Draupnir - 01.05.1908, Blaðsíða 26
862
[draupnib
ar- og frelsiskröfum vorum svo fast að hinu
nvja biskupsefni, sem föng ern á, áður liann
gengur í greipar konungs vors. Og þar næst
skulum vér semja skjal til konungs, er vér
komum á þingið, — og — —«
Biskujj endaði ekki setninguna.
Iiftir þetta skildust menn að. Gestir og
heimamenn skeintu sér eftir föngum, og á
meðal þeirra voru þau Þórunn og Þorsteinn,
gömlu vinirnir. Þau sátu afsiðis og ræddust
heimulega við um eitt og annað, sem við bar.
»Hvað eruð þið að ræða um, börn?«
spurði biskup, sem kom að í þessu.
»Við vorum að tala um«, sagði Þórunn,
»hve marga vini þú fniundir eiga á meðal
»vina« þinna, ef þú í raun og veru þyrftir
vina við«.
»Þetta er skrítin liugsun, dóttir mín«,
varð biskupi að orði, »að fara þá að efa
vinina, er þeir ílokkast um mann hvaðan-
æfa. En þarna á eg traustan og áræðisgóð-
an vin, i'ef cg þarf á að halda. Og liann
lagði um leið höndina á höfuðið á henni.
»En eg kom annars í þeim erindagjörðum,
að biðja þig, Þorsteinn, að fylla ílokk vorn
til alþingis einhvern þessara daga, en þig,
Þórunn min, að fylgja oss, mér og bónda
þínum, eitthvað út í Skagafjörðinn til skemt-
unarauka«. Svo gekk biskup út.