Draupnir - 01.05.1908, Blaðsíða 107
DRAUPNIR.
943
Dali, og heim á þrjú bú Daða, Snóksdal,
Hvamm og Sauðafell, og gerðu þar tálsverð-
ar búsifjar, fundu eklci Daða, en gerðu hon-
um orð um að svara til þeirra saka, sem
þeir bæru á hann í Hvammi næsta mánu-
dag eftir Mikjálsmessu. Jón biskup útnefndi
þar 12 presta dóm, sinn helminginn úr
bvoru stifti.
Sakargiftirnar voru þessar: Að Daði
hefði sett sjálfan sig i umboðsmannsvald yfir
Skálholtsstifti og prófastsdæmi, — með því
hann áleit Martein ómyndugan að setja neinn
yflr það, — hafi veitt kirkjujarðir og hald-
ið þær sjálfur. Látið ganga dóma um hjóna-
skilnaði og önnur andleg mál, sem Jóni bisk-
upi, umboðsmanni Skálholtsstiftis, bar að
veita og gera, eftir þvi valdi, sem hann liafði
þegið af páfanum, og að kirkjunnar lögum,
og sem hafði verið samþykt á alþingi; fyrir
þetta var Daði fallinn í páfans bann og all-
ir hans meðhjálparar, og allir hans dómar
og gerningar ónýtir, nema þeir, er hann gerði
í samráði við Ögmund biskup. í annan
máta voru þau hjón, Guðrún Einarsdóttir og
Daði, skyld í þriðja og fjórða lið. En svo
náinn skyldleika leyfði kathólska kirkjan
ekki. Fyrir þessar sakir voru þau fallin í
fiann o. s. frv. í þriðja rnáta að Daði væri
opinber að mörgum barneignum í hórdómi