Fréttablaðið - 08.10.2009, Side 70
54 8. október 2009 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Miðjumaðurinn Aron Einar Gunnarsson hjá Coventry hefur farið
hægt af stað með enska b-deildarfélaginu Coventry á þessu
keppnistímabili en hann var lykilmaður hjá liðinu á síðasta
tímabili og var meðal annars kosinn leikmaður ársins af
stuðningsmönnum félagsins.
„Ég er búinn að eiga í smá veseni þar sem ég er búinn að
standa í samningaviðræðum við Coventry og það var ekki
að ganga eins og ég hafði vonað. Ég var því pirraður og lét
ástandið fara í taugarnar á mér og skorti kannski einhvern
drifkraft á æfingum og í leikjum. Ég var bara ekki með
hausinn hundrað prósent í lagi og því tók knattspyrnu-
stjórinn Chris Coleman mig út úr liðinu. Hann sagði
mér að ég hefði ekkert endilega verið að spila illa en
að greinilegt væri að ég væri ekki með einbeitinguna
í lagi. Það var gott spark í rassinn að vera settur út úr
liðinu og ég ákvað bara að ýta þessum samningavið-
ræðum til hliðar og fara að einbeita mér að því sem
skiptir máli og það er að spila fótbolta. Ég er því
kominn aftur í mitt gamla form og hlakka bara
til þess að halda áfram að spila með liðinu. Ég á enn eitt og
hálft ár eftir af samningi mínum við Coventry og ef þeir eru
ekki tilbúnir að bjóða mér nægilega góðan samning þá
kemur bara í ljós hvað gerist en þessi mál eru alla vega
alfarið í höndunum á umboðsmanni mínum núna,“ segir
Aron Einar.
„Ég fór í skoðun og myndatöku á hnénu í gær og það er
eitthvað að brjóskinu í hnénu á mér og það hefur truflað
mig síðustu vikur. Ég fékk sem sagt högg á hnéð í lands-
leiknum á móti Noregi á dögunum og eftir skoðun-
ina í gær ráðlögðu læknarnir mér að hvíla í viku
en sögðu að þetta væri ekkert til þess að hafa
miklar áhyggjur af. Ég þurfti því alla vega að
draga mig út úr hópnum fyrir leikinn með U-21
árs landsliðinu á föstudag en ég kem heim á
sunnudag og þá kemur í ljós hvort ég sé klár
fyrir leikinn með a-landsliðinu gegn Suður-
Afríku á þriðjudaginn. Við sjáum hvernig
þetta fer,“ segir Aron Einar vongóður.
ARON EINAR GUNNARSSON: Á NÝ Í BYRJUNARLIÐI COVENTRY EN ÞÓ TÆPUR FYRIR LANDSLEIKINN GEGN SUÐUR-AFRÍKU
Gott spark í rassinn að vera settur út úr liðinu
> Jóhannes tekur við af Wake
Blikar hafa ráðið nýjan þjálfara fyrir kvennalið
sitt í knattspyrnu. Jóhannes Karl Sigursteins-
son skrifaði í gær undir tveggja ára samning
við félagið. Jóhannes Karl er ekki ókunnug-
ur í Kópavoginum en hann hefur verið
aðstoðarmaður Vöndu Sigurgeirs-
dóttur og síðan Gary Wake síðustu
tvö sumur. Jóhannes var þar
áður aðalþjálfari hjá kvennaliði
Stjörnunnar.
FÓTBOLTI Eyjapeyinn Atli Jóhanns-
son er samningslaus frá KR og
hefur verið orðaður við nokkur
lið eftir að tímabili lauk. Sjálfur
hefur hann þó ekki í hyggju að
yfirgefa Vesturbæinn.
„Ég hef áhuga á að vera áfram
hjá KR og þeir hafa áhuga á að
halda mér. Ég mun setjast niður
með þeim í vikunni og vonandi
klárum við nýjan samning,“ sagði
Atli við Fréttablaðið.
„Ég er annars voða rólegur
yfir þessu öllu. Ég hef eitthvað
heyrt af áhuga annarra liða en er
lítið að velta því fyrir mér. Ég vil
vera áfram hjá KR og það gengur
fyrir að spjalla við KR-inga.“
- hbg
Atli Jóhannsson:
Vill vera áfram
hjá KR
ATLI JÓHANNSSON Átti fínt tímabil með
KR í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
FÓTBOLTI „Ég er með samning við
FH og á að mæta til æfinga hinn
8. nóvember næstkomandi. Þannig
er staðan hjá mér,“ segir Tryggvi
Guðmundsson FH-ingur en hann
er talsvert orðaður við brottför frá
FH-liðinu.
Tryggvi á ár eftir af samningi
sínum við félagið en þrátt fyrir
það herma heimildir Fréttablaðs-
ins að framtíð hans sé ekki trygg
hjá félaginu. Tryggvi lenti á bekkn-
um í sumar og var að vonum afar
ósáttur við það.
„Ég vil vera áfram hjá FH en
ég neita því ekkert að mig langar
að spila meira næsta sumar en ég
gerði í sumar. Ég hef trú á því að
það geti gerst. Þetta var svolítið
skrítið sumar. Ég lenti á bekknum
snemma en kom aftur inn sterkur
og hélt mér í liðinu út tímabilið.
Sýndi að ég hef enn talsvert fram
að færa,“ segir Tryggvi, sem úti-
lokar samt ekki aðra möguleika.
„Maður veit aldrei hvað gerist í
þessu. Ef eitthvert félag vill fá mig
þá verður það bara að hafa sam-
band við FH og það er þá þeirra að
ákveða hvort þeir vilji halda mér
eður ei. Ég er samt til í að vera
áfram,“ segir Tryggvi og neitar
að hafa rætt við einhver félög.
Orðrómur er um að honum gangi
illa að vinna með Heimi Guðjóns-
syni, þjálfara FH, en hann blæs
á það. „Það er allt fínt hjá okkur
Heimi. Ef ekki þá væri hann
væntan lega búinn að losa sig við
mig,“ sagði Tryggvi. - hbg
Tryggvi Guðmundsson segir líklegt að hann verði áfram í herbúðum FH:
Vil fá að spila meira næsta sumar
TRYGGVI EKKI AÐ HUGSA SÉR TIL HREYFINGS Tryggvi Guðmundsson segir það ekki
vera í kortunum að hann sé að yfirgefa FH. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI „Við gerðum okkur náttúr-
lega mjög erfitt fyrir með að tapa
fyrri leiknum 4-1 á Ítalíu og þegar
þær komast yfir í þessum leik þá
vorum við í vondum málum. Ég er
annars mjög ánægður með hugar-
farið hjá mínu liði því stelpurnar
voru enn að berjast þegar níutíu
og tvær mínútur voru komnar á
klukkuna og þannig þekki ég þess-
ar stelpur. Þær gefast aldrei upp,“
sagði Freyr Alexandersson, þjálf-
ari Vals.
Boðið var upp á íslenskar
aðstæður með kulda og vindi í gær.
Hallbera Guðný Gísladóttir og
Laufey Ólafsdóttir komust báðar
í ákjósanlegar skotstöður um mið-
bik fyrri hálfleiks en skotin rötuðu
ekki á rammann. Varnarlega lentu
Valsstúlkur annars ekki í stórkost-
legum vandræðum.
Eitthvað sofnuðu Valsstúlkur
þó á verðinum þegar skammt var
eftir af fyrri hálfleik því þá slapp
Panico inn fyrir vörn Vals og lagði
boltann snyrtilega á fjærstöngina
þar sem Sandy Iannella var mætt
og gat ekki annað en skorað.
Valsstúlkur börðust áfram og
uppskáru árangur erfiðisins þegar
Katrín Jónsdóttir jafnaði leik-
inn með skallamarki á 69. mín-
útu eftir hornspyrnu Dóru Maríu
Lárus dóttur. Valsstúlkur voru svo
nálægt því að taka forystu þegar
tíu mínútur lifðu leiks þegar
Thelma Björk Einarsdóttir átti
þrumuskot langt utan af velli sem
fór í slá og yfir. Mínútu síðar náðu
gestirnir hins vegar að komast yfir
þegar Panico slapp inn fyrir vörn
Vals og skoraði af miklu öryggi
framhjá Maríu Björgu Ágústs-
dóttur í marki Vals. María Björg
kom þó í veg fyrir að sigur Torres
yrði stærri á lokakafla leiksins
þegar hún varði snilldarlega.
„Þetta var mjög erfitt og
kuldinn hjálpaði ekki til en ég held
að við höfum nú þolað hann betur
en þær ítölsku. Við vissum að við
þurftum að eiga toppleik til þess
að fara áfram. Við þurftum líka að
taka áhættu með því að færa liðið
framar á völlinn og það bauð hætt-
unni heim og þær ítölsku kunnu að
nýta sér það. Við klúðruðum þessu
náttúrlega í fyrri leiknum úti og
það er meira en að segja það að
vinna upp þann mun hér heima,“
sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði
Vals, í leikslok. omar@frettabladid.is
Torres of stór biti fyrir Valsstúlkur
Valsstúlkur töpuðu í gær, 1-2, gegn ítalska liðinu Torres og féllu úr keppni í Meistaradeild UEFA. Torres
vann einvígið 6-2 samanlagt en þjálfari Vals segir tölurnar ekki gefa rétta mynd af styrkleika liðanna.
SNJÓBOLTI Leikið var við kuldalegar aðstæður á Hlíðarenda í gær. Hallbera Guðný Gísladóttir skeiðar hér upp vænginn framhjá
snjósköflunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Fyrsta lífvarðanámskeið á Íslandi
Öryggisvarðaskólinn
14 til 28 Nóvember 2009
Terr security býður uppá
starfsmöguleika á heimsvísu
Sími: 698 1666
ovskoli.is