Draupnir - 01.05.1908, Blaðsíða 93
DRADPNIH.
929
löngu, vinur minn. Eg er búinn að segja
þér alla málavöxtu, öll eiðrof og sáttmálarof.
Og nú góða nótt, vinur minn, og vinirl Hver
veit nema okkur dreymi eitthvað þýðingar-
mikið út í það, sem fyrir höndum liggur«.
Þorleifur hristi mæðulega höfuðið yfir
því, er þeir gengu út.
Þegar þeir voru allir farnir út, sagði
biskup við þá syni sína, Björn og Ara:
»Nú er eg búinn að ryðja næstu braut-
irnar, drengir mínir. Svo ríðum vér norður.
Svo í Skálholt og tökum það á vorl vald.
Síðan rekum vér alla danska og þýzka menn
burt úr Viðey, og setjum svo þangað aftur
binn gamla, hugdeiga og fráfallná Alexíus —
og alt þar í sínar fyrri skorður. Og svo —
og svo — —«.
Eftir þetta reið biskup heim af þinginu
með allan flokk sinn, og prédikaði hvívetna
þar sem hann kom, trú fyrir mönnum, dýrk-
un helgra manna, messuhöld, bai-naferming-
ar og alt það, er siðbyltingarmenn liöfðu
breytt og afnumið. Svo heyrði hann, skömmu
eftir heimkomu sína, að síra Ólafur Hjalta-
son. aldavinur hans og skjólstæðingur, þá
hniginn á efra aldur, væri farinn að fallast
^ nýja siðinn, banna dýrkun helgra manna
°- fl. Þessi pati var svo vel rökstuddur, að
biskup þóttist ekki inega láta við svo búið