Fréttablaðið - 08.10.2009, Page 42
8. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR
1. Bianco – leðurstígvél
Verð 34.900,-
2. Bianco – leðurstígvél
Verð 21.900,-
3. Bianco – leðurskór
Verð 19.900,-
4. Bianco – leðurstígvél
Verð 31.900,-
1.
2.
3.
4.
„Einu sinni lagði ég mikla áherslu á að skórnir litu
sem best út og þótti skilyrði að þeir væru með háum
hæl,“ segir Marta María Jónasdóttir, fagurkeri og
blaðamaður á pressan.is. Marta á tvo drengi og er sá
yngri aðeins þriggja mánaða. Hún segist því ekki gera
kröfu um að hvert einasta skópar sem hún eignast sé
með háum hæl um þessar mundir. Það sé bara full
erfitt að sjá um lítil börn á háum hælum. Hún er þó
ekki af baki dottin þegar kemur að smartheitum enda
ekki kölluð Marta smarta fyrir ekki neitt. „Skvísu-
gangurinn verður að víkja annan hvern dag eða svo
fyrir praktískum áherslum,“ segir hún galvösk.
Marta segir að miklu máli skipti að hugsa vel um
skóna sína. Því fari hún reglulega með þá skó sem
henni eru kærir til skósmiðs og láti lappa upp á þá.
Hún bendir líka á að það geti verið dýrt að spara og
gott sé að hafa gæðin í fyrirrúmi þegar keyptir eru
skór til að ganga í hversdags, jafnvel þótt þeir séu í
dýrari kantinum. Inn á milli sé svo hægt að kaupa
ódýrari skó sem séu akkúrat í tísku þá stundina.
„Þegar ég hef farið til Ítalíu hef ég lagt á mig langt
ferðalag til að komast í útsölumarkaði Prada og Gucci.
Ég rata ekki mikið þar í landi en ég veit nákvæm-
lega hvernig á að
komast á þessa
staði,“ segir hag-
sýna húsmóðirin
og skellir upp úr.
„Einu sinni man-
aði ég vinkonu
mína til að leigja
með mér bíl svo
við kæmumst á
þessa markaði.
Við keyrðum í marga klukkutíma til þess eins að
kaupa skó og föt,“ segir hún og játar að þótt hún vilji
eiga fallega skó og föt sé hún svolítið nísk. - kdk
Unnur Lára Bryde, annar af
aðaleigendum skóverslunar-
innar Bianco, segir margt
spennandi að gerast í skótísku
vetrarins. Hælaskórnir eru með
þykkari hælum og rúnnaðri
tá og lágbotna stígvél og skór
eiga upp á pallborðið. Þórunn
Sigurðardóttir á og rekur
Bianco með Unni Láru.
„Flatbotna stígvél, sem ná upp yfir
hné, eru mjög mikið í tísku og al-
mennt virðist mikill spenningur
fyrir lágbotna skóm,“ segir Unnur
Lára. „Ökklaskór eru líka mjög vin-
sælir og hælarnir eru þykkari og
breiðari en áður og eitthvað er að
koma af hælum úr filterefni í stíg-
vélunum. Mjög mikið er um hælaskó
sem eru með þykkum botni undir
táberginu en almennt eru tærn-
ar rúnnaðri nú þótt þær séu ekki
breiðar.“
Litir vetrarins eru svartur, eins
og endranær, en sérstaka eftir-
tekt vekur grár sem er mjög áber-
andi, ekki hvað síst í ökklaskóm, að
sögn Unnar Láru. „Með gráum og
svörtum eru svo brúnir tónar í stíg-
vélum og kuldaskóm. Spariskórnir
eru í skemmtilegum litum í ár, svo
sem kóngabláum og eldrauðum en
í kringum jólin munum við svo sjá
meiri glamúr, svo sem pallíettur,
gull og silfur og skraut á skónum.“
Satín er að sögn Unnar Láru áber-
andi í spariskónum og mikið um að
þeir séu bundnir að framan með
reimum sem eru þræddar í göt.
„Við erum aftur að sjá reimaða
hermannaklossa, grófari gerðir af
kuldaskóm, og til að mynda erum
við með æðisleg ljósbrún kulda-
stígvél með rauðappelsínugulum
rennilás. Ekki má gleyma því að
Bianco er einnig með mikið af tösk-
um, klútum og skarti á góðu verði,
sem er tilvalið í jólagjafir og tæki-
færisgjafir. Það er mjög gott verð
á stærri töskum hjá okkur sem er
bæði hægt að nota í skólann og sem
tölvutöskur.“
Unnur Lára bendir á heimasíðu
Bianco, www.bianco.com, þar sem
finna má allar vörur sem Bianco
framleiðir. „Bianco-fyrirtækið er
eins og ein stór fjölskylda og við
höfum fundið fyrir því eftir að
kreppan skall á. Bianco úti hefur
aðstoðað okkur við að halda verðinu
niðri og við finnum fyrir ótrúleg-
um velvilja og hjálp. Það er óvenju-
legt að jafnstórt fyrirtæki sé jafn
persónulegt og notalegt í samskipt-
um. Og það skilar sér til viðskipta-
vinanna.“
Grár litur aftur í tísku
Gráir ökklaskór, reimaðir hermannaskór og kóngabláir hælaskór eru meðal þess sem finna má í Bianco þessi misserin.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Gerði góð kaup á Ítalíu
Marta María er fagurkeri af guðs náð og ekki kölluð Marta
smarta fyrir ekki neitt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Marta María á orðið dágott safn af flott-
um skóm sem henni eru mjög kærir.