Draupnir - 01.05.1908, Blaðsíða 76
912
DRAUPNIR.
ekki í kvöld. — Það skaltu fá, það skallu fá.
Eg kem mjög bráðlega aftur«.
Svo reið hann á stað með sveina sina í
snatri, fór að morgni yfir Hjaltadalsheiði og
svo norður í Eyjafjörð, og ltom ekki frekar
við á Hólum í þeirri för.
Biskup var þessu máli ekki sinnandi í
það skifti, því hann þurfti svo margt að tala
við syni sína í einrúmi, sérstaklega við þá
Björn og Ara, og það var ekki trútt um, að
heimamenn fengu einhvern pata af því, að
þeir feðgar, Jón biskup og Ari væru ekki
sammála um eitthvað, en það var nýúng,
því þeir liöfðu jafnan verið sem einn maður
í öllum ráðagerðuin og framkvæmdum. Eftir
þetta riðu þeir bræður norður, og Ari ókátur.
Þegar Gissur biskup Einarsson var lát-
inn, var Suðurstiftið áþekkt liöfuðlausum her,
það var orðið lútherst að nafninu til, en
samt voru þar margir, bæði klerkar og aðrir,
ríkir menn og fátækir jafnt, er vildu innleiða
aftur forna siðinn, þeir höfðu sumpart tekið
við nýbreytninni athugunarlaust til þess að
kaupa á sig frið og liylli biskupsins, eða þeir
höfðu liafnað honum með öllu.
Gissur biskup liafði skilið illa við stað-
inn, bæði livað kirkjuna, hús hennar og pen-
inga áhrærði, þar hafði margt gengið af sér,