Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 60
44 8. október 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Yoko Ono er enn í dag sennilega þekktust fyrir að vera ekkja Johns Lennon. Og það er misjafnt hversu mikla virðingu menn bera fyrir tónlistarferli hennar. Staðreyndin er hins vegar sú að Yoko hefur gert fullt af flottum hlutum á tónlistarsviðinu. Hún hóf tónlistarferilinn í tilraunakenndri nútímatónlist áður en hún kynntist Lennon og vann meðal annars eitthvað lítillega bæði með John Cage og Ornette Coleman. Eftir að hún kynntist Lennon vann hún sína tónlist að mestu leyti í samvinnu við hann, en eftir að hann féll frá hefur hún smám saman verið að sækja í sig veðrið á tónlistarsviðinu aftur. Fyrir tveim- ur árum komu út tvær mjög áhugaverðar plötur þar sem ungir tónlist- armenn endurgerðu lögin hennar (Yes, I’m a Witch og Open Your Box) og nú í haust kom svo út platan Between My Head & The Sky sem inni- heldur fimmtán ný lög eftir Yoko. Nýju plötuna vann Yoko náið með syni sínum, Sean Lennon, og tónlistarmönnum bæði úr rafpoppgeiranum og af spunadjasssenu New York-borgar. Til fyrri hópsins teljast m.a. meðlimir úr hljómsveitinni Cibo Matto og hinn japanski Cornelius ásamt hljómsveit en til þess seinni Erik Friedlander, Shahzad Isma- ily, Michael Leonhart, Daniel Carter o.fl. Það er skemmst frá því að segja að Between My Head & The Sky kemur virkilega á óvart. Þetta er hreint frábær plata. Tónlistin rambar einhvers staðar á mörkum rokks, danstónlistar og spunadjass, hljóðfæraleikurinn er oft tilþrifamikill og það er mikil innlifun og tjáning í söng Yoko. Yoko, sem er orðin 76 ára, slær þar með mörgum samferðamönnum sínum við hvað ferskleika og framsækni varðar. Framsækin Yoko 76 ÁRA TILRAUNATÓNLISTARMAÐUR Yoko Ono er í toppformi á nýju plötunni. Það er kominn október og tónlistarspekúlantar eru farnir að velta því fyrir sér hvaða plötur verða á listan- um yfir plötur ársins. Þar á meðal verður væntanlega fyrsta plata The XX frá London. Hljómsveitin The XX hefur verið að vekja mikla athygli síðustu vikurnar fyrir fyrstu plötuna sína sem heitir einfaldlega XX. Tónlistarlega sækir bandið stíft í fortíðina, greina má áhrif frá nýbylgjuböndum eins og Young Marble Giants, The Slits og The Cure á fyrstu árum sínum, það er síað í gegnum Bristol-bylgjuna frá sirka 1995 og ofur nútímalegt R&B í anda Timbaland. Þótt áhrifin séu forn er niðurstaðan fersk og platan hefur fengið skínandi góða dóma. XX verður eflaust ofarlega víða þegar spekingar gera upp árið. The XX er skipað fjórum Lund- únakrökkum um tvítugt, tveim- ur stelpum og tveimur strákum. Romy Madley Croft spilar á gítar og syngur og Oliver Sims spilar á bassa og syngur. Að hafa söngvara af báðum kynjum skapar skemmti- lega breidd og þau syngja oft á móti hvort öðru í Gainsbourg/Birkin eða Sinatra/Hazlewood-fílingi. Þau eru þó ekki kærustupar. Baria Qureshi spilar á gítar og Jamie Smith spilar á trommuheila með mikilli fimi eins og sjá má á netinu í tón- leikaupptökum. Platan var tvö ár í vinnslu og á tímabili voru upptöku- mennirnir Diplo og Kwes með putt- ana í henni. Að lokum tók bandið sjálft við hljóðvinnslunni. Bandið varð til þegar meðlim- irnir kynntust í Elliott listaskól- anum, en þaðan eru líka bönd eins og Hot chip, Burial og Four Tet. The XX er hluti af nýrri óform- legri bylgju Lundúnasveita, sem telur bönd eins og Florence and the Machine og Micachu and the Shapes (sem væntanleg er á Air- waves). Í heimi troðfullum af nýrri tón- list sem hægt er að nálgast jafn auðveldlega og að smella á mús, er nauðsynlegt að vita hvað er gott. Og The XX er gott band. Tón- listin er mjög þurr á manninn og alvarleg, þó gríðarlega svöl og allt annað en leiðinleg. Þau fara spar- lega með, það er mikið rými í lög- unum og þau anda vel. Stundum er ekkert í gangi nema bassi og söng- ur eða trommuheili og söngur. The XX er eiginlega tímalaust band því platan þeirra hefði nán- ast getað komið út hvenær sem er á síðustu þremur áratugum. Ef þú fílar Roxy Music, New Order, Portis head og Interpol ætti gæða- platan XX nú þegar að vera komin undir geislann. drgunni@frettabladid.is Fersk XX byggir á fortíðinni GRÍÐARLEGA SVÖL The XX frá vinstri: Jamie, Baria, Romy og Oliver. > Plata vikunnar Skelkur í bringu - Húðlitað klám ★★★★ „Hressandi og skemmtilegt hrárokk, sem minnir um margt á íslensk eðal- bönd fortíðar, eins og Risaeðluna og PPPönk.“ - drg > Í SPILARANUM Mumford & Sons - Sigh no More The Clientele - Bonfires on the Heath The Mountain Goats - The Life of the World to Come Ego - 6. október Built to Spill - There Is No Enemy MUMFORD & SONS BUILT TO SPILL Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Lay Low, skellti sér síðsumars út í Flatey í Breiðafirði. Með í för voru leikstjórinn Denni Karls- son, myndatökumaðurinn Víðir Sigurðsson, hljóðupptökumaður- inn Viðar Hákon Gíslason og Kári Sturluson, umboðsmaður Lovísu. Hópurinn dvaldi í Flatey yfir helgi og rölti á milli staða í eynni með mynd- og hljóðupptökubúnað í hjól- börum og tók Lovísu upp spila og syngja órafmagnaðar útgáfur sjö laga sinna á sjö mismunandi stöð- um. Veðrið, eyjan og eyjarskeggj- ar tóku Lovísu fagnandi og lista- konan fann sig í blíðunni. Árangur helgarinnar má finna á Lay Low - Flatey, 28 mínútna mynddisk og 7 laga hljóðdisk, sem kemur út á morgun, 12. október. Á plötunni eru sjö lög; fimm af plötum Lay Low, eitt nýtt frum- samið á ensku og lag Lovísu við ljóðið „Sorgin“ eftir skáldið Und- ínu (Helga Steinvör Baldvins- dóttir), sem hún samdi árið 1884. Þessa dagana er Lay Low að hita upp fyrir Emilíönu Torrini í Evr- ópu. Þær verða í Köln í kvöld. - drg Flateyjarævintýri Lay Low koma út Leikin kvikmynd um rokkbandið The Ramones er í burðarliðnum. Myndin verður byggð á bókinni I Slept With Joey Ramone, sem er skrifuð af bróður Joey Ramone, Mickey Leigh, og tónlistarblaða- manninum Legs McNeil. Allir hinir upprunalegu meðlimir The Ramones eru nú látnir, nema trommarinn, og ræður móðir Joeys söngvara yfir réttinum á tónlist sveitarinnar. Hún hefur þegar gefið leyfi fyrir því að tón- list Ramones verði notuð í mynd- inni. Ramones á hvíta tjaldið ROKK! Strákarnir í Ramones. Tom Smith, forsprakki bresku hljómsveitar- innar Editors, segist ekki vera í herferð gegn snillingunum í Radiohead, þrátt fyrir að hafa sagt meðlimi hljómsveitarinnar vera sjálfselska í viðtali á dögunum. Þegar Radiohead gaf út plötuna In Rainbows árið 2007 gaf hljóm- sveitin aðdáendum sínum kost á að borga hvað sem er fyrir plötuna – eða borga ekki neitt. Smith sagði í viðtali við breska NME-útvarpið að útspilið hefði unnið gegn baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. „Ég er ekki að ráðast á Radiohead,“ sagði Smith. „Mér finnst að hljómsveitin eigi að hjálpa til í baráttunni gegn niður- hali, en hún gaf plötuna sína og gjaldfelldi þannig tónlistina.“ - afb Ekki í herferð gegn Radiohead EDITORS Vill stöðva ólöglegt niðurhal. THOM YORKE Söngvari Radiohead og félagar gáfu síðustu plötu sína á netinu. Í FLATEY Hænurnar voru hrifnar af Lay Low. g
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.