Fréttablaðið - 08.10.2009, Qupperneq 54
38 8. október 2009 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
> Ekki missa af
seinni flutningi verksins
Náttúra eftir Hrafnhildi Hagalín
sem er í kvöld kl. 22.15 á Rás
1: Einbúi í afskekktum dal
verður var við að eini nágranni
hans er horfinn. Hvert fór
hann? Hvar er hann? Hvers
vegna er hann ekki sjáanleg-
ur lengur? Nágranninn var
enginn vinur hans, samt getur
einbúinn ekki á heilum sér
tekið. Hann ákveður að fara
og grennslast fyrir um hvarfið.
Í burðarhlutverki er Erlingur
Gíslason.
Á tónleikum næstu helgi flytur
kórinn Fílharmonía tvö heillandi
kórverk frá tuttugustu öldinni sem
bæði skírskota til framandi heims-
álfna. Hin vinsæla suður-ameríska
messa, Misa Criolla, eftir argent-
ínska tónskáldið Ariel Ramirez, er
byggð á þjóðlegum tónlistararfi álf-
unnar. Kreólamessan, eða messa
innfæddra, er ein fyrsta kaþólska
messan í heiminum sem samin er
í þjóðlegum stíl. Hitt verkið er Fjöl-
menningarmessa eftir sænsk-úrúg-
væska tónskáldið og hljóðfæraleik-
arann Yamandú Pontvik, en hann
sækir innblástur og efnivið í þetta
fjörlega og ryþmiska tónverk úr
fjölmörgum áttum og vefur saman
heillandi og seiðandi tónheim. Í messunni má
heyra afrískan víxlsöng, austurlenskan dýrðar-
söng, trúarjátningu í sænskum þjóðlagastíl,
argentínska zömbu og Sanctus í
Candombe-tónlistarstílnum.
Einsöngvarar á tónleikunum
eru Einar Clausen og Hafsteinn
Þórólfsson en auk þess leikur
fimm manna ryþmahljómsveit
með kórnum, hana skipa úrvals
djassistar, Gunnar Gunnarsson á
píanó, Hjörleifur Valsson á fiðlu,
Ómar Guðjónsson á gítar, Tómas
R. Einarsson á kontrabassa og
Matthías Hemstock á slagverk.
Tónleikunum stjórnar Magnús
Ragnarsson.
Tónleikarnir eru í Seltjarnarnes-
kirkju helgina 10. og 11. október
og hefjast kl. 16 báða daga. Miðar
fást í forsölu hjá kórfélögum og í
versluninni 12 tónum á Skólavörðustíg. Nánari
upplýsingar má finna á heimasíðu kórsins á
www.filharmonia.mi.is.
Kreólamessan á Valhúsahæð
kl. 20.
Hvar mætast list og hönnun er umfjöll-
unarefni sem tekið verður fyrir á mál-
þingi sem Hönnunarmiðstöð Íslands
stendur fyrir í Hafnarhúsinu í samstarfi
við Listasafn Reykjavíkur. Framsögu-
menn eru Andrea Maack myndlistar-
maður, Þorvaldur Þorsteinsson mynd-
listarmaður og rithöfundur, Guðmundur
Oddur Magnússon prófessor í grafískri
hönnun við LHÍ og Margrét Elísabet
Ólafsdóttir fagurfræðingur. Umræður
að erindum loknum.
Guðmundur Brynjólfsson, leik-
húsfræðingur með meiru, hlaut í
gær Íslensku barnabókaverðlaun-
in fyrir unglingasöguna Þvílík
vika, sem komin er út hjá Vöku-
Helgafelli. Þetta er fyrsta skáld-
saga Guðmundar en hann hefur
áður hlotið viðurkenningar fyrir
smásögur og leikrit.
Í sögunni segir frá einni viku í
byrjun júní í lífi unglinga okkar
tíma. Þrír vinir eru að ljúka
grunnskóla og ætla að fagna því
rækilega. En margt getur breyst
á einni viku og ýmislegt fer öðru-
vísi en þeir höfðu ætlað.
Guðmundur Brynjólfsson er
bókmennta- og leikhúsfræðingur
að mennt og hefur auk þess lokið
djáknanámi. Á síðasta ári sigraði
hann í samkeppni Forlagsins og
barnabókahátíðarinnar Draug-
ar úti í mýri um draugasmásög-
ur fyrir börn með sögu sinni At?
Árið 2006 hreppti leikrit hans,
Net, 2. sæti í handritasamkeppni
Borgarleikhússins og leikrit sem
hann skrifaði í félagi við Berg
Ingólfsson, 21 manns saknað,
var tilnefnt til Grímuverðlaun-
anna fyrr á þessu ári. Um þess-
ar mundir er annað leikrit eftir
þá félaga, Horn á höfði, á fjölum
Grindvíska atvinnuleikhússins,
sem hefur fengið mikið lof gagn-
rýnenda.
Íslensku barnabókaverð -
launin hafa fest sig vel í sessi
síðan þau voru veitt fyrst 1986
og margir af okkar dáðustu
barnabókahöfundum hafa unnið til
þeirra. Af þeim má nefna Herdísi
Egilsdóttur, Iðunni Steinsdóttur,
Þorgrím Þráinsson, Brynhildi Þór-
arinsdóttur og Friðrik Erlingsson.
Þátttakan í ár var óvenjumikil en
Þvílík vika var valin úr hópi 35
innsendra handrita. Dómnefnd-
in var skipuð fulltrúum frá For-
laginu, IBBY á Íslandi, Barnavina-
félaginu Sumargjöf og erfingjum
rithöfundarins Ármanns Kr. Ein-
arssonar, auk tveggja nemenda
úr Árbæjarskóla. Verðlaunaféð
nemur 400.000 krónum.
Samkeppnin um Íslensku barna-
bókaverðlaunin er haldin á hverju
ári. Skilafrestur á handritum sem
keppa um verðlaunin 2010 er 1.
febrúar næstkomandi. - pbb
Ármannsverðlaun afhent
Í gær opnaði Hallgrímur Helga-
son, rithöfundur og myndlistar-
maður, sýningu á nýjum verkum
í galleríi á Skólavörðustíg 3, The
Contemporary Art Gallery, sem
höfundurinn kallar „Íslenska
útrásin 2009“ og fjallar um
nýbrotna sjálfsmynd hins sigur-
reifa Íslendings.
Hallgrímur hélt síðast sýningu
í Gallerí Turpentine á olíuverkum
en vendir nú kvæði sínu í kross og
sýnir nú ljósmyndir í fyrsta sinn.
Höfundurinn stillir sér upp í
ljósmyndaröðinni sem skotin var
á suðurhveli jarðar í janúar síð-
astliðnum. Hún lýsir vandræðum
útrásarvíkings sem seilst hefur
of langt í landvinningum sínum
og finnur nú afleiðingar ævin-
týra sinna á eigin skinni. Hér er
Íslenska útrásin komin á enda-
stöð.
En þótt sýningin lýsi ósigri og
svartsýni er hún sett upp í sönnum
íslenskum bjartsýnisanda. Fram-
setning hennar tekur um margt
mið af sýningarskálum Íslands
á erlendri grund. Hér eru menn
ekki af baki dottnir og kynna
Íslensku útrásina sem aldrei fyrr.
Jafnframt varpar sýningin ljósi á
hina heimsfrægu íslensku kreppu,
skoðar hana í hnattrænu ljósi og
spyr: Hvað er kreppa? Að eiga
ekki skó eða missa jeppa? - pbb
Útrásaruppgjörið
MYNDLIST Eitt verka Hallgríms af sýningunni. MYND/HALLGRÍMUR HELGASON/GALLERÍ TURPENTINE
BÓKMENNTIR Guðmundur S. Brynjólfsson rithöfundur hlaut Íslensku barnabókaverð-
launin fyrir unglingasöguna Þvílík vika. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Í dag verður opnuð í Edinborgar-
húsinu á Ísafirði sýningin HEIMA –
HEIMAN en þetta er annar áfanga-
staðurinn á ferð hennar um landið.
Sýningin Heima – Heiman var sett
upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
haustið 2008 en höfundar hennar
eru þær Katrín Elvarsdóttir ljós-
myndari og Sigrún Sigurðardóttir
menningarfræðingur.
Á sýningunni hittum við fyrir
ólíka einstaklinga sem allir eiga
það sameiginlegt að hafa þurft að
flýja heimkynni sín. Flestir vegna
stríðsátaka. Sumir hafa leitað
skjóls í flóttamannabúðum – aðrir
hafa flúið land úr landi – en allir
eiga þeir sameiginlegt að hafa að
lokum komið hingað til Íslands og
búið sér hér nýtt heimili.
Við skynjum brot af sögu þeirra
og tilfinningum í gegnum einn ein-
stakan hlut sem fylgt hefur þeim
frá gamla heimalandinu.
Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari
á að baki farsælan og fjölbreyttan
feril og hefur síðan haldið fjölda
einkasýninga á Íslandi, í Banda-
ríkjunum og í Danmörku, nú síð-
ast í Gallerí Ágúst þar sem sýning
hennar Margsaga var opnuð í ágúst
síðastliðnum. - pbb
Fyrir vestan sól
SYLVIA Ljósmyndaverk eftir Katrínu Elvarsdóttur.
TÓNLIST Einar og Hafsteinn
syngja einsöng.
MYND/FÍLHARMONÍAN