Fréttablaðið - 08.10.2009, Síða 41
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2009
1. Fantasy, st. 36–41.
Fást í svörtu.
Verð 34.995,-
2. Gladiator, st. 36–41.
Fást í appelsínugulu, svörtu og snake.
Verð 17.995,-
3. Studio London, st. 36–41.
Fást í svörtu.
Verð 10.995,-
4. Vagabond, st. 36–41.
Fást í Camel.
Verð 24.995,-
1.
2.
3.
4.
Elísabet Heiðdal Vilhjálmsdótt-
ur, verslunarstjóri Kaupfélags-
ins í Kringlunni, spáir grófri og
rokkaðri kvenskótísku í vetur.
„Í vetur verður það gróft, svart,
kamelbrúnt og látlaust.“ Þannig
lýsir Elísabet Heiðdal Vilhjálms-
dóttir hjá Kaupfélaginu skótísku
kvenna í vetur og bætir við að
jafnframt verði platform-skór og
„wedge“ áberandi eftir því sem
Vetur konungur breiðir úr sér.
„Eiginlega má segja að tísk-
an verði svolítið rokkuð á næst-
unni. Við eigum eftir að sjá eitt-
hvað af konum í fremur grófum
og uppreimuðum leðurstígvélum
með rúnnaðri tá eða í svokölluðum
mótorhjólaskóm, sem eru svona
tveir þriðju ökklaskór,“ útskýrir
Elísabet og segir að sést hafi til
þekktra kvenna eins og fyrirsæt-
unnar Kate Moss í þannig skóm að
undanförnu.
Elísabet segir slíkan skófatnað
henta við alls kyns fatnað.
„Skórnir eru til dæmis flottir við
niðurþröngar og götóttar galla-
buxur. Einnig grófar sokkabuxur
og prjónapeysur, en það getur
komið vel út og sérstaklega á eldri
konum, sem eiga að vera ófeimnar
við að vera rokkaðar. Þær eru það
nú oft enda stunda konur á öllum
aldri viðskipti við okkur.“
Elísabet segir að þótt grófir skór
verði áberandi, til dæmis í merkj-
um eins og Bullboxer, verði ýmis-
legt fleira á boðstólum hjá Kaup-
félaginu. „Til dæmis dömulegir
skór frá Fantasy, sem eru notaðir
við fínni tækifæri. Eða falleg stíg-
vél frá hinu sænska Vagabond, en
frá því fyrirtæki fáum við einnig
gott úrval af grófum skóm.“ Hún
bætir við að eins fáist ódýrir og
vandaðir skór frá Studio London,
Studio 56 og fleirum.
En hvers konar skór hitta alltaf
í mark? „Alltaf er gott að eiga
par af flugfreyjuskóm, þessa lát-
lausu með lokuðu tánni. Hjá okkur
fást slíkir skór í Logo 69-línunni
úr smiðju íslenska hönnuðarins
Mörtu Johnson. Þeir eru með sex
og tíu sentimetra hælum, fáanlegir
í mörgum litum og ganga við nán-
ast hvað sem er.“
Flugfreyjuskór klikka ekki
Elísabet segir gott skóúrval í Kaupfélaginu, en verslanir undir merkjum þess eru
reknar í Kringlunni og Smáralind. „Svo má nú benda á að um þessar mundir stendur
yfir útsala á vörum okkar í Smáralind og svo Kringlunni í tengslum við Kringlukast.“
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Allir þekkja sögunna af hinni ótrúlega léttstígu stúlku
Öskubusku sem dansaði á glerskóm.
Margir muna eftir að hafa lært vísu í bernsku um kerlingu í stígvéli
sem hófst svona: „Ein stór og digur kerling í stígvéli bjó …“
Rauðu skórnir hans H.C. Andersen. Sagan af rauðu skón-
um er ógnvekjandi saga af því hvernig hégómi getur villt
fólki sýn og gleði snúist upp í hrylling.
Fallegar stúlkur í skóm sem geyma galdur eru algengt minni í ævin-
týrum rétt eins og prinsar og bræður í álögum.
Skór gegna oft miklu hlutverki í ævintýrum. Stund-
um eru þeir þeim eiginleikum gæddir að fara sjö
mílur í hverju skrefi, í sumum má búa og enn aðrir
geta leitt þann sem þá dregur á fætur sér til æðstu
hamingju eða til glötunar.
Galdur og
ævintýri
Dórótea sem við þekkjum úr sögunni af galdrakarlinum í Oz gat
notað skó vondrar nornar til að komast aftur heim til Kansas.
M
YN
D
IR
/N
O
RD
IC
P
H
O
TO
S
G
ET
TY