Draupnir - 01.05.1908, Blaðsíða 142
978
DRAUPNIR
bisluips þektu ekki Brand, sem var annar
þeirra, biskup bað þá menn sina að fara á
stað og sagði:
»Látið hann vera hann Moldarbrand«, og
var Brandur siðan kallaður svo.
Þessi saga sýnir tvent, fyrst hversu svona
lagaðir flokksforingjar urðu i ýmsum smærri
greinum að láta að vilja liðsmanna sinna, til
þess að missa ekki af fylgi þeirra og vinskap,
at' þvi Jóni biskupi var ekkert hugleikið að
vekja óspektir hjá Brandi, og í annan máta,
hve ljúft honum var að gera þeim hjónum
ekkert mein, þó liann vissi að skrökvað
væri að sér, og þó liefði liann með því getað
særl hjörtu veztu óvina sinna, því orð hans
sýndu að hann þekti manninn vel.
Þaðan hélt biskup að Helgafellsklaustri,
og gerði þar alt hið sama og í Viðey, setti
þar inn gamlan ábóta, er Naríi hét. Hann
dvaldi þar nokkuð, og boðaði þangað á fund
sinn Orm Sturluson lögmann, og hann t'ékk
liann til að tilnefna, dag, stað og stund, lil
þess að setja dóm með því hann var Iögmað-
ur, og dæma Hvamsdóm um Daða í Snóks-
dal í allan handa máta réttan og lögum sam-
kvæman, sem liann sjáll'ur var áður búinn
opinberlega að dæma ómerkan og að engu
hafandi. En Ormur sagði eins og hann var
vanur, já og amen, við öllu er sá eða sú vildi