Iðnneminn - 01.09.1949, Blaðsíða 13
i5, slíkt væri varla hægt að
telja eðlilegt.
Ég átti þess kost að fylgjast
með stofnun sambandsins og
starfi þess fyrstu 4 árin. Starf-
semi sambandsins hefur verið
ótrúlega mikil og væri freist-
andi að geta hér alls þess
helzta, sem gert hefur verið á
vegum þess, en þess er enginn
kostur. Ég vil þó minnast á þrjú
atriði, sem ég tel skipta mestu
máli. Það fyrsta, sem samband-
ið tók fyrir var að vinna að
breyttri iðnnámslöggjöf. Á sama
ári og sambandið var stofnað
var skipuð nefnd til að endur-
skoða lög um iðnnám. í árs-
byrjun 1945 kallaði stjórn I.N.
S.í. saman aukaþing til að ræða
og gera tillögur um breytingar
á löggjöfinni. Iðnnemasamtök-
in voru einu samtökin, sem létu
sig verulega skipta breytingar
á lögunum- Ný iðnfræðslulög
hafa verið afgreidd frá Alþingi.
— Löggjöf, sem boðar á marg-
an hátt nýtt iðnnám. Með þessu
er eitt helzta baráttu mál iðn-
nema að sinni farsællega til
lyktar leitt. „En betur má, ef
duga skal.“ Kröfur um dag-
skóla, um verknámsskóla og
ríkisrekstur iðnskóla, eru kröf-
ur, sem enn eru ófengnar og
áfram skal barizt fyrir.
Eins og oft hefur verið getið
um áður, eru félagssamtök á
vissan hátt skóli. Iðnnemasam-
tökin eru skóli, sem hefur
þroskandi áhrif á meðlimi sína
— þeir verða færari til félags-
legra starfa í framtíðinni, enda
hefur það sýnt sig nú þegar,
því margir af forustumönnum
ýmissa félaga og félagssamtaka
hafa fengið sinn félagslega
skóla innan iðnnemasamtak-
anna. Fræðslustarfsemi hefur
verið stór þáttur í starfi sam-
bandsins og hefur vakið mikla
athygli.
Þriðja atriðið, er ég vil nefna
er upplýsinga- og aðstoðar-
starfsemi sambandsins. Sú starf
semi hefur vakið mikla ánægju
meðal iðnnema og hefur sam-
bandið rétt hag fjölda þeirra
með starfsemi þessari. Á s. 1.
ári mun láta nærri, að sam-
bandið hafi afgreitt nálægt 100
deilumál milli meistara og nem-
anda. Þetta sýnir glöggt það
traust, sem iðnnemar bera til
samtaka sinna.
Ég er sannfærður um, að sá
grundvöllur, sem lagður var að
sambandinu, þ. e. skipulag sam-
takanna, hafi verið það rétta,
og það sannar starf I.N.S Í. s. 1.
fimm ár. Samtökin hafa farið
sigurför þessi fáu ár.
Samtökum iðnnema hefur
verið brigzlað um stjórnmála-
togstreitu (um pólitík). Þeir ein-
ir, sem það hafa gert, hafa á
vissum tímum gert tilraunir til
að hafa stjórnmálaleg áhrif á
starfsemi samtakanna, en sam-
tök íslenzkra iðnnema hafa á
viðeigandi hátt úthýst slíka
skemmdarvarga, og það vona
ég að iðnnemasamtökin geri
svo um alla framtíð. Iðnnemar
gera sér Ijóst, að margar hætt-
ur steðja að hinum ungu sam-
tökum sínum, og þess vegna
verða þeir að standa vörð um
þetta unga óskabarn íslenzkrar
iðnaðaræsku.
Formannafnndurinn
á Akranesi
Annar formannafundur I.NS.
í. var haldinn á Akranesi dag-
ana 2. og 3. júlí síðastl. Mættu
þar 17 fulltrúar frá 13 félögum.
Formaður sambandsins setti
fundinn með ýtarlegri ræðu,
rakti störf stjórnarinnar á ár-
inu og benti á, hvað framundan
væri. Á fundinum ríkti mjög
sterk samheldni og eining um
fræðslu- og hagsmunamál stétt-
arinnar.
Samþykktar voru margar til-
lögur og ályktanir, sem teknar
verða fyrir á næsta sambands-
þingi.
Það var einróma álit fundar-
manna, að nauðsynlegt væri að
öll iðnnemafélög landsins ættu
fulltrúa á fundi, sem þessum,
og að þá myndu slíkir fundir
hafa ómetanlega þýðingu til
þess að efla skilning, samheldni
og baráttukjark félaganna í
Það er afmælisósk mín Iðn-
nemasambandinu til handa, að
það megi halda áfram á þroska-
braut sinni, verða enn voldugra
og sterkara, og að það megi
ávallt eiga á að skipa mönn-
um, sem vinna af áhuga og
fórnfýsi. Verði skipað iðnnem-
um, sem skilja, að máttur sam-
takanna byggist á starfi og vilja
meðlima þeirra.
25. ágúst 1949.
Sigurður Guðgeirsson.
IÐNNEMINN
7