Draupnir - 01.05.1908, Blaðsíða 85
BRAUPNIK
921
annari birtu, sem var bjartari og greinilegri
og sú birta jókst eftir því sem lengra leið á
nóttina, en samt voru allir í fasta svefni á
staðnum. — Nei, ekki allir, því kona nokkur
vel búin og tíguleg, en áhyggjufull, lauk upp
hurðinni á svefnstofu Ara lögmanns, og sveif
hljóðlaust innar eftir gólfinu og nam staðar
fyrir hvílunni er hann svaf í. Hann hefir að
líkindum sofið laust, af því hann lauk aug-
unum upp, og' starði fyrst þegjandi á kon-
una, rétt eins og hann væri að koma henni
fyrir sig, hann hefir ef til vill verið að hugsa
um Halldóru sína, er svo oft latti hann stór-
ræða, og tekið konuna fyrir forkláraða lík-
ingu hennar, sem glóði uppi yfir honum eins
og i einhverri gull-móðu. Hann neri augun,
settist upp og hvesti þau betur á hana:
»Móðir mín!« Hrópaði hann er hann
áttaði sig betur. »Ert þú þarna — svona
snemmal Og á hverju heldurðu?«
»Eg held á skautafaldi, sonur minn, og
því fegursta kvennskrauti sem til er á staðn-
inn, ef ekki á öllu landinu!« Svaraði Helga,
sem var konan.
»Og til hvers skal það nú hér? Móðir
mín!« Hún sagði:
»Eg hef í mörg hamingjusöm ár hlakkað
í hjarta mínu yfir því, að eg ætli hraustan
og harðfengan son, þar sem þú ert, Ari, en