Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1949, Page 7

Iðnneminn - 01.09.1949, Page 7
ýÍHHefniHH 16. árgangur • 6.—7. tölublað ■ Sept. 1949 BLAÐ IÐNNEMASAMBANDS ISLANDS RITNEFND: DUNNAR H. GUOMUNDSSDN . GESTUR ÁRNASDN . MAGNÚS LÁrUSSDN . BALDUR LEDPDLDSSDN . SNÆR JDHANNESSDN I. N. S. /. fimm ára Þann 23. sept. n. k. eru liðin rétt fimm ár síðan Iðnnemasam- band íslands var stofnað. Fimm ár — fyrirferðarlítið brot þess óendanlega og óafturkallanlega, blákaldur veruleiki sem við lifum og hrcerumst í. Hér skal ekki gerð tilraun til þess að fœra í rit sögu um störf og atorku þeirra manna, sem stofnuðu I.N.S.Í., eða þeirra, sem starfað hafa fyrir I.N.S.Í. á umliðnum fimm árum, aðeins á það bent, að margir af þeim virtust aldrei finna til eigin erfiðleika, vegna áhuga síns og baráttu að ráða bót á þeim þröngu kjörum, sem þröngsýnir löggjafar og fégírugir meistarar hafa búið hin- um yngstu og réttminnstu borgurum þessa sundurleita þjóðfé- lags. Þeirra störf voru þeim hugsjónir um fegurra og betra mann- líf, jafnari lifskjör, batnandi hag. I.N.S.Í. á sér í dag, eins og frá fyrstu tið, sína andstöðu, sem eru kyrrstöðuöfl samfélagsins. Þeirra trúarsnauðu sálna, sem aldrei gera sér grein fyrir því, að framtíðan er ungdómsins og hans afkomu ber að tryggja, svo að hann geti haft lifsafkomu- möguleika til jafns við aðra þjóðfélagsþegna og geti þar af leið- andi horft björtum augum fram á ókomna tíma. Þá fyrst er hœgt að tryggja þroskaða og duglega uppvaxandi iðnaðarmannastétt. Trúin er stcrk, náiturinn cr mikill. Öll réttsýn framfaraöfl fylkja sér nú um I.N.S.Í. Það er sterkt. Það er traust. Það hvílir á mœtti þeirra hugsjóna, sem voru, á eldi þeirrar hugsjónar, sem er. Afturhvarf er því andstœtt. I.N.S.Í. er í dag ávöxtur af störfum þeirra, sem stofnuðu, og starfað hafa, í þjónustu þess. Fyrir þá, sem nú leggja á braut ís- lenzkrar iðnmenningar, er það viðfangsefni að leysa þann vanda, sem enn er framundan. Þökk sé þeim, sem starfað hafa. Heill þeim, sem við taka. Frá stjórn I.N.S.Í. Ungt að árum, en ríkt af reynslu Iðnaðaræskan minnist um þesar mundir fimm ára afmælis samtaka sinna, Iðnnemasam- bands íslands- Mér er í þessu tilefni ljúft, að verða við til- mælum ritnefndar Iðnnemans um að rifja upp í stórum drátt- um aðdragandann að stofnun þessara samtaka. Svo sem kunnugt er, var Iðn- nemasamband íslands stofnað í septembermánuði 1944. Að stofnun sambandsins stóðu eft- irtalin iðnnemafélög: Félag raf- virkjanema í Reykjavík, Félag járnsmiðanema, Prentnemafé- lagið, Félag pípulagninganema og Félag bifvélavirkjanema. — Stofnþingið var háð í Góðtempl- arahúsinu í Reykjavík og sátu það um 20 fulltrúar frá fyrr- greindum félögum. Þótt I.N.S.f. væri ekki formlega stofnað fyrr en 1944, má þó raunar segja, að aðdragandinn að stofnun þess hæfist á því herrans ári 1940. Og það er táknrænt dæmi um það, hvernig hið opinbera hefur búið að iðnaðaræskunni og hver hugur henni hefur verið sýndur, að það var fyrir bein- ann tilverknáð löggjafans að iðnnemar áttu ekki annars kost IÐNNEMINN 1

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.