Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1949, Side 9

Iðnneminn - 01.09.1949, Side 9
FYRSTA STJÓRN I.N.S.Í. Talið frá Vinstri: Egill Hjörvar, ritari, Siguröur Guðgeirsson, vara- formaðurf Óskar Hallgrímsson, formaður, Sigurgeir Guðjónsson, meðstjórnandi og Kristján B. Guðjónsson, gjaldkeri. þess, að í þeim efnum naut nefndin mikils og giftudrjúgs stuðnings Jóns Sigurðssonar, framkvstj. Alþýðusambands ís- lands, sem reyndist henni hinn hin mesta hjálparhella. Stofn- þingið var síðan háð í septem- bermánuði, svo sem ráðgert var. Sátu það, sem fyrr segir, full- trúar þeirra félaga er að nefnd- inni stóðu og auk þess fulltrúar frá Félagi bifvélavirkjanema, en það félag hafði verið endurvak- ið að tilhlutun nefndarinnar. Þingið gekk formlega frá stofn- un sambandsins, setti því lög og markaði því starfsgrundvöll. Þar með var hafinn sá þáttur í hagsmunabaráttu íslenzkra iðnnema, sem sennilega mun um ókomin ár verða talinn hafa áorkað mestu um bætt kjör iðn- nema og betri aðbúnað við námið. Hér að framan hefi ég í stór- um dráttum rakið aðdragand- ann að stofnun I.N.S.Í. Eflaust er margt enn ótalið, sem í frá- sögur væri færandi frá þessum fyrstu dögum hinna ungu sam- taka iðnaðaræskunnar. En hér verður ekki farið frekar út í það að sinni, ef til vill gefst síðar tækifæri til nánari frá- sagnar. Fyrstu viðfangsefni hinna ný- stofnuðu samtaka urðu að sjálf sögðu fyrst og fremst þau, að vinna að eflingu samtakanna með stofnun nýrra iðnnemafé- laga. Má segja, að í þessu efni hafi starfið gengið mun betur en þeir bjartsýnustu gerðu sér nokkrar vonir um, því þegar á fyrsta árinu fjölgaði sambands- félögunum verulega. Sýnir það betur en nokkuð annað, hve þörfin fyrir samtök var rík í iðnnemastéttinni. Af þeim málum, er Iðnnema- sambandið einbeitti sér að frá upphafi, má sérstaklega nefna breytingar á iðnnámslögunum. En um það efni voru gerðar ýt- arlegar samþykktir á fyrstu þingum sambandsins og sam- bandsstjórnin vann ötullega að þeim málum milli þinga. Fjöl- mörg önnur verkefni tók sam- bandið sér að sjálfsögðu fyrir hendur, þó að krafan um end- urskoðun iðnnámslaganna bæri þar hæst- Iðnnemasambandinu var fálega tekið af valdhöfun- um, svo sem öllum öðrum hags- munasamtökum fólksins. Kröf- um þess var ekki sinnt og jafn- vel ekki trútt við að reynt væri að bregða fæti fyrir starfsemi þess. En iðnnemar voru stað- ráðnir í því að skapa sér samtök sem yrðu þess umkomin að gæta hagsmuna þeirra, og þrátt fyr- ir allt áttu þeir marga og góða samherja. Og nú, á fimm ára afmæli I.N.S.Í., er að vonum spurt: Hefur þetta tekizt? Hafa iðnnemar í dag skapað sér sam- tök, sem eru þess megnug að gæta hags þeirra? Hefur byrj- unarerfiðleikunum, sem voru starfi sambandsins Þrándur í Götu, verið rutt úr vegi? Ef ég ætti að svara þessum spurning- um, myndi svar mitt verða ját- andi. Fátt sýnir betur, hve geysi mikilvæg þessi samtök hafa orðið iðnaðaræskunni í landinu, en einmitt sú staðreynd, að nú á IÐNNEMINN 3

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.