Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1949, Side 8

Iðnneminn - 01.09.1949, Side 8
en bindast samtökum til vernd- ar hagsmunum sínum. Er þar átt við breytingu þá á iðnnáms- lögunum, er Thor Thors, þáver- andi þingmaður Snæfellinga, fékk samþykkta á Alþingi 1940, gegn harðri andstöðu verka- lýðsflokkanna á þingi, og alls þorra iðnaðarmanna og iðn- nema í landinu. En með sam- þykkt umræddrar tillögu Th. Th. voru iðnnemar sviftir þeim sjálf sögðu mannréttindum, að mega vera meðlimir stéttarfélaga. All- flestum iðnnemum mun hafa verið frá öndverðu ljóst, hverju þeir voru sviftir með tilkomu hinna nýju ákvæða iðnnáms- laganna. Þeir hófust því þegar handa um að reyna að bæta sér það tjón, sem hag þeirra var búið. Iðnnemar áttu aðeins eitt svar við þessum ofsóknum löggjafans og vinnuveitenda; það svar var að stofna sín eigin félög til verndar hagsmunum stéttarinnar. Prentnemar riðu á vaðið og stofnuðu sitt félag þegar eftir gildistöku laganna- Síðan komu önnur félög í kjöl- farið, svo sem rafvirkjanemar, bifvélavirkjanemar o. fl. En upp úr gnæfði hið aldna og trausta Félag járnsmiðanema, sem hafði starfað óslitið 10—15 ár. Með stofnun þessara félaga mun þegar hafa skotið upp hugmyndinni um heildarsam- tök iðnnema.En úr framkvæmd- um varð eigi þá, enda mun hafa verið uppi nokkur ágreiningur um, í hverri mynd slík samtök skyldu vera. Þar við bættist svo, að eftir skamma hríð lognuð- ust flest hin nýju félög útaf, Oskar Hallgrímsson enda áttu mörg þeirra mjög erfitt uppdráttar, ekki sízt vegna stððugra hótana miður velviljaðra meistara um að rifta samningum við þá nemendur, sem gerðust meðlimir hinna nýju félaga. Var svo komið um skeið, að aðeins tvö þessara fé- laga voru með lífsmarki, en það voru Félag járnsmiðanema og Prentnemafélagið. Hugmyndin um heildarsamtök iðnnema lá síðan niðri þar til í ársbyrjun 1944, en þá verður nokkuð víð- tæk vakning meðal iðnnema í Reykjavík fyrir því að bæta hag sinn, þar sem kjör þeirra höfðu aldrei verið í meira ósamræmi við kjör annarra stétta, en á þeim tíma. Og iðnnemum varð ljóst, að þar átti skorturinn á skipulögðum samtökum sinn þátt í. Því var það, að á fundi í Félagi raívirkjanema í marz- mánuði 1944, var samþykkt að félagið beitti sér fyrir því, að fram færi athugun á, hvort grundvöllur væri fyrir að stofna til samtaka með iðnnemum um land allt. Var jafnframt ákveð- ið á þessum fundi, að fela tveim félagsmönnum að taka sæti í nefnd, ásamt fulltrúum ann- arra starfandi iðnnemafélaga, og skyldi hún gangast fyrir stofnun slíkra samtaka, ef unnt reyndist. Síðan var Félagi járn- smiðanema og Prentnemafélag- inu skrifað og þau beðin að tilnefna í nefndina, sem þau svo gerðu. Síðar bættist Pípu- lagninganema í hópinn, en það var stofnað um líkt leyti og þá er nefndin hóf störf sín. í þess- ari undirbúningsn. áttu sæti: Frá Félagi rafvirkjanema: Óskar Hallgrímsson ívar Helgason Frá Félagi járnsmiðanema: Ingimar Sigurðsson Grétar Eiríksson Frá Prentnemafélaginu: Sigurður Guðgeirsson Gústav H. Mortens Frá Fél. pípulagninganema: Karl Sigurðsson Sig. Helgason. Nefndin tók til starfa og varð er hún var fullskipuð, og varð brátt sammála um, að nota um- boð félaganna og gangast fyrir stofnun „Iðnnemasambands ís- lands.“ Hóf nefndin þegar undirbún- ing að stofnun sambandsins, samdi drög að lögum, skrif- aði iðnnemum víðs vegar um landið og hvatti þá til að gang- ast fyrir stofnun iðnnemafé- laga. Var unnið að þessum und- irbúningi allt sumarið og boðað til stofnsþings í septembermán- uði um haustið- í sambandi við undirbúninginn að stofnun sambandsins er skylt að geta 2 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.