Fréttablaðið - 08.10.2009, Side 78
62 8. október 2009 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. sigtun, 6. frá, 8. forsögn, 9. pili, 11.
fyrir hönd, 12. skran, 14. veldis, 16.
tveir eins, 17. einatt, 18. umfram, 20.
rykkorn, 21. gefa frá sér reiðihljóð.
LÓÐRÉTT
1. lengdareining, 3. klaki, 4. skynja,
5. lík, 7. sviptur veruleikaskyni, 10.
mánuður, 13. sjáðu, 15. flóki, 16. efni,
19. gjaldmiðill.
LAUSN
„Ég hlusta mikið á gamlar
plötur eins og Glenn Campbell
og Anne Murray, sem er gamal-
dags „feelgood“-tónlist. Svo
hlusta ég líka á Hercules and
Love Affair og Emiliönu Torrini
sem er bara týpísk stelputónlist
held ég.“
Sigrún Halla Unnarsdóttir, fatahönnuður.
LÁRÉTT: 2. síun, 6. af, 8. spá, 9. rim,
11. pr, 12. drasl, 14. ríkis, 16. tt, 17.
oft, 18. auk, 20. ar, 21. urra.
LÓÐRÉTT: 1. yard, 3. ís, 4. upplifa,
5. nár, 7. firrtur, 10. maí, 13. sko, 15.
strý, 16. tau, 19. kr.
Franco og Formula Fun, teiknimyndaþáttaröð
sem nokkrir Íslendingar koma að, var valið
áhugaverðasta barnaefnið á sjónvarps- og
auglýsingahátíðinni í Cannes sem nú fer fram
við strendur Miðjarðarhafsins. Sigvaldi J.
Kárason er leikstjóri þáttanna og hann var
kampakátur þegar Fréttablaðið náði tali af
honum. „Þetta er bara rosalegt, þvílíkur
rússíbani,“ segir Sigvaldi en hann var stadd-
ur inni í fatabúð þegar Fréttablaðið náði tali
af honum og var klæða sig upp fyrir kvöld-
verð sem honum var boðið að sækja. „Þetta
er svona lokuð veislu, hundrað manns mæta
og maður á víst að vera snyrtilegur til fara,“
segir Sigvaldi en hann var að einbeita sér að
því að hneppa skyrtu sem Fransmaður var að
reyna selja honum á meðan samtalið fór fram.
Sigvaldi segir að sigurinn hafi gjörsamlega
breytt öllu. Nú sé verið að semja um land-
svæði sem þáttaröðin á að vera sýnd á. Slíkir
samningar séu yfirleitt ekki gerðir
fyrr en þættirnir hafa farið í sýningu.
Stóru hákarlarnir í bransanum syndi í
kringum þau. „Við höfum hitt fólk sem
við töldum nær útilokað að hitta en
það beið reyndar bara eftir því að ná
tali af okkur. Þetta hefur verið alveg
ótrúlegt.“
Franco og Formula Fun fjallar um
strákinn Franco sem hverfur á
vit Formúlunnar með hrað-
skreiðu bílunum sínum
sem hann ferjar heims-
hornanna á milli með
flugvélinni sinni. Braut-
irnar eru á þeim stöðum
sem alvöru Formúlan
fer fram nema þær eru
gæddar meiri ævin-
týrablæ. - fgg
Sigvaldi J. Kárason sigraði í Cannes
SIGUR Sigvaldi J. Kárason og
teiknimyndaserían Franco
and Formula Fun sigruðu
á Cannes. Hún var valin
áhugaverðasta barnaefnið
og sigurinn hefur gjör-
breytt öllu um dreifingu.
„Við Ásta höfum stundum rætt
þetta, hvort það væri ekki gaman
að bjóða upp á svona hér á Íslandi.
Við höfum séð þetta í útlöndum
og farið í svona og þetta er miklu
persónulegra heldur en að láta ein-
hvern fararstjóra þusa yfir manni
á fleygiferð inni í rútu,“ segir Val-
geir Guðjónsson, Stuðmaður með
meiru. Hann og eiginkonan, Ásta
Kristrún Ragnarsdóttir, ákváðu í
sumar að opna hús sitt í Vestur-
bænum fyrir útlendingum, bjóða
þeim upp á alvöru íslenska gest-
risni með smá fyrirlestrum um
íslenska þjóð, sögu hennar og
menningu. Ef einhverjir vilja geta
þeir fengið að gæða sér á rammís-
lenskum veigum sem þau hjónin
reiða fram.
Heimasíðan reykjavikhospita-
lity.com segir raunar allt sem segja
þarf en verkefnið er ungt og enn
í mótun. Valgeir útskýrir að það
hafi kviknað í sumar. „Við ákváð-
um að kanna málið og sáum að það
var ekkert svona í boði og höfum í
róleg heitunum verið að koma þessu
á koppinn.“ Valgeir segir að þau
hafi gert sér grein fyrir því að þau
væru ágætlega sett til þess að taka
á móti fólki heima hjá sér. „Maður
grípur í gítar inn og svo tengdist
ég fornaldar- og víkingasögunni
ágætlega hér á árum áður og get
því frætt fólk um þann tíma í lífi
þessarar þjóðar.“
Valgeir segir þetta hafa farið
nokkuð rólega af stað, þau hafi þó
fengið nokkra hópa þar sem þetta
hafi mælst vel fyrir. „Við fengum
til að mynda hóp af Bandaríkja-
mönnum hingað til okkar um dag-
inn, þetta eru gamlir starfsfélagar,
vísindafólk, og það hefur verið
þeirra ær og kýr að ferðast saman
og fara inn á heimili fólks um allan
heim. Það var því ekkert síðra
fyrir okkur en þau að hittast og
við áttum mjög ánægjulega stund.“
Valgeir bætir því við að þeim hafi
alls ekki liðið eins og þau væru
stödd á einhverjum útnára, hér
töluðu til að mynda allir ensku
upp á 8,5. Aðspurður hvort þjón-
ustan standi Íslendingum til boða
segir Valgeir að auðvitað séu land-
ar hans velkomnir heim til þeirra.
„Ef fólk er að fara eitthvað út þá
bjóðum við fram krafta okkar sem
gestgjafar,“ en áhugasamir Íslend-
ingar geta nálgast það á heimasíð-
unni nematorg.is. Útlendingum
er hins vegar bent á áðurnefnda
heimasíðu, reykjavikhospitality.
com. freyrgigja@frettabladid.is
VALGEIR GUÐJÓNSSON: NÝR KOSTUR Í FERÐAÞJÓNUSTU
STUÐMAÐUR OG FRÚ BJÓÐA
ÚTLENDINGUM HEIM TIL SÍN
VELKOMIN Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún hafa bryddað upp á þeirri skemmtilegu nýjung að bjóða útlendingum heim til
sín í Vesturbæinn. Íslendingar geta líka fengið að kynnast þessari sérstöku ferðaþjónustu og hlýtt á ljúfa tóna og fyrirlestur um
fornöld og víkinga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fjölmenni var á frumsýn-
ingu heimildarmyndar-
innar Guð blessi Ísland í
Háskólabíói á þriðjudag.
Fjölmörg þekkt andlit
voru í salnum þó að
fjarvera íslenskra
útrásarvíkinga hafi
verið æpandi, enda
biðu þeirra merktir
stólar á besta stað.
Ólíklegasta þríeykið í salnum var án
efa að finna í þriðju efstu sætaröð,
en þar sátu saman Hemmi Gunn,
Ásgeir Kolbeins og lögmaðurinn
Sveinn Andri Sveinsson og virtust
skemmta sér vel.
Hlynur Sigurðsson, upplýsinga-
fulltrúi Latabæjar, hefur ákveðið
að söðla um og snúa sér aftur að
fjölmiðlum. Hann hefur verið ráðinn
fréttastjóri sjónvarpsfrétta
á Mbl.is og Skjá einum
en útsendingar hefjast í
næstu viku. Eins og
kunnugt er hefur
Inga Lind Karlsdóttir
verið ráðin fréttales-
ari á Skjá einum í
tengslum við þetta
verkefni. Hlynur er
ekki ókunnur því að
starfa við fjölmiðla. Hann var frétta-
maður á Ríkisútvarpinu og kom svo
á fót Fasteignasjónvarpinu sem dó
drottni sínum þegar mestu lætin
gengu yfir á fasteignamarkaðinum.
Tökur standa nú yfir á Wipeout-
þætti Stöðvar 2 í Argentínu. Í einu
hollinu sem fór út voru samankomin
Auðunn Blöndal sjónvarpsmaður,
Egill Einarsson líkamsræktarþjálfari,
Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslu-
maður og Alexandra Helga Ívars-
dóttir fegurðardrottning svo fáeinir
séu nefndir. Einhver mistök urðu
við bókun á farseðlum fyrir þennan
hóp. Flogið var frá Keflavík til Kaup-
mannahafnar og þaðan til Madríd.
Þegar þangað var komið
varð hópurinn hins vegar
að bíða í sólarhring
áður en hægt var að
fljúga lokaáfangann til
Argentínu. Munu þessi
þekktu andlit því
hafa skemmt sér vel
saman við mojito-
drykkju, pókerspil
og fleira í þeim
dúr. - afb, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Stóru hárgreiðslufyrirtækin
senda reglulega frá sér hárlínur,
alveg eins og fatahönnuðir gera.
Mér datt í hug að það gæti verið
gaman að gera mína eigin línu og
ákvað að láta verða af því þar sem
þetta er eitthvað sem mér þykir
gaman að gera og það hefði verið
leiðinlegt ef hugmyndin hefði bara
grotnað í hausnum á mér,“ segir
Anna Sigríður Pálsdóttir hárstíl-
isti, sem sendi frá sér sína fyrstu
hárlínu, Psychobilly, fyrir stuttu.
Anna sótti innblástur til dagatals-
stúlkna sjötta áratugarins og til
listamannsins Gil Elvgren auk
þess að vera undir áhrifum frá
„quiff“-hártískunni sem var vin-
sæl á sjötta áratugnum.
„Ég veit ekki til þess að þetta
hafi verið gert hér á landi áður
þannig að það gæti verið að ég sé
sú fyrsta sem prófa mig áfram í
þessu hér heima. Vanalega eiga
línur sem þessar að veita hár-
greiðslufólki innblástur en ég
ákvað að gerast svo djörf að dreifa
þessu bara til almennings og ekki
á stofur,“ segir Anna sem hyggst
halda áfram og ætlar að senda
frá sér vor- og sumarlínu í byrjun
næsta árs.
Hárgreiðslustofan Gel hætti
fyrir ári og í hennar stað opnaði
Barber Theater þar sem Anna
Sigga tekur á móti fólki í hár-
snyrtingu auk þess að hýsa ýmsar
uppákomur. „Rýmið er í boði fyrir
hvern þann sem vill nota það. Þar
að auki ætla ég að halda bíókvöld
mánaðarlega í vetur og sýna
myndir sem eru teknar á 8mm
filmu. Þett verður allt auglýst
betur þegar nær dregur.“
- sm
Anna Sigga með fyrstu íslensku hárlínuna
HÁRLÍNA Anna Sigríður hefur sent frá
sér sína fyrstu hárlínu sem ber heitið
Psychobilly. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
PSYCHOBILLY Fyrirsætan skartar
hárgreiðslu úr hárlínu Önnu sem hefur
hlotið nafnið Psychobilly.
MYND/ESTHER ÍR
Strandgötu 43 | Hafnarfirði
Sími 565 5454 | www.fridaskart.is
íslensk hönnun
og handverk
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Umhverfismál.
2 Moka snjó.
3 Tölvupóstar blaðamanns
Morgunblaðsins.