Draupnir - 01.05.1908, Blaðsíða 32
868
DRAUrNIR
unum, lagaákvæðunum, þjóðareinkennunum,
Ögmundi, velgerðaföður sínum, Guðrúnu,
heitmey sinni, og öilu — öiiu. Hugur lians
sveimaði nú i siðvenjum nýju trúarbragðanna,
— hreinu, ómenguðu embættis-athöfnunum,
eins og þær stóðu nú í huga lians, þar sem
hugur og tunga voru samtaka í að dýrka
drottinn i anda og sannleika, og honum flaug
þá ekki í hug, að þeir, sem lúta honum með
ineiri umsvifum og á annan hátt, geta alt
eins dýrkað drottinn sinn í anda og sann-
leika. Já, Gissur Einarsson var kominn á
vald Kristjáns konungs með lííi og sál, án
þess að nota sér neina miðlunaraðferð. Kon-
ungur staðfesli kosningu hans 15. marz 1540.
. Svo fór Gissur og félagar hans að búa
sig til heimferðar.
»12. ágúst fyrir fjórum árum, eða 1536,
lét eg árla morguns handsama alla pápísku
biskupana og hneppa í fangelsi, á meðan eg
var að koma lútersku trúarbrögðunum á fót
í ríkjum mínum«, sagði konungur við þá
biskup í heyranda hljóði, áður þeir lögðu af
stað. »— svo þeir gætu ekki spilt framgangi
trúarinnar. Og þetta reyndist mér vel«.
I3eir konungur og biskup horfðust þá
þegjandi í augu, en út úr augum þeirra hefði
inátt lesa þessi alþektu — lítt þokkuðu — orð:
»Tilgangurinn lielgar meðalið«.