Draupnir - 01.05.1908, Blaðsíða 12
848
DRAUPNIE,
Jón biskup lial'ði lieyrt eins mikið af
þeirn og honnm nœgði í bráðina, svo hann
ósetti sér að híða ekki skipakomanna, en
taka sér langferð á hendnr til að fylgja Ilelgu
dóttur sinni heim, með því að hennar orlofs-
tími var að renna út, og meðfram til að
kynna sér trúmál í þeirn héruðum, er hann
ætlaði sér að fara um, og til að ráðslaga
þar um við vini sina, hvernig bezt yrðu
reistar skorður við viðgangi nj'ja siðarins og
yíirdrotnun konunglega valdsins, sem birtist
í einni og sömu persónu. Samhliða þessu
hugði hann á Bjarnaneseignirnar, og hvort
Ögmundur hiskup, þá hlindur orðinn og há-
aldraður, mundi nú halda þeim eins fast og
fyrri. Þetta alt vakti fyrir Jóni hiskupi og
margt tleira, er hann ætlaði sér að koma til
leiðar í för þessari. — Já, eftilvildi, að ríða
með flokk sinn austur að Bjarnanesi og
skoða jarðagóssið sjálfur. Frá Dal var ekki
svo löng leið þangað, hugsaði liann, svo
blæddu honum ekki svo mjög í augum sand-
arnir, árnar og öræíin, sem á veginum voru,
en sagði:
»Vér verðum margir saman, vel úthúnir
og óltuinst ekkert«.
Jón biskup kom ferðalagi þessu vel fram,
lirepti hagstæð veður og dvaldi marga á-