Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 74
58 8. október 2009 FIMMTUDAGUR
Aðalvinnin
gur
er glæsileg
Lenovo fart
ölva!
ideapad
10. HVER
VINNUR!
Vinningar afhentir í ELKO Lindum.99 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. Leik lýkur 23.10.09
SENDU SMS ELKO LTV
Á NÚMERIÐ 1900 OG SVARAÐU SPURNINGU!
Þú gætir unnið Lenovo fartölvu!
Kíktu á nýjan og glæsilegan fartölvuvef
www. .is/fartolvur
Aukavinningar eru: GSM Sími · DVD myndir · Bíómiðar · Pepsi · Geisladiskar og margt fleira.
...ég sá það á visir.is
Skólalíf er fyrsti fréttavefur sinnar tegundar á Íslandi
þar sem framhaldsskólanemar birta fréttir og myndir frá
félagslífi skólanna, auglýsa viðburði og þú getur nálgast
vefútgáfur skólablaðanna.
Við viljum bjóða þinn skóla velkominn á fréttavef
framhaldskólanna á visir.is.
SKÓLALÍFIÐ ER Á VISIR.IS
HANDBOLTI Kiel tapaði í gær sínu
fyrsta stigi á tímabilinu þegar
liðið gerði jafntefli við Lemgo á
heimavelli, 27-27. Staðan í hálf-
leik var 13-12, Kiel í vil en Alfreð
Gíslason er þjálfari
liðsins.
Aron Pálmars-
son átti glim-
r a n d i f í n a
spretti með lið-
inu bæði í fyrri
og seinni hálf-
leik. Hann skor-
aði tvö mörk í röð í
stöðunni 11-11 og tryggði
þar með að sínir menn
færu með forystu inn í
leikhléið.
Kiel náði svo góðum
undirtökum í leiknum í
síðari hálfleik. Aron skor-
aði sitt þriðja og síðasta
mark í leiknum þegar
hann kom Kiel í fimm
marka forystu, 24-19,
þegar síðari hálfleikur
var tæplega hálfnaður.
En þá hrukku gestirnir í
gang og jöfnuðu metin, 25-
25. Kiel komst tvívegis yfir
en Lemgo átti ávallt svar við því.
Bæði lið fengu tækifæri til að
skora á lokamínútu leiksins en
allt kom fyrir ekki.
Hvorki Vignir Svavarsson né
Logi Geirsson léku með
Lemgo vegna meiðsla.
Einn annar leik-
ur fór fram í deild-
inni í gær. Hannes
Jón Jónsson skoraði
eitt mark þegar hans
menn í Hannover-
Burgdorf töpuðu
fyrir Melsung-
en á heimavelli,
30-26.
L emgo er
með ellefu stig
í efsta sæti
þýsku úrvals-
deildarinnar en
Flensburg getur skotist
á toppinn með sigri á
Lübbecke um helgina.
Lemgo er í þriðja sæti
með níu stig. - esá
Aron Pálmarsson átti góða innkomu hjá Kiel:
Lemgo náði stigi í Kiel
ARON PÁLMARSSON
Stóð sig vel með Kiel í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
STJARNAN - HAUKAR 16-17
Mörk Stjörnunnar (skot): Þórólfur Nielsen 5/2
(12/4), Vilhjálmur Halldórsson 4/2 (14/2), Jón
Arnar Jónsson 3 (6), Sverrir Eyjólfsson 2 (4),
Kristján Svan Kristjánsson 1 (3), Eyþór Magnús-
son 1 (5).
Varin skot: Roland Valur Eradze 17/2 (32/5)
53%, Viktor Alex Ragnarsson 3/1 (5/1) 60%.
Hraðaupphlaup: 2 (Kristján, Jón).
Fiskuð víti: 6 (Sverrir 3, Daníel, Guðmundur,
Þórólfur).
Utan vallar: 12 mín.
Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3
(4/1), Einar Örn Jónsson 3/1 (5/2), Sigurbergur
Sveinsson 3/2 (10/3), Freyr Brynjarsson 2 (5),
Pétur Pálsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2),
Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Björgvin Hólm-
geirsson 1 (7), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 27/2
(43/6) 63%.
Hraðaupphlaup: 5 (Pétur 2, Freyr, Elías, Einar).
Fiskuð víti: 6 (Sigurbergur 2, Heimir Óli 2,
Pétur, Einar).
Utan vallar: 8 mín.
Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson,
góðir en nokkuð hliðhollir Haukum.
HANDBOLTI Íslandsmót karla hófst í
gær. Vonandi er fall faraheill fyrir
deildina því handboltinn sem boðið
var upp á að þessu sinni var í einu
orði sagt skelfilegur. Var engu
líkara en maður væri að fylgjast
með neðrideildarleik en ekki leik
þar sem Íslandsmeistarar væru
að spila. Haukarnir mörðu sigur
að lokum en þurfa heldur betur að
girða sig í brók fyrir framhaldið.
Stjörnumenn fengu fín tæki-
færi til þess að jafna leikinn undir
lokin en klúðruðu síðustu tveimur
skotunum sínum. Þeir voru þó ekki
í neinu þunglyndi enda jákvætt
fyrir þetta unga og óreynda lið að
standa í meisturunum í fyrsta leik.
Flestir bjuggust fyrir fram við því
að þeir yrðu flengdir með 10-15
mörkum í leiknum. Þessi niður-
staða er því til að byggja á en það
sama verður ekki sagt um frammi-
stöðuna.
Leikurinn í gær var leikur mark-
varðanna. Birkir Ívar fór gjörsam-
lega hamförum í markinu. Varði 27
skot og var með 63 prósenta mark-
vörslu. Það sjáum við ekki aftur í
vetur í leik þar sem markvörður
spilar í 60 mínútur. Leikmenn
Stjörnunnar hjálpuðu þó nokkuð
til með lélegum og oft á tíðum illa
ígrunduðum skotum sem Birkir
þurfti ekki að hafa mikið fyrir að
verja.
Gamli jálkurinn Roland Eradze
var einnig í fantaformi hinum
megin og hélt Stjörnumönnum
lengi vel á lífi á leiknum. Sýndi
gamalkunna takta og hann á
eftir að reynast Stjörnumönnum
drjúgur í vetur haldi hann heilsu.
Fyrir utan markvörsluna er
ekkert jákvætt hægt að segja um
þennan leik. Hann var einfald-
lega hræðilegur. Sóknarleikur
beggja liða var átakanlega hægur,
óagaður og lélegur. Skyttur lið-
anna voru algjörlega út á túni.
Það var átakanlegt að fylgjast með
sóknarleik liðanna.
Bæði lið geta mun betur og þá
sérstaklega Haukar. Þeir vinna
tæplega annan leik sem þeir spila
svona illa. Þeir máttu að lokum
þakka fyrir stigin eftir að hafa
hleypt Stjörnunni inn í leikinn með
ævintýralegum klaufaskap.
„Ég get ekki verið kátur þrátt
fyrir sigurinn. Vörnin var reyndar
ágæt á köflum og Birkir að verja
frábærlega. Sóknarleikurinn var
aftur á móti hræðilegur og okkar
reyndustu menn gerðu hvern feil-
inn á fætur öðrum. Þetta jaðr-
aði við að vera pínlegt á köflum
fannst mér,“ sagði Aron Kristjáns-
son, þjálfari Hauka, heiðarlegur í
leikslok.
„Það var mikill sviðsskrekkur
í mörgum okkar leikmanna í dag.
Fyrsti leikur í deild og menn pínu
hræddir. Sumir að spila stór hlut-
verk í fyrsta skipti í liði sem hefur
verið meistari síðustu tvö ár. Það
var fínt að fá hroll strax, vonandi
hrista menn það af sér og fara að
spila handbolta í næsta leik.“
Patrekur Jóhannesson, þjálfari
Stjörnunnar, var ekki alls ósáttur
í gær þrátt fyrir tapið.
„Við erum að spila á móti meist-
urunum og vissum að það yrði
erfitt. Ég hafði samt trú á að við
gætum sigrað. Varnarleikur og
markvarsla var fín og sóknarleikur-
inn ágætur en Birkir át allt sem á
markið kom. Það er samt jákvætt
að hafa staðið í Haukunum og þetta
er eitthvað til að byggja á,“ sagði
Patrekur. henry@frettabladid.is
Hörmulegur handbolti
Stjarnan og Haukar mættust í opnunarleik N1-deildarinnar í gær. Íslandsmeist-
ararnir mörðu sigur, 16-17, í vægast sagt skelfilega illa spiluðum handboltaleik.
GEKK ILLA Björgvin Hólmgeirsson náði sér ekki á strik í sókninni frekar en félagar hans í Haukum gegn Stjörnunni í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN