Fréttablaðið - 08.10.2009, Side 8

Fréttablaðið - 08.10.2009, Side 8
8 8. október 2009 FIMMTUDAGUR BANDARÍKIN Barack Obama Bandaríkjaforseti kallaði í gær á sinn fund helstu ráðgjafa sína í öryggismálum til að ræða framhald hernaðar- ins í Afganistan. Átta ár voru í gær liðin frá því að bandarískir og breskir hermenn réðust inn í Afganistan. Obama lýsti því yfir fyrr á árinu að fjölgað yrði verulega í herliði Bandaríkjanna í Afgan- istan, nú þegar dregið væri úr viðbúnaði bandaríska hersins í Írak. Undanfarið hefur hann þó dregið í land með það, en segir nú að í það minnsta verði ekki fækkað í herliðinu. Á þriðjudaginn áttu leiðtogar bæði repúblik- ana og demókrata á Bandaríkjaþingi níutíu mínútna fund með Obama um Afganistan. Sá fundur virðist ekki hafa breytt neinu um afstöðu flokkanna, því repúblikanar halda áfram að hvetja Obama til þess að fara að ráðum hershöfðingja sinna, en demókratar segja hann ekki þurfa að flana að neinu. Obama hefur þó þegar sent rúmlega tuttugu þúsund hermenn til Afganistans á árinu, til viðbótar við þau 38 þúsund sem fyrir voru. Bandaríkjamenn eru smám saman að kom- ast á þá skoðun, að hernaðurinn í Afganistan sé ekki til góðs. Nú er svo komið að einungis 40 prósent styðja hernaðinn þar, en í júlí síð- astliðnum voru 44 prósent fylgjandi. Átta ára hernaður í Afganistan hefur kostað rúmlega 800 bandaríska hermenn lífið. Í Bretlandi er ekki heldur mikil stemning fyrir stríðsrekstri í Afganistan. Meira en helmingur Breta er andvígur því að breski herinn sé þar að athafna sig, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Talibanar segja hins vegar að Vestur- löndum stafi engin hætta af þeim, þótt þeir muni áfram berjast gegn erlendu hernámsliði. - gb WWW.N1.IS Meira í leiðinni Láttu ekki veturinn koma þér á óvart! Frábært úrval af dekkjum, dekkjahótel og betri þjónusta Þú færð skjóta og góða hjólbarðaþjónustu hjá N1. Við bjóðum upp á eitt mesta úrval landsins af hjólbörðum og geymum sumardekkin á dekkjahóteli fyrir þá sem vilja. Renndu við hjá okkur þegar þér hentar, við tökum vel á móti þér! Bíldshöfða 2 Reykjavík sími 440 1318 Réttarhálsi 2 Reykjavík sími 440 1326 Fellsmúla 24 Reykjavík sími 440 1322 Ægisíðu 102 Reykjavík sími 440 1320 Hjólbarðaþjónusta N1 er á eftirtöldum stöðum: Langatanga 1a Mosfellsbæ sími 440 1378 Reykjavíkurvegi 56 Hafnarfirði sími 440 1374 Dalbraut 14 Akranesi sími 440 1394 Grænásbraut 552 Reykjanesbæ sími 440 1372 LÍKIN BORIN HEIM Hernaðurinn í Afganistan hefur til þessa kostað meira en 800 Bandaríkjamenn lífið. NORDICPHOTOS/AFP ÍTALÍA, AP Stjórnlagadómstóll Ítalíu kvað í gær upp þann úrskurð að lög, sem tryggðu Silvio Berlus- coni forsætisráðherra friðhelgi fyrir dómstólum, brytu í bága við stjórnarskrá landsins. Þar með geta saksóknarar haldið áfram dómsmáli á hendur forsætis- ráðherranum vegna spillingar- mála, sem höfðuð voru á hendur honum áður en lögin voru sett. Jafnframt vex þrýstingur á að Berlusconi segi af sér, því hann geti ekki verið forsætisráðherra landsins meðan hann sé sakborn- ingur í dómsmáli. Talsmaður hans sagði þó ekki koma til greina að hann segði af sér. Berlusconi fékk meirihluta þing- manna til þess að samþykkja lögin árið 2008, meðan réttarhöld yfir honum stóðu yfir í Mílanó. Réttar- höldunum var því frestað. Berlusconi var sakaður um að hafa árið 1997 látið greiða breska lögfræðingnum David Mills að minnsta kosti 600 þúsund Banda- ríkjadali fyrir að segja ósatt í vitnaleiðslum í dómsmáli, sem þá stóð yfir gegn Berlusconi vegna spillingarákæru. Mills hlaut í febrúar síðastliðn- um fjögurra og hálfs árs fangelsis- dóm fyrir að hafa logið í þeim réttar höldum. Berlusconi hefur verið sýknaður í öðrum spillingarmálum á þeim forsendum að sakir hafi verið fyrnd. - gb Dómstóll úrskurðar gegn lögum um friðhelgi: Spillingarmál Berlusconi komin aftur á dagskrá SILVIO BERLUSCONI Ætlar ekki að segja af sér. NORDICPHOTOS/AFP Einar spyr um strandveiðar Einar K. Guðfinnsson Sjálfstæðisflokki hefur lagt fram ítarlega fyrirspurn til sjávarútvegsráðherra um strand- veiðar. Meðal annars spyr hann hve mikill hluti aflans fór til vinnslu í þeim höfnum sem landað var. Og vistunarmat Einar spyr líka hvort heilbrigðisráð- herra ætli að beita sér fyrir því að vist- unarmati aldraðra verði breytt á þann veg að tekið verði tillit til aðstæðna alzheimer-sjúklinga og annarra með skylda sjúkdóma. Og Sementsverksmiðjuna Þá spyr hann iðnaðarráðherra hvort hún hyggist beita sér fyrir sérstökum aðgerðum til að tryggja rekstrar- grundvöll Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. ALÞINGI EGYPTALAND Egypsk stjórnvöld hafa slitið samstarfi við lista- safnið Louvre í París. Aahi Hawass, yfirmaður egypska þjóðminjasafnsins, segir að samstarfið verði ekki endurnýj- að fyrr en stjórnendur Louvre skili aftur egypskum forn- munum sem þeir hafi keypt af þjófum. Hawass segist hafa skrifað stjórnendum Louvre bréf fyrir sjö árum þar sem þeir voru beðnir um að ráðfæra sig við egypsk stjórnvöld áður en þeir keyptu egypska fornmuni. Það hafi stjórnendur Louvre ekki gert heldur keypt fimm vegg- myndir sem stolið hafi verið úr grafhýsi í hinni fornu borg Þebu. Stjórnendur Louvre hafa neitað að tjá sig um málið. - th Egyptar æfir út í Frakka: Slíta tengslum við Louvre 1 Um hvað er bókin eftir Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, sem kemur út í næsta mánuði? 2 Hvað þurftu starfsmenn Vals að gera fyrir leikinn gegn Torres? 3 Hvaða lesefni útgáfustjóra Morgunblaðsins komst í fréttir í vikunni? SVÖRIN ER AÐ FINNA Á SÍÐU 62 Barack Obama Bandaríkjaforseti ræðir við helstu ráðgjafa sína í öryggismálum: Dregur úr stuðningi við hernaðinn í Afganistan ORKUMÁL Gjald upp á 20 til 30 aura á hverja kílóvattstund af raf- magni er miklu nær lagi en ein króna á hverja kílóvattstund, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðn- aðarráðherra. Í greinargerð um orku-, umhverfis- og auðlindagjöld í fjárlagafrumvarpinu var rætt um eina krónu á kílóvattstund sem átti að skila sextán millj- örðum króna í ríkissjóð og olli það töluverð- um titringi hjá talsmönnum stóriðjunnar á Íslandi. Töluna 20 til 30 aura nefndi Stein- grímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í gær. Katrín segist ekki hafa rætt við Steingrím um þessa tölu. Málið sé enn í vinnslu og verði vonandi klárað í þessum mánuði. „Ég hef aldrei talað gegn þess- ari aðferðafræði heldur var það upphæðin sem menn nefndu sem var alveg út úr korti. Það var eins og það kæmi til greina að sækja sextán milljarða með því að leggja eina krónu á hverja kílóvattstund. Ég er ekki einu sinni viss um að Steingrímur hafi vitað af því að þessi króna á kílóvattstund hafi verið sett inn í greinar gerðina.“ Spurð hver hafi gert það segir Katrín: „Þú verður að spyrja þá sem skrif- uðu greinargerðina. Það var ekki mitt ráðuneyti en það var náttúr- lega mikil pressa á fjármálaráðu- neytinu þegar menn voru að skila fjárlagafrumvarpinu og þeim er kannski vorkunn að því.“ Í grein sinni í Fréttablaðinu í gær spyr Steingrímur hvort 20 til 30 aurar á kílóvattstund séu óbærileg hækkun á raforkuverði fyrir stóriðjufyrirtækin. Ragnar Guðmundsson, for- stjóri Norðuráls, segir að gerðir hafi verið langtímasamningar um raforkuverð og skattamál við íslenska ríkið. „Við göngum auðvitað út frá því að þeir samningar haldi,“ segir Ragnar. „Aðalatriði máls- ins er að fjárfestar geti treyst því að þeir samningar sem gerðir eru við íslensk stjórnvöld haldi. Það er grundvöllur fyrir frekari fjárfestingum hér. Ég held að það ætti frekar að horfa til fram tíðar og sjá hvernig við getum aukið tekjuöflun í gegnum auknar framkvæmdir í landinu frekar en að reyna að kreista eitthvað út úr þeim fyrirtækjum sem þó enn standa í báðar fætur á Íslandi.“ Spurður hvort Norðurál geti neitað því að greiða aukna skatta á grundvelli undirritaðra samn- inga segir Ragnar: „Ég ætla ekk- ert að fullyrða neitt um slíkt í svona samtali.“ trausti@frettabladid.is Katrín tekur vel í hugmynd Steingríms um orkuskatta Fjármálaráðherra leggur til að lagt verði 20 til 30 króna gjald á hverja kílóvattstund. Iðnaðarráðherra tekur vel í hugmyndina. Forstjóri Norðuráls vill ekki svara því hvort fyrirtækið geti neitað að borga. Ólafur Teitur Guðnason, hjá Alcan í Straumsvík, segir að tuttugu til þrjátíu aurar á kílóvattstund þýði 600 til 900 milljónir króna viðbótar- útgjöld á ári fyrir Alcan og það sé mjög mikið. Spurður hvort það yrði óbærileg hækkun eins og Steingrímur J. spyr í grein sinni segir Ólafur Teitur: „Ég get nú ekki svarað því. Ég get ekki farið út í þá sálma. Þá er ég kominn út í einhverjar samninga- viðræður. Steingrímur spyr hvort við viljum ekki leggja okkar af mörkum í því sambandi er ágætt að benda á að síðastliðin tíu ár hefur Alcan greitt þrettán milljarða í tekjuskatt. Þannig að við erum svo sannarlega að leggja okkar af mörkum.“ ÞRETTÁN MILLJARÐAR Í TEKJUSKATT KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.