Draupnir - 01.05.1908, Blaðsíða 97
DRAUPKIR
933
né góð, — rétt eins og eittlivað hefði verið
lesið upp sem honum kæmi ekkert við«.
»Eitthvað mun mannhundur sá þó ætla
fyrir sér«, sagði Pétur Einarsson. »Eða skyldi
hann ætla að láta svæla sig inni eins og mel-
rakka í greni, þegar að konungsvaldið hefst
handa, því að því mun þó reka fyr eða síðar«.
»Það er ekki svo liætt við, Pétur minn,
að Jón biskup lialdi kyrru fyrir«, svaraði
jirestur. »Hann hefir hinn mesta viðbúnað á
Hólum, og hefir látið byggja þar kastala með
miklum umbúnaði, sem hann ætlar sér vist
að verjast í, ef ófrið ber að höndum. Eg hef
ætlað honum stundirnar, svona eftir hugþótta
mínum, og eg býst helzt við, að hann sé kom-
inn á leið hingað, og með það fyrir augum,
hef eg sent Andrés Magnússon, heimamann
minn, upp í Tungur til að njósna um ferðir
þeirra biskups, því að öllum líkindum munu
þeir fara Kjalveg — það er beinasta leiðin
hingað. Á þinginu í sumar er eg sá livað
verða vildi, gerði eg ráð fyrir við Daða mág
þinn í Snóksdal, að hann kæmi hingað með
valið fylgdarlið um þetta leyti. Mig uggir að
ekki verði langt á milli funda vorra Jóns
biskups; þannig dreymdi mig í nótt hinn sæla
Gissur biskup Einarsson. En samt er eg
ekki svo viss í minni sök, að eg ætla að
hregða mér út í Grímsnesið í fyrramálið«.
60