Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1949, Síða 11

Iðnneminn - 01.09.1949, Síða 11
á sameiginlegra hagsmuna að gæta, hvaða starfsgrein og hvaða þjóð, sem hann tilheyrir. Hann er óslitin keðja, saman sett af mörgum hlekkjum hinn- ar margvíslegu verkaskiptingar. Vegna þessara sameiginlegu hagsmuna alls vinnandi fólks, urðu alheimssamtök verkalýðs- ins til. Vegna þess afls, er þessi samtök búa yfir, er nú reynt að slíta þau sundur. Óttinn við styrk sameinaðs verkalýðs er í dag sterkari en innbyrðishatur óvina hans hvers til annars. Þess vegna verður hann að bind ast traustari félagsböndum nú en nokkru sinni áður, undir því er framtíðargæfa hans komin. Með stofnun I.N.S.Í. var ein- um mikilvægum hlekk bætt við samtakakeðju verkalýðsins. Það er trú mín að þessi hlekk- ur muni reynast traustur og haldgóður í hagsmunaátökum ókominna tíma, svo sem veriö hefur hingað til. Þess vegna óska ég öllu vinnandi fólki til hamingju með þessi ungu sam- tök sem förunaut og samherja. Ef ég mætti óska mér einnrar óskar til handa I.N.SÍ. mundi ósk mín verða sú, að hver og einn meðlimur þessara samtaka hefði áhuga fyrir starfi þeirra og starfaði eftir getu fyrir þau, því um leið vinna þeir fyrir eig- in hagsmuni. Og að lokum bið ég dís ham- ingjunnar að leiða afmælis- barnið, Iðnnemasamband ís- lands, um ógengnar framtíðar- brautir, veitandi því verðskuld- aða blíðu. Magnús J. Jóhannsson. ýlHetnaJantíahd ýálahctá 5 ára Egill Hjörvar Laugardaginn 22. sept. 1944 var nokkrum ungum mönnum stefnt til fundar í Reykjavík. Iðnnemafélögin í bænum höfðu kosið þá sem fulltrúa sína til þess að stofna samband félag- anna, er undirbúið hafði verið þá um sumarið. Iðnnemasam- band íslands var formlega stofnað sunnudaginn 23. sept. 1944. Á þessum fyrstu þingfund- um sambandsins ríkti mikill á- hugi fyrir þeim málum, er fyr- ir lágu. Voru það aðallega mál varðandi eflingu sambandsins. Einnig var rætt um námstilhög- un bæði verklega og bóklega svo og kaup og kjör iðnnema. Komu þar fram ýmsar athygl- isverðar tillögur, svo sem tillaga um kaupgreiðslur í föstu hlut- falli við sveinakaup. Hefir þetta að nokkru leyti komist í fram- kvæmd. Fyrsta árið voru verk- efni sambandsstjórnar mörg. Stofnuð voru ný félög í þeim iðngreinum i Reykjavík, er eng- in voru fyrir. Út um land var og stuðlað að stofnun nýrra fé- laga og tekið upp samband við þau er fyrir voru- Árangur þessa starf var góður, jafnvel betri en vonir stóðu til, enda fór á- hrifa sambandsins að gæta víða. T. d. var þá þegar leitað álits þess á iðnnámslöggjöfinni og þeim breytingum, er fyrirhug- aðar voru henni. Húsnæði hafði sambandið ekkert fyrir starf- semi sína, þar til það fékk skrif- stofuherbergi að Hverfisgötu 21. Varð það í fyrstu að leita til annarra um húsnæði fyrir fundi stjórnarinnar og málfundadeild þá, er sambandið stóð fyrir Stjórnarfundir voru haldnir í skrifstofu A.S.I. Málfundir voru fyrst að Hverfisgötu 21, en síðar í skrifstofu Sveinasambandsins í Kirkjuhvoli. Á meðan starfsemi sambands- ins var ekki komin lengra og byrjunarörðugleikar ekki að fullu yfirunnir, markaðist stefna þess til einstakra mála ein- ungis af hagsmunum stéttar- innar. En þegar sambandið var orðið að fullu skipulagt, fór, því miður, að gæta þar utan- aðkomandi áhrifa. Fór þar líkt og um mörg önnur stéttarfélög, að það varð bitbein stjórnmála- IÐNNEMINN 5

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.