Fréttablaðið - 08.10.2009, Page 50
34 8. október 2009 FIMMTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Frændi okkar,
Baldur Steinbach
Skjóli v/Kleppsveg, áður til heimilis að
Skeljagranda 8, Reykjavík,
lést 24. september sl. Útför hans fer fram í kyrrþey.
Margrét Guðmundsdóttir
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
stjúpföður og sonar,
Ágústs Björns Hinrikssonar
Norðurvangi 34, Hafnarfirði.
Margrét Hildur Steingrímsdóttir
Örn Ingi Ágústsson Hildur Ársælsdóttir
Hinrik Þór Ágústsson Hulda Magnúsdóttir
Íris Tinna Margrétardóttir
Þorsteinn Bjarni Viðarsson
Hinrik V. Jónsson Hulda Magnúsdóttir
Ástkær móðir mín,
Ólafía Guðrún Blöndal
(Lóa)
Hverafold 27,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir 1. október sl. Útförin fer
fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 12. október
kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Blóm
og kransar vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Anna María Hákonardóttir Blöndal
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
Sigurðar Jóns Jóhannssonar
frá Hlíð í Ólafsfirði, Skógarhólum 29a,
Dalvík.
Jóna Berg Garðarsdóttir
Rósa María Sigurðardóttir
Friðjón Sigurðsson Lára Steina Konráðsdóttir
Gunnlaug Ósk Sigurðardóttir
Sigurbjörg Helga Sigurðardóttir
Hanna Gerður Sigurðardóttir
og afabörnin.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Gunnar Hvammdal
Sigurðsson
veðurfræðingur,
er andaðist mánudaginn 5. október, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 9. október kl. 13.00.
Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir Bill Jenkins
Helga Gunnarsdóttir Val Bracey
Ásta Kristín Gunnarsdóttir Oddur Björnsson
og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Þórir Daníelsson
frá Bjargshóli, Miðfirði,
sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn
30. september sl., verður jarðsunginn frá
Digraneskirkju föstudaginn 9. október kl. 13.00.
Margrét Þórisdóttir Magnús Jónsson
Daníel Þórisson
Helgi Þórisson Ingibjörg Þorkelsdóttir
Alexander Þórisson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg systir okkar, frænka og vinkona,
Kristjana A. Johnsen
lést þriðjudaginn 6. október að hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum, Reykjavík. Útförin verður auglýst
síðar.
Gerd Inga og Johnny
Anna Lisa og Svein
Unnar
Hrafnhildur, Þorleifur
og fjölskyldur.
Útför ástkærs eiginmanns míns og föður
okkar,
Friðriks Árna
Kristjánssonar
Túngötu 23 Tálknafirði,
fer fram frá Tálknafjarðarkirkju laugardaginn 10. októ-
ber kl. 14.00. Jarðsett verður í Bíldudalskirkjugarði.
Nanna Júlíusdóttir, börn og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Elínborg Þuríður
Magnúsdóttir
Gullsmára 7, Kópavogi,
lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 29. september. Útförin fer fram frá
Kópavogskirkju föstudaginn 9. október kl. 13.00.
Jóhannes Pétursson Þuríður Ingólfsdóttir
Sólborg Anna Pétursdóttir Þórður Friðriksson
Magnús Rúnar Pétursson
barnabörn og langömmubörn.
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
JESSE JACKSON ER 68 ÁRA
Í DAG.
„Stóratburðir gerast á
litlum stöðum. Jesús
Kristur fæddist í Betle-
hem. Jesse Jackson
fæddist í Greenville.“
Jesse Jackson hefur um
árabil barist fyrir rétt-
indum blökkumanna
í Bandaríkjunum og
margoft sóst eftir útnefn-
ingu Demókrataflokksins
sem forsetaframbjóðandi.
„Þetta er búinn að vera mjög skemmti-
legur dagur, við brutum hann upp að
mestu leyti og breyttum út af hefð-
bundnu skólastarfi,“ segir Gunnar
Þór Jónsson, skólastjóri Heiðarskóla
í Reykjanesbæ, en skólinn fagnaði tíu
ára afmæli sínu í gær.
Hátíðahöldin hófust með því að
nemendur smíðuðu eins konar ísmola-
skúlptúr á hringtorginu við skólann.
Hver nemandi kom með eigið ísmola-
listaverk í púkkið, og höfðu margir
skreytt molana sína með matarlit,
gróðri eða jafnvel leikföngum.
Því næst föðmuðu nemendur og
starfsfólk skólann sinn með því að
mynda utan um hann keðju.
Þá tók við skemmtidagskrá í íþrótta-
húsi skólans, þar sem viðstaddir sungu
afmælissönginn, horfðu á danssýningu
nemenda og fylgdust með ljóðagjörn-
ingi. Þá vakti tónlistaratriði tveggja
drengja í sex ára bekk óskipta athygli,
en þeir tóku lagið Mýrdalssandur sem
GCD gerði frægt. Annar drengjanna
deilir einmitt nafni með öðrum for-
sprakka þeirrar sveitar, Rúnari Júlíus-
syni. Framlag félaga hans, Hrannars
Albertssonar, þótti ekki síðra.
Auk þess var nýr skólasöngur
valinn úr tillögum sem borist höfðu
í samkeppni þar um. Verðlaunalagið
var frá Bryndísi Jónu Magnúsdóttur,
kennara við skólann, og heitir Skólinn
á Heiðinni.
Að því loknu var blásið til hádegis-
verðar og síðan tók við hefðbundið
skólastarf, það er þangað til nemend-
ur fengu skúffuköku og mjólk í tilefni
dagsins.
Gunnar Þór hefur starfað við skól-
ann frá stofnun hans árið 1999. Fyrst
var hann aðstoðarskólastjóri en tók við
skólastjórastarfinu árið 2001. Hann
segir skólastarfið hafa þróast allt frá
upphafi. Reynt sé að leggja áherslu á
listir og verkkennslu, og í skólanum
sé góður andi og mikil jákvæðni ein-
kenni hópinn.
En ætlar hann að vera við skólann
í tíu ár enn? „Ég lofa því nú ekki, ég
er orðinn háaldraður maður.“ segir
hann og hlær, ekki nema 57 ára gam-
all. „En ætli maður verði ekki eitthvað
lengur,“ bætir hann síðan við.
stigur@frettabladid.is
HEIÐARSKÓLI: FAGNAÐI TÍU ÁRA AFMÆLI SÍNU MEÐ POMPI OG PRAKT
Sex ára Rúni Júl tók lagið
ÍSMOLAVERKIÐ Krakkarnir mættu með heimatilbúin ísverk og stöfluðu þeim á miðja umferðar-
eyjuna. Ekki er vitað hve marga lífdaga verkið á eftir. MYND/HEIÐARSKÓLI
Á þessum degi árið 1977 lauk 29 klukkustunda málflutningi
í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Upphaf málsins má rekja
til hvarfs Geirfinns Einarssonar 19. nóvember 1974. Seinna
meir blandaðist hvarf annars manns inn í málið, Guðmundar
Einarssonar.
Fjögur ungmenni voru hneppt í gæsluvarðhald og höfð í
haldi svo mánuðum skipti. Meðferð á sakborningum var um-
deild og Þjóðverjinn Karl Schütz, sem var feng-
inn til að stýra rannsókn málsins, lýsti því
yfir að meðferð þeirra hefði minnt sig á
blómatíð nasismans.
Dómur féll í Hæstarétti árið 1980 og
voru ungmennin fundin sek. Játningar
sínar drógu þau síðar til baka og reyndi
Sævar Cieselski að fá málið tekið upp
aftur, árið 1996, án árangurs. Sérstaka at-
hygli vakti á þeim tíma að Davíð Oddsson,
þáverandi forsætisráðherra, hvatti til endur-
upptöku málsins.
ÞETTA GERÐIST: 8. OKTÓBER 1977
Málflutningi lauk