Fréttablaðið - 08.10.2009, Side 26
26 8. október 2009 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Ýmsar sprungur í innviðum íslenzks samfélags minna
nú á tilveru sína í kjölfar hruns-
ins. Margir þóttust ekki þurfa að
taka eftir sprungunum, meðan
allt virtist leika í lyndi, og
þrættu jafnvel fyrir þær, en nú
er ný staða komin upp. Landið
leikur á reiðiskjálfi. Nú verður
ekki lengur undan því vikizt að
horfast í augu við ýmsar óþægi-
legar staðreyndir. Hér ætla ég að
staldra við eina slíka.
Sjálftökusamfélag
Ísland er sjálftökusamfélag. For-
réttindahópum hefur með full-
tingi stjórnmálamanna haldizt
uppi að skara eld að eigin köku
með því að skammta sjálfum sér
hlunnindi og fé á kostnað almenn-
ings. Ókeypis úthlutun aflaheim-
ilda til útvegsmanna samkvæmt
lögum, sem þeir sömdu sjálfir
og Alþingi samþykkti, er aug-
ljóst og afdrifaríkt dæmi. Illa
útfærð einkavæðing bankanna
fyrir fáeinum árum fylgdi sömu
forskrift með afleiðingum, sem
blasa nú við heiminum öllum.
Sjálftökuhefðin nær marga ára-
tugi aftur í tímann. Hver skyldi
hafa reist sér sumar bústað í þjóð-
garðinum á Þingvöllum næst Val-
höll, sem nú er nýbrunnin? Það
var formaður Þingvallanefndar,
nema hvað, þá þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, nú löngu látinn.
Ætli Morgun blaðið hafi mótmælt
sjálftökunni? Eða Tíminn? Nei,
þetta var partur af hefðbundnum
helmingaskiptum. Hin flokks-
blöðin andæfðu ekki heldur að
neinu gagni, ef þau þá sögðu
múkk.
Æ síðan hefur Þingvallanefnd
notað þjóðgarðinn til að búa til
ýmis einkahreiður í blóra við
lög. Í fyrstu grein laga um þjóð-
garðinn á Þingvöllum segir: „Hið
friðlýsta land skal vera undir
vernd Alþingis og ævinleg eign
íslensku þjóðarinnar. Það má
aldrei selja eða veðsetja.“ Samt
hefur Þingvallanefnd heimil-
að byggingu fjölda einkabú-
staða og aðrar framkvæmdir í
þjóðgarðinum fram á síðustu ár.
Allir vita um lögleysurnar, en
enginn gerir neitt.
Á allra vörum
Spilling af þessu tagi hefur ára-
tugum saman verið á allra vörum.
Hún er varðveitt í munnlegri
geymd, en fáar skrifaðar heim-
ildir eru til um hana. Blöðin voru
flokksblöð og urðu bankablöð, og
Mogginn er nú útvegsblað. Við-
skiptasaga landsins er að mestum
hluta sjálfsævisaga. Bankarnir
hafa sjálfir líkt og ýmis stór-
fyrirtæki og fyrirtækjasamtök
ráðið sagnfræðinga og aðra til
að skrá sögu sína. Hvernig ætli
stjórnmálasaga heimsins liti út,
væri hún eingöngu reist á sjálfs-
ævisögum stjórnmálamanna?
Hún myndi þá breiða yfir ýmsar
óþægilegar staðreyndir. Einmitt
þannig er viðskiptasaga Íslands.
Til eru skrifaðar heimildir á
stangli um gamalt bankamis-
ferli, til dæmis ritgerð í Skírni
eftir Sigurð Nordal prófessor
1924 og nokkru yngri bréfa-
skipti bræðranna Bjarna og Pét-
urs Benediktssona, sem ég hef
rifjað upp á þessum stað og víðar,
en misferlið var aldrei dregið
fram í dagsljósið. Þess er hvergi
getið í sjálfsævisögum bankanna.
Hvergi er heldur til skrifleg
heimild um erindið, sem einn
ríkisbankastjórinn bar upp við
aðstoðarmann ónefnds ráðherra,
en erindið var þetta: bankastjór-
inn sagðist mundu kunna betur
við, að hann fengi að vita fyrir
fram um gengisfellingar líkt og
bankastjórar hinna bankanna.
Kannski hefðu menn gætt sín
betur við einkavæðingu bank-
anna, hefði hulunni verið svipt
í tæka tíð af gömlu ríkisbanka-
hneykslunum.
Tvær færar leiðir
Brýnt er að færa til bókar gömlu
spillingarsögurnar, svo að kom-
andi kynslóðir þurfi ekki að
ganga gruflandi að sögu lands-
ins. Fólkið í landinu þarf að fá að
bera vitni um ástand fyrri tíðar.
Til þess eru tvær leiðir færar.
Í fyrsta lagi er nú starfrækt í
Háskóla Íslands Miðstöð munn-
legrar sögu, sem Guðmundur
Jónsson, prófessor í sagnfræði,
veitir stjórnarforustu. Til mið-
stöðvarinnar geta menn beint
upplýsingum, sem þeir telja geta
komið að gagni við að skrá sögu
landsins rétt. Gefi nógu margir
glöggir menn sig fram, hlýtur
miðstöðin að veita upplýsingum
þeirra í frjóan farveg.
Í annan stað hefur Þjóðminja-
safn Íslands lengi safnað skipu-
lega heimildum um lífshætti á
eldri tíð, til dæmis um fráfærur
og refagildrur úr grjóti, með
því að semja spurningaskrár og
senda fólki. Þar hefur í þessu
skyni frá 1963 verið starfrækt
sérstök þjóðháttadeild fyrir
frumkvæði Kristjáns Eldjárn,
þá þjóðminjavarðar og síðar for-
seta Íslands. Margir af þessum
spurningalistum safnsins eru til
komnir fyrir tilstilli annarra.
Þjóðminjasafnið þyrfti að láta
semja og senda út slíka spurn-
ingalista um gömlu spillinguna:
forréttindi, frænddrægni, fyrir-
greiðslu, klíkuskap, mútur, nápot
og annað hefðhelgað svindl,
sem fólk ýmist þekkir sjálft af
eigin raun eða man eftir öðrum
leiðum.
Skrifleg geymd
Í DAG | Saga Íslands
ÞORVALDUR GYLFASON
Tebollur
með rúsínum og með súkkulaðibitum
Íslenskur gæðabakstur
ný
tt
UMRÆÐAN
Erla Kristinsdóttir skrifar um
endómetríósu
Sárir og mjög miklir tíðaverkir eru eitt helsta einkenni endómetríósu
eða legslímuflakks. Endómetríósa er
sjúkdómur þar sem slímhúð sem ein-
ungis á að vera innan legsins finnst utan
þess og þá oftast í kviðarholi. Það tekur
að meðaltali 6-10 ár að greina sjúkdóm-
inn og er hann talinn vera mjög van-
greindur þar sem margar konur leita
sér aldrei hjálpar vegna hans.
Miklir tíðaverkir geta aldrei talist eðlilegir.
Tíðaverkir teljast vera óvenju miklir þegar þeir
hafa áhrif á daglegt líf konunnar og hún getur
ekki stundað vinnu og félagslíf eins og hún er vön.
Því hefur stundum verið haldið fram að tíðaverkir
séu böl konunnar og við þá verði hún að
lifa. Það er hinsvegar full ástæða til þess
að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni og
athuga hvort að um endómetríósu sé að
ræða ef tíðaverkir hafa reynst konum böl
hingað til.
Endómetríósu fylgja einnig ýmis sál-
ræn og andleg einkenni. Þau helstu eru
þreyta, síþreyta, sektarkennd og þung-
lyndi. Samtök kvenna með endómetríósu
halda fræðslufund um andleg einkenni
endómetríósu laugardaginn 10. október
kl. 14 í Hringsal Landspítalans við Hring-
braut. Áhugasamir eru hvattir til þess að
mæta og fræðast um sjúkdóminn. Einnig má leita
sér frekari upplýsinga á heimasíðu samtakanna,
endo.is.
Höfundur er formaður Samtaka
kvenna með endómetríósu.
Færð þú sára tíðaverki?
ERLA KRISTINSDÓTTIR
Brýnt er að færa til bókar
gömlu spillingarsögurnar, svo
að komandi kynslóðir þurfi
ekki að ganga gruflandi að
sögu landsins. Fólkið í landinu
þarf að fá að bera vitni um
ástand fyrri tíðar.
Of gildishlaðið
Björn Bjarnason er ekki par hrifinn af
nafnabreytingum á hans gamla ráðu-
neyti, sem kemur til með að heita
dóms- og mannréttindaráðuneytið.
Birni þykir mannréttindi allt of
gildishlaðið hugtak til að geta átt
heima í titli ráðuneytis. Þetta er
laukrétt athugað hjá Birni; nýja
nafngiftin ber yfir sér blæ undar-
legra hugmynda í þá veru að
gera eigi mannréttindum
hátt undir höfði. Hér er
því þörf á hlutlausara og
meira lýsandi hugtaki.
Hvað um: ráðuneyti
dómsmála og hlut-
skiptis mannsins?
Hin tæra snilld
Orðin „tær snilld“, sem Sigurjón
Árnason lét falla um Icesave-reikn-
ingana eru fyrir löngu orðin alræmd
og fáir, ef nokkrir, eru fáanlegir til að
taka undir það í dag. Nú er hins
vegar allt komið í háaloft
hjá Vinstri grænum
út af Icesave, sem í
versta falli gæti lyktað
með klofningi hreyf-
ingarinnar. Sjálfsagt
fyndist einhverjum
á hægri
vængn-
um það
vera „tær
snilld“.
Á lokalokalokastigi
Eins og rakið var í Fréttablaðinu í
gær hefur Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra ítrekað lýst því yfir á
undanförnum mánuðum að endur-
reisn bankakerfisins sé á lokastigi,
nú síðast í stefnuræðu á mánu-
dagskvöld. Er einhver ástæða
til að taka meira mark á því
nú en í byrjun febrúar? Hér
er það lagt til að Jóhanna
Sigurðardóttir minnist ekki
á bankaendurreisn á
lokastigi fyrr en hún er
sannarlega í höfn.
bergsteinn@frettabladid.isÞ
jóðin minnist þess um þessar mundir að ár er liðið frá
hruni íslenska bankakerfisins. Fátt er ljóst um það hvað
framtíðin ber í skauti sér, annað en að fyrir liggur að
landið er svo skuldsett að það mun taka áratugi að vinna
sig út úr því. Vitanlega hefur almenningur áhyggjur af
stöðu mála, ekki síst þeim þætti að varpa skuldaklafa á herðar
afkomendunum. Þessar áhyggjur birtast greinilega í umræðunni
um Icesave-málið.
Icesave-málið er vel afmarkað að umfangi. Það er auðvelt að
benda á það hverjir bera ábyrgð á því og ættu þess vegna að glíma
við afleiðingarnar. Það er sömuleiðis morgunljóst að íslenskur
almenningur átti engan þátt í Icesave-klúðrinu og ætti því ekki
að sitja uppi með fjárhagslegar afleiðingar þess. Hitt er líka ljóst
að Íslendingar eru þjóð meðal þjóða í alþjóðlegu samhengi og
eins og sakir standa er okkur afar mikilvægt að njóta virðingar
og velvilja á þeim vettvangi.
Í samskiptum milli ríkja tíðkast að taka skuldbindingar alvar-
lega. Samningum milli aðila verður heldur ekki breytt nema
með aðkomu, eða í það minnsta samþykki, þeirra sem hlut eiga
að máli. Þetta á við um þær skuldbindingar sem gefnar voru í
Icesave-málinu strax síðastliðið haust og samningana sem svo
voru undirritaðir á vordögum, hvaða skoðun sem menn hafa svo
á réttlætinu í því.
Umræðan um Icesave-málið hefur á stundum einkennst af
ábyrgðarleysi. Stjórnarandstaðan hefur dregið upp þá mynd að
oddvitar ríkisstjórnarinnar hafi í hendi sér val á milli tveggja
kosta, annars vegar að hlekkja þjóð sína í ævarandi skuldafang-
elsi og hins vegar að byggja upp sjálfstætt samfélag sem ekki
þiggur aðstoð frá öðrum þjóðum og reiðir sig því, að minnsta
kosti næstu árin, að mestu á sjálfa sig þangað til hún getur risið
skuldlítil upp úr kreppunni.
Látið hefur verið að því liggja að valið standi á milli kreppu
sem vissulega geti orðið mjög djúp á næstu mánuðum og miss-
erum en svo muni uppbyggingin verða hröð, og hins að kreppan
verði ekki ívið eins djúp en á móti komi skuldaklafinn sem fylgja
muni þjóðinni langt inn í framtíðina.
Gallinn er hins vegar sá að kreppa er ekki fyrirbrigði af
ákveðnu fyrirframgefnu umfangi sem val stendur um hvernig
er tekið út; annað hvort dýpra og hraðar eða grynnra og lengur.
Þvert á móti er eðli kreppu því miður þannig að því dýpri sem hún
verður, þeim mun líklegra er að afleiðingar hennar vari lengur.
Þannig er það engan veginn gefið að fjárhagslegar byrðar sem
börn okkar og barnabörn þurfa að bera vegna hrunsins 2008 verði
minni þótt Íslendingar greiði ekki Bretum og Hollendingum
krónu upp í Icesave-skuldirnar.
Vinstriflokkarnir fengu skýrt umboð þjóðarinnar í vor til að
stýra endurreisn samfélagsins eftir hrunið. Skilaboð þjóðarinnar
í kjörklefanum voru að hún vildi að velferðargildi félagshyggju-
aflanna yrðu höfð að leiðarljósi við þær afar erfiðu aðstæður sem
við glímum nú við. Það er ábyrgðarhluti að virða þessi skilaboð að
vettugi og vera kann að það gæti orðið þjóðinni jafnvel dýrkeypt-
ara en að standa við Icesave-skuldbindingarnar, bæði pólitískt
og efnahagslega.
Þjóðin valdi gildi félagshyggjunnar
við uppbyggingu samfélagsins.
Er val?
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR