamsmeið- ingum. Hún hafi jafnframt svipt fórnarlamb sitt fatnaði og skilríkj- um til að hafa á henni tangarhald. Í öðrum lið ákærunnar er hún sökuð um að hafa haft viðurværi sitt af vændi konunnar, tveggja annarra nafngreindra kvenna, sem báðar eru ættaðar frá Mið- baugs-Gíneu, „og fleiri ónafn- greindra kvenna“, eins og það er orðað í ákæru. Vændisstarfsemi þessi er sögð hafa átt sér stað árin 2008 til 2009. Segir í ákærunni að Catalina hafi haft milligöngu um að fjöldi manna hefði samræði eða önnur kynferðismök við konurnar. Þeir þurftu að greiða 20 til 25 þúsund krónur fyrir. Hún leigði íbúðar- húsnæði á fjórum stöðum í höfuð- borginni undir starfsemina, tvær íbúðir í Hafnarfirði og tvær í Reykjavík. Þriðji liður ákærunnar snýr að þætti Finns Bergmannsson- ar. Finnur er ákærður fyrir að uppfæra auglýsingar um vændið á vefsíðum og taka myndir af konun- um gegn greiðslum frá Catalinu. Finnur rekur hugbúnaðarþjónustu og selur bókhaldsforrit. Konurnar þrjár sem stigið hafa fram í málinu og eru nafngreindar í ákæru fara allar fram á 800 þús- und krónur í miskabætur frá Catal- inu. stigur@frettabladid.is Ákært fyrir vændi og mansal í fyrsta skipti Catalina Ncogo hefur verið ákærð fyrir að blekkja konu til Íslands, halda henni í kynlífsánauð og selja körlum aðgang að henni. Hún er einnig ákærð fyrir að lifa á vændi fjölda kvenna. 43 ára karlmaður er ákærður fyrir að aðstoða hana. Dómstólar hafa enn til meðferðar mál á hendur Catalinu fyrir skipulagningu á innflutningi á tæpu hálfu kílói af kókaíni. Hún er sökuð um að hafa fengið þrjá Belga, tvær konur og karlmann, til að flytja efnin til landsins innvortis. Þá var íslenskur kærasti Catalinu handtekinn á Schiphol-flugvelli í Amsterdam fyrr á árinu með tólf kíló af kókaíni. Catalina sat um tíma í varðhaldi grunuð um tengsl við málið. Catalina sté fram og sagði sögu sína í Vikunni á sínum tíma. Þar viðurkenndi hún að hafa gert út tólf vændiskonur í borginni. FÍKNIEFNAMÁL CATALINU FYRIR DÓMI VÆNDI Á HVERFISGÖTU Catalinu er meðal annars gefið að sök að hafa gert út nokkrar vændiskonur úr þessu húsi við Hverfisgötu – steinsnar frá lögreglustöðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.