Fréttablaðið - 08.10.2009, Page 56
40 8. október 2009 FIMMTUDAGUR
Bókmenntir ★★★
Ævintýraeyjan
Ármann Þorvaldsson
Þýðing: Svanborg Sigmarsdóttir
Bókafélagið
Ævintýraeyjan kemur út í dag,
íslensk útgáfa bókar Ármanns
Þorvaldssonar bankastjóra, um
uppgang og hrun Kaupþings. Enski
titillinn, Frozen Assets, er öllu
óljósari en sá íslenski, vísar lík-
lega til snöggrar yfirtöku breskra
stjórnvalda á Kaupþingsbankan-
um í Bretlandi, meðan hinn segir
allt: hér á eyjunni gerast ævintýri:
Lokaorð verksins vísa til þess að
höfundurinn er reiðubúinn að taka
þátt í nýjum ævintýrum.
Verkið er varnarrit fyrir
athafnasemi þeirra Kaupþings-
manna og er því afar fróðleg
lesning öllum þeim þúsundum
Íslendinga sem lögðu Kaupþingi
og strákunum þar fé. Hagur
þeirra er ekkert að væflast fyrir
Ármanni: hann er að gera grein
fyrir vogunarríkum ferli og efast
hvergi um að óslökkvandi metn-
aður starfsfólks Kaupþings hafi
verið óbrigðilegur. Það er engin
eftirsjá í söguhetjunni. Hann still-
ir sér reyndar upp sem ævintýra-
manni, einhvers konar Kolbít sem
rís úr öskustó og ríður til kóngs-
hallar á sinni Lödu, einhvers
konar Hans klaufi sem fær hluta
veldisins að lokum. Allur fram-
gangur bankans og hans sjálfs er
útskýrður á nótum hins persónu-
lega: hreyfiafl sögunnar eru ein-
staklingar, sumir ofurmenni, eins
og Davíð Oddsson. Og í þeirri lífs-
sýn hrappsins, þess sem grípur
hlutinn, tækifærið, er framgang-
ur Kaupþings skýrður.
Ekki er hægt að hrósa höfundi
fyrir stíl, Svanborg Sigmarsdóttir
þýddi bókina á íslensku og henn-
ar er því stíllinn þótt höfundur og
samverkamenn hans hafi lagað
frásögnina til. Sagan er rakin í
nánast sögulegri röð atburða og
lýtur mest að framgangi bank-
ans eða ættum við frekar að kalla
það leið hans til glötunar? Hún er
mest bankasöguleg hlið mála frá
sjónarhóli þess sem fixaði dílana,
bríma þess sem nær í ótrúlegan
hagnað í þjónkunarfé. Mest not-
aða klifun í stílnum er þá skálað
er í kampavíni.
Ármann trúir sögu sinni sem
nýju neti. Hann efast aldrei. Það
er engin siðferðileg umhugsun í
endurliti hans, engin játning um
svig við lögmæta framgöngu.
Hann er góði gæinn og allir hans
meðferðarsveinar eru rosalega
klárir: annað klifunarbragð sem
kviknar aftur og aftur er bríminn
yfir því hvað Kaupþingsgeng-
ið er klárara en allir aðrir: utan
helst nýríkustu og vafasömustu
pappír ar í viðskiptum á Bret-
landi síðustu ár. Og hvað þeir
komust snjallt að orði í tilsvörum
við aðra sem eru reyndar oftast
ruddalegar athugasemdir til að
stuða viðmælendur. Persónulýs-
ingar eru nokkrar en fæstar án
dýptar, en gefa samt glögga mynd
af einstaklingi en ekki þróun
á því langa tímabili sem sagan
rekur. Hnyttisögur breiða yfir hið
tæknilega réttlætingarstef sem
verkið snýst um og eru margar
skemmtilegar en hvergi meiðandi:
fylliríið og hin sögufræga kók-
neysla í kringum túrana til fjar-
lægra staða en alræmdra, eins og
á skemmtihafnir hinna auðugu
kringum Cannes, eru ekki teknar
með í þennan pakka, hvað þá mell-
urnar sem halda til á snekkjum
ríkra kalla þar suðurfrá.
Enda er Ármaðurinn góður
strákur og vill vel. Það efast
enginn um að hann hafi brotnað
saman eftir fallið og skælt
frammi fyrir sínum nánustu en í
hinu stóra samhengi er sú mynd
jafn væmin og vafasöm og Barnið
með tárið er í myndasafni heims-
ins. Líklega má finna marga staði
í bókinni sem gott væri að ríma
við aðrar heimildir og hlutlægari.
Það er yfir allri frásögn Ármanns
tónn sem minnir á hið sígilda fyrir-
bæri heimsbókmenntanna: hinn
raupsama riddara. Sáuði hvern-
ig ég tók hann, sagði Jón sterki í
Skugga-Sveini.
En saga hans er forvitnilegt
framlag til þess uppgjörs um hið
siðferðilega og fjárhagslega hrun
íslenskra banka- og fjárafla-
manna sem enn mun halda áfram
og hefur valdið slíkum skaða á
stöðu þúsunda heimila að það
verður aldrei fyrirgefið. Það er
því jafngott að Ármann finni sér
aðra ævintýraeyju í framtíðinni
og miðað við kúnnahópinn sem
hann státar af að þekkja er lík-
legt að það heimilisfesti sé þegar
fundið. Páll Baldvin Baldvinsson
BÓKMENNTIR Saga Ármanns Þorvalds-
sonar er frekar varnarplagg en nokkuð
annað en forvitnilegur vitnisburður.
Hrun frá sjónarhóli dansarans
Kvikmyndir ★★
Guð blessi Ísland
Leikstjóri Helgi Felixson
Myndin dregur fram hið mann-
lega um hrunið. Hún er lang-
dregin á köflum og vantar ris
og hápunkt, en hún er líka oft
áhugaverð og skemmtileg.
Guð blessi Ísland er eins og ára-
mótaannáll innlendrar frétta-
deildar sjónvarps án fréttalest-
urs en með aukaefni: Fólkið á bak
við tjöldin. Það sem myndin gerir
best er að draga fram mannlega
þáttinn, allir sem tóku þátt eru
bara fólk sem sendir börnin sín í
strætó og fer á klósettið. Þótt sú
staðreynd ætti alltaf að blasa við
gleymdist hún bæði í partíinu og
gleymist nú í þynnkunni.
Í kjölfar hrunsins fyrir ári hófst
einstök búsáhaldabylting sem gekk
– eftir á að hyggja – út á að koma
Sjálfstæðisflokknum frá völdum.
Eftir að Vinstri græn tóku við
uppþvottaburstanum hefur verið
rólegra á Austurvelli. Helgi náði
æsandi fréttamyndum af reiðu
fólki að hrópa vanhæfa burt.
Undir glymja spennutrommur frá
Hilmari Erni Hilmarssyni. Best
finnst mér skotin eftir lætin þegar
hreinsunardeildin er að moka
óeirðadraslinu upp. Gott hefði
verið að fá komment frá einum
ruslakalli, kannski eitthvað um að
það væri gott að fá aukavinnu.
Þrjú eru í aðalhlutverki og koma
öll vel út. Bestur er löggan Dúni
Geirsson, sonur Geir Jóns aðal-
löggu. Hann er risavaxinn þunga-
rokkari í Hvítasunnusöfnuðinum
eins og pabbi sinn, „venjulegur
Íslendingur“ og salt jarðar. Manni
finnst allt sem hann segir meika
sens (nema kannski þetta um guð).
Vörubílastjórinn Stulli er sýndur
í afar mannlegu ljósi heima hjá
sér með fjölskyldunni. Mér hefur
satt að segja alltaf fundist hann
hálfgerður bjáni en eftir þessa
mynd finnst mér það ekki lengur.
Kreppuklámið nær hæstu hæðum
þegar Stulli og frú opna bréfin frá
Intrum undir dramatísku lagi frá
HÖH, mjög svipuðu, heyrist mér,
og hljómaði þegar gæsin drukkn-
aði í Draumalandinu. Kommon, ef
maður ofurskuldsetur sig er voð-
inn vís. Ég get ekki haft samúð
með fólki í peningavandræðum
þegar allt hitt er til, sjúkdómar,
hungur og stríð, svo eitthvað sé
nefnt. Þriðji aðal er Eva í Norna-
búðinni. Hvenær er hægt að reka
nornabúð á Íslandi nema í geð-
veiku góðæri? Eva kemur vel út,
er þó kannski í subbulegasti lagi
þegar hún er að dreifa matvælum
úr ruslagámum við Stjórnarráðið.
Samt. Ef Helgi hefði búið á Íslandi
en ekki í Noregi hefði hann valið
annað fólk en Evu og Stulla til að
fylgja eftir. Það hefði líka verið
skemmtilegra fyrir okkur hin.
Með fullri virðingu fyrir þeim
þá eru þau tæplega sannfærandi
fulltrúar fyrir hinn „venjulega“
Íslending.
Ríku karlarnir segja ekkert af
viti og koma út eins og fífl. Salur-
inn hló að álkulegum Jóni Ásgeiri
í björgunarvesti. Það var frábært
atriði þegar hann kom siglandi á
bátnum og upplýsandi þegar hann
spyr Helga út í sjónvarpsréttinn á
myndinni.
Falda upptökuvélin segir manni
ákveðinn sannleika sem uppstillt
viðtöl ná aldrei að draga fram.
Bjarni Ármanns er sýndur í sveit-
inni og þá vantaði bara lagið úr
Stiklum. Tilgerðarlegur var hann
í viðtalinu um „táknmyndir“ pen-
inga. Mest var hlegið að aumingja
Ásgeiri „Smithers“ Friðgeirssyni,
rótara Björgólfs Thors. Gosinn
Bjöggi Thor kemur hörmulega út
– það er ekki nema von að allt hafi
farið til andskotans þegar ríku
karlarnir voru svona vitlausir,
hugsar maður. Mónólógur Björgólfs
um að peningar séu ekki steypukl-
umpur heldur eins og matur sem
rotnar var fræðandi. Púff! Sorrí,
peningar hverfa bara! Það hefði
verið ágætt að heyra þessa speki
áður en fólk fór að leggja peninga
inn í bankann hans.
Guð blessi Ísland er sem betur
fer ekki eina myndin um hrunið,
þótt hún sé sú fyrsta. Hún er allt
of langdregin á köflum, vantar til-
finnanlega ris og hápunkt. Það er
engin viska eða niðurstaða dregin
fram, heldur sýndar brotakenndar
svipmyndir af Íslendingum á
krossgötum. Myndin er vel gerð
og fagmannlega, en hún er bara
ekki alveg nógu skemmtileg eða
áhrifamikil.
Ég vona að næstu myndir verði
betri og segi manni eitthvað nýtt,
jafnvel eitthvað óvænt. Þótt Guð
blessi Ísland sé fyndin hefði hún
mátt vera ennþá fyndnari, kannski
svolítið í anda Michaels Moore. En
ekki hafa áhyggjur. Listin verður
eflaust vinnandi úr þessum efni-
viði næstu áratugina.
Dr. Gunni
Reitt fólk og álkulegt í hruninu
GUÐ BLESSI ÍSLAND Geir Haarde fer
með ávarpið minnisstæða 6. október
2008.
Heimildarmyndin „Dreymt
og upplifað, Knut Hamsun
1859-1952“ eftir norska leik-
stjórann Knut Erik Jensen
verður sýnd í kvöld kl. 20 í
Norræna húsinu. Jensen er
líklega þekktastur hér á landi
fyrir kvikmyndina „Heftig og
begeistret“ (2001), sem fjallar
um norskan karlakór frá Berle-
våg, í nyrsta hluta Noregs.
Það eru liðin 150 ár fá fæðingu
Knuts Hamsun (1859-1952)
og hefur þess verið minnst á
ýmsan hátt hér á landi. Sýn-
ing heimildarmyndar Knuts
Eriks Jensen er lokaatburður
dagskrár um Knut Hamsun
að þessu sinni. Aðgangur er
ókeypis.
Heimildar-
mynd um
Hamsun
KVIKMYNDIR Heimildarmynd um
Hamsun í Norræna húsinu í kvöld.
GALLERÍ BORG SKIPHOLTI 35. • SÍMAR 511 7010 og 847 1600 • petur@galleriborg.is
G. Blöndal. Louisa M. Kjarval Scheving Ásgrímur J.
Getum enn bætt við nokkrum myndum - Lægri sölulaun - gert upp við seljendur strax að uppboði loknu.
Verkin verða sýnd í Gallerí Borg, föstud.9., laugard. 10. og sunnud.11. október kl. 12 til 17