Iðnneminn - 01.09.1949, Blaðsíða 12
Óskabarn íslenzkrar iðnaðaræsku 5 ára
1939 var samþykkt breyting á
lögum um iðnnám, breyting,
sem skerti félagslegt frelsi í
landinu. Iðnnemum var bann-
að að vera innan sveinafélaga
— bannað að vera innan verka-
lýðshreyfingarinnar. Iðnnemar
svöruðu þessari árás á viðeig-
andi hátt. Þeir stofnuðu sín
eigin félög — iðnnemafélögin.
Er þessi breyting var gerð á
lögunum, var, að ég tel, aðeins
eitt iðnnemafélag starfandi, Fé-
lag járniðnaðarnema. 1940—41
munu hafa starfað 5 eða 6 iðn-
nemafélög, en þau lögðust öll
niður nema þrjú, Félag járn-
flokkanna og það svo, að nokk-
uð fór að gæta pólitískra áhrifa
við val manna í sambandsstjórn
og einnig til annarra trúnað-
arstarfa fyrir samtökin. Þótti
mörgum það miður farið, en við
því var ekki hægt að gera, þar
sem þróun verkalýðshreyfing-
arinnar stefndi almennt út á
þessar brautir. Það er þó von-
andi, að þessi stefna sambands-
ins hafi ekki lamandi áhrif á
vöxt þess eða viðgang.
Óska ég sambandinu alls góðs
í baráttu þess fyrir bættum
kjörum og aðbúnaði iðnnemans,
því að þar er grundvöllurinn
lagður fyrir bættum iðnaði og
betri mönnum.
Egill Hjörvar.
iðnaðarnema, sem starfað hef-
ur síðan 1927, Prentnemafélag-
ið í Reykjavík og Félag iðnnema
á ísafirði.
Árið 1944 verður alltaf talið
merkasta ár íslenzkrar iðnað-
aræsku. Þá hefst nýtt lífstíma-
bil félagasamtaka iðnnema, þá
um vorið eru félögin orðin 4
hér í Reykjavík-
í janúar 1944 birtist grein í
Prentnemanum sem nefnist:
„Iðnnemasamband,“ er þar bent
á þá miklu nauðsyn, sem á því
var, áð hugmyndin um Iðn-
nemasamband kæmist í fram-
kvæmd. Upphaflega mun hafa
birzt um þetta grein í Iðnnem-
anum, rituð af Jóni Erni Ing-
varssyni vélstjóra, einnig mun
hafa verið, 1940, samþykkt til-
laga varðandi stofnun sam-
bandsins innan Prentnemafé-
lagsins. í febrúar 1944 var sam-
þykkt í Prentnemafélaginu að
hefja viðræður við önnur iðn-
nemafélög um stofnun sam-
bandsins. Nokkru síðar eða í
apríl var Félag rafvirkjanema
stofnað og samþykkti stofn-
fundur þess samþykkt, þess
efnis: að hann lýsti ánægju
sinni yfir framkominni tillögu
um stofnun Iðnnemasambands
og lagði til að iðnnemafélögin
tilnefndu tvo menn hvert í
nefnd til undirbúnings málinu.
Nefndin starfaði vel og ötul-
lega, og sambandið var stofnað
23. september 1944 í Góðtempl-
arahúsinu í Reykjavík af 5 fé-
lögum.
Um stofnun sambandsins
ríkti einhugur og mikill áhugi
fyrir hagsmunamálum iðn-
nema. Sá einhugur og áhugi
hefur allt til þessa ríkt innan
samtakanna, en með því er ekki
sagt, að allir hafi verið á sama
máli um hvert einasta atriði,
sem rætt og afgreitt hefur ver-
Sigurður Guðgeirsson
6
IÐNNEMINN